Öryggi skerðist verði Hólasandsvegur ekki mokaður í vetur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. október 2019 11:41 Vegagerðin segist þurfa að mæta hallarekstri Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands gera alvarlegar athugasemdir við fyrirætlanir Vegagerðarinnar um að Hólasandsvegur verði ekki þjónustaður í vetur. Reikna má með að viðbragðstími viðbragðsaðila lengist um fimmtán mínútur, sem geti skipt sköpum í vetraraðstæðum.Í fréttum RÚV um helginakom fram að Vegagerðin ætli sér ekki að sinna vetrarþjónustu á Hólasandsvegi og Dettifossvegi í vetur. Mæta þurfi halla á vetrarþjónustu síðasta árs. Hólasandsvegur tengir saman Mývatnssveit og Húsavík og eru sjúkraflutningamenn HSN í Þingeyjarsýslum með bækistöð á Húsavík.Leiðin frá Húsavík í Reykjahlíð i Mývatnssveit er 54 kílómetrar um Húsavík en 76 kílómetrar um Aðaldal, Reykjadal og Mývatnssheiði. Í bréfi sem forsvarsmenn HSN hafa sent Vegagerðinni vegna málsins kemur fram að þannig muni viðbragðstími viðbragðsaðila geta lengst um fimmtán mínútur yfir veturinn, sé miðað við bestu mögulegu færð.Leiðin um Hólasandsveg á korti:Kuldinn geti bitið „Það sem er sárast er að þetta er ekki með þeim hætti að það sé verið að minnka mokstur heldur ætla þeir, eins og þessu er lýst fyrir okkur, þegar fyrsti snjór leggst yfir veginn þá verður honum bara lokað og ekki opnaður aftur fyrr en í vor,“ segir Eysteinn Kristjánsson, yfirmaður sjúkraflutninga HSN í Þingeyjarsýslum í samtali við Vísi.Í bréfi HSN til Vegagerðarinnar er fyrirætlunum Vegagerðarinnar um skerðingu á vetrarþjónustu á Hólasandsvegi mótmælt í ljósi öryggissjónarmiða. Verði slys á svæðinu sem krefjist snarlegrar, sérhæfðrar fyrstuhjálparþjónustu að vetri til skipti hver mínúta máli.„Ef við að setjum upp dæmi að það velti bíll á Mývatnsöræfum eða eitthvað svoleiðis, það þarf ekkert endilega að vera alvarlega slasaður einstaklingur, en þegar bíllinn er orðinn gluggalaus og það er kalt vetrarveður þá er kuldinn farinn að ógna alveg gríðarlega. Það er það sem getur gengið nærri sjúklingnum. Umfram kannski einverja áverka sem hann hlaut í slysinu,“ segir Eysteinn. Þannig muni um fimmtán mínúturnar sem leiðin lengist um, verði ekki hægt að aka eftir Hólasandsvegi frá Húsavík til Mývatnssveitar, og öfugt. „Fimmtán mínútur miðast við bestu mögulegu aðstæður þar sem þú getur haldið leyfilegum hámarkshraða. Svo getur komið skafrenningur og snjókoma og þá lengist þetta. Þá er þetta kannski komið upp í 20-25 mínútur sem er bara verið að bæta við þetta,“ segir Eysteinn. Er því farið fram á það við Vegagerðina að vetrarþjónusta á veginum haldist óbreytt en vegurinn, sem nýlega var byggður upp og bundinn slitlagi, hefur verið mokaður ekki sjaldnar en tvisvar í viku undanfarin ár. Heilbrigðismál Norðurþing Skútustaðahreppur Þingeyjarsveit Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands gera alvarlegar athugasemdir við fyrirætlanir Vegagerðarinnar um að Hólasandsvegur verði ekki þjónustaður í vetur. Reikna má með að viðbragðstími viðbragðsaðila lengist um fimmtán mínútur, sem geti skipt sköpum í vetraraðstæðum.Í fréttum RÚV um helginakom fram að Vegagerðin ætli sér ekki að sinna vetrarþjónustu á Hólasandsvegi og Dettifossvegi í vetur. Mæta þurfi halla á vetrarþjónustu síðasta árs. Hólasandsvegur tengir saman Mývatnssveit og Húsavík og eru sjúkraflutningamenn HSN í Þingeyjarsýslum með bækistöð á Húsavík.Leiðin frá Húsavík í Reykjahlíð i Mývatnssveit er 54 kílómetrar um Húsavík en 76 kílómetrar um Aðaldal, Reykjadal og Mývatnssheiði. Í bréfi sem forsvarsmenn HSN hafa sent Vegagerðinni vegna málsins kemur fram að þannig muni viðbragðstími viðbragðsaðila geta lengst um fimmtán mínútur yfir veturinn, sé miðað við bestu mögulegu færð.Leiðin um Hólasandsveg á korti:Kuldinn geti bitið „Það sem er sárast er að þetta er ekki með þeim hætti að það sé verið að minnka mokstur heldur ætla þeir, eins og þessu er lýst fyrir okkur, þegar fyrsti snjór leggst yfir veginn þá verður honum bara lokað og ekki opnaður aftur fyrr en í vor,“ segir Eysteinn Kristjánsson, yfirmaður sjúkraflutninga HSN í Þingeyjarsýslum í samtali við Vísi.Í bréfi HSN til Vegagerðarinnar er fyrirætlunum Vegagerðarinnar um skerðingu á vetrarþjónustu á Hólasandsvegi mótmælt í ljósi öryggissjónarmiða. Verði slys á svæðinu sem krefjist snarlegrar, sérhæfðrar fyrstuhjálparþjónustu að vetri til skipti hver mínúta máli.„Ef við að setjum upp dæmi að það velti bíll á Mývatnsöræfum eða eitthvað svoleiðis, það þarf ekkert endilega að vera alvarlega slasaður einstaklingur, en þegar bíllinn er orðinn gluggalaus og það er kalt vetrarveður þá er kuldinn farinn að ógna alveg gríðarlega. Það er það sem getur gengið nærri sjúklingnum. Umfram kannski einverja áverka sem hann hlaut í slysinu,“ segir Eysteinn. Þannig muni um fimmtán mínúturnar sem leiðin lengist um, verði ekki hægt að aka eftir Hólasandsvegi frá Húsavík til Mývatnssveitar, og öfugt. „Fimmtán mínútur miðast við bestu mögulegu aðstæður þar sem þú getur haldið leyfilegum hámarkshraða. Svo getur komið skafrenningur og snjókoma og þá lengist þetta. Þá er þetta kannski komið upp í 20-25 mínútur sem er bara verið að bæta við þetta,“ segir Eysteinn. Er því farið fram á það við Vegagerðina að vetrarþjónusta á veginum haldist óbreytt en vegurinn, sem nýlega var byggður upp og bundinn slitlagi, hefur verið mokaður ekki sjaldnar en tvisvar í viku undanfarin ár.
Heilbrigðismál Norðurþing Skútustaðahreppur Þingeyjarsveit Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira