Fellibylurinn í Japan: Undarlegt að upplifa Tókýó nær mannslausa á meðan óveðrið gekk yfir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. október 2019 19:00 Á sjötta tug eru látnir eftir að fellibylurinn Hagibis gekk yfir stóran hluta Japans. Íslensk kona sem býr í Tókýó segir það hafa verið sérstakt að upplifa þessa milljóna manna borg nær tóma eftir að yfirvöld settu útgöngubann á, vegna stormsins. Yfirvöld í Japan meta enn eyðilegginguna sem urðu af völdum fellibylsins Hagibis sem gekk yfir Japan um helgina. Björgunarsveitir leita enn á svæðum sem urðu verst úti að eftirlifendum hamfaranna. Að minnsta kosti fimmtíu og sex létust og á annan tug er enn saknað.Asra Rán Björt Zawarty Samper býr í Tókýó og stundar þar nám.Vísir/Stöð 2Einkennilegt að sjá Tókýó nær mannlausa Íslensk kona, búsett í Tókýó segir storminn hafa haft gífurleg áhrif í borginn þrátt fyrir að fellibylurinn hafi ekki gengið þar yfir. „Það sem að var hvað helst einkennilegt var það borgin var bara lokuð, hún var bara í „lock down“ eiginlega. Það er eitthvað sem gerist bara aldrei í Tókýó,“ Asra Rán Björt Zawarty Samper, sem stundar nám þar í borg. Shinzo Abe, forsætisráðherra landsins fyrirskipaði í dag að eitt þúsund liðsmenn úr varaliði hersins mundi taka þátt í björgunarstörfum með öðrum þrjátíu þúsund hermönnum og björgunarmönnum. Tugþúsundir Japana halda til í neyðarskýlum.Hús hreinlega tættust í sundur þegar fellibylurinn gekk yfir.APHús tættust í sundur í veðurofsanum Víða í kringum höfuðborg landsins fór illa. Hús hreinlega tættust í sundur eða hrundu og bílar tókust á loft. Vindhraðinn náði að minnsta kosti 60 metrum á sekúndu á tímabili. 176 ár flutu yfir bakka sína, einkum í mið- og austurhluta landsins. „Það voru hús sem voru rifin og þak fór af sumum og bílar á hvolfi og allt á floti. Það var ein á, sem er bara rétt hjá þar sem ég bý, sem að fylltist,“ segir Asra. Asra segist hafa fundið vel fyrir veðrinu í borginni. „Húsið hristist og ég var kannski bara aðallega hrædd um það að gluggarnir myndu brotna eða eitthvað svoleiðis en aðalega var þetta rosalega þung rigning,“ segir Asra. Þrátt fyrir að björgunarstarf sé enn í fullum gangi í nágrannahéruðum Tókýó er borgin að komast í samt horf. „Tókýó er þegar búin að ná sér. það er allt bara komið í eðlilegt ástand hér. Í héruðum í kringum Tókýó býst ég við að þetta taki aðeins lengri tíma,“ segir Asra. Íslendingar erlendis Japan Tengdar fréttir Búa sig undir kraftmesta fellibyl síðustu 60 ára Japanir búa sig nú undir að fellibylurinn Hagibis komi að ströndum landsins, en fellibylurinn er sá kraftmesti sem sést hefur í Japan í 60 ár. Gert er ráð fyrir að veðurofsinn skelli á landinu rétt fyrir utan Tókýó síðar í dag. 12. október 2019 09:45 Meiriháttar björgunaraðgerðir halda áfram í Japan Á annað hundruð þúsund lögreglumanna, slökkviliðsmanna, strandgæsluliða og hermanna tekur þátt í leit og björgun eftir fellibylinn Hagibis. 14. október 2019 09:40 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira
Á sjötta tug eru látnir eftir að fellibylurinn Hagibis gekk yfir stóran hluta Japans. Íslensk kona sem býr í Tókýó segir það hafa verið sérstakt að upplifa þessa milljóna manna borg nær tóma eftir að yfirvöld settu útgöngubann á, vegna stormsins. Yfirvöld í Japan meta enn eyðilegginguna sem urðu af völdum fellibylsins Hagibis sem gekk yfir Japan um helgina. Björgunarsveitir leita enn á svæðum sem urðu verst úti að eftirlifendum hamfaranna. Að minnsta kosti fimmtíu og sex létust og á annan tug er enn saknað.Asra Rán Björt Zawarty Samper býr í Tókýó og stundar þar nám.Vísir/Stöð 2Einkennilegt að sjá Tókýó nær mannlausa Íslensk kona, búsett í Tókýó segir storminn hafa haft gífurleg áhrif í borginn þrátt fyrir að fellibylurinn hafi ekki gengið þar yfir. „Það sem að var hvað helst einkennilegt var það borgin var bara lokuð, hún var bara í „lock down“ eiginlega. Það er eitthvað sem gerist bara aldrei í Tókýó,“ Asra Rán Björt Zawarty Samper, sem stundar nám þar í borg. Shinzo Abe, forsætisráðherra landsins fyrirskipaði í dag að eitt þúsund liðsmenn úr varaliði hersins mundi taka þátt í björgunarstörfum með öðrum þrjátíu þúsund hermönnum og björgunarmönnum. Tugþúsundir Japana halda til í neyðarskýlum.Hús hreinlega tættust í sundur þegar fellibylurinn gekk yfir.APHús tættust í sundur í veðurofsanum Víða í kringum höfuðborg landsins fór illa. Hús hreinlega tættust í sundur eða hrundu og bílar tókust á loft. Vindhraðinn náði að minnsta kosti 60 metrum á sekúndu á tímabili. 176 ár flutu yfir bakka sína, einkum í mið- og austurhluta landsins. „Það voru hús sem voru rifin og þak fór af sumum og bílar á hvolfi og allt á floti. Það var ein á, sem er bara rétt hjá þar sem ég bý, sem að fylltist,“ segir Asra. Asra segist hafa fundið vel fyrir veðrinu í borginni. „Húsið hristist og ég var kannski bara aðallega hrædd um það að gluggarnir myndu brotna eða eitthvað svoleiðis en aðalega var þetta rosalega þung rigning,“ segir Asra. Þrátt fyrir að björgunarstarf sé enn í fullum gangi í nágrannahéruðum Tókýó er borgin að komast í samt horf. „Tókýó er þegar búin að ná sér. það er allt bara komið í eðlilegt ástand hér. Í héruðum í kringum Tókýó býst ég við að þetta taki aðeins lengri tíma,“ segir Asra.
Íslendingar erlendis Japan Tengdar fréttir Búa sig undir kraftmesta fellibyl síðustu 60 ára Japanir búa sig nú undir að fellibylurinn Hagibis komi að ströndum landsins, en fellibylurinn er sá kraftmesti sem sést hefur í Japan í 60 ár. Gert er ráð fyrir að veðurofsinn skelli á landinu rétt fyrir utan Tókýó síðar í dag. 12. október 2019 09:45 Meiriháttar björgunaraðgerðir halda áfram í Japan Á annað hundruð þúsund lögreglumanna, slökkviliðsmanna, strandgæsluliða og hermanna tekur þátt í leit og björgun eftir fellibylinn Hagibis. 14. október 2019 09:40 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira
Búa sig undir kraftmesta fellibyl síðustu 60 ára Japanir búa sig nú undir að fellibylurinn Hagibis komi að ströndum landsins, en fellibylurinn er sá kraftmesti sem sést hefur í Japan í 60 ár. Gert er ráð fyrir að veðurofsinn skelli á landinu rétt fyrir utan Tókýó síðar í dag. 12. október 2019 09:45
Meiriháttar björgunaraðgerðir halda áfram í Japan Á annað hundruð þúsund lögreglumanna, slökkviliðsmanna, strandgæsluliða og hermanna tekur þátt í leit og björgun eftir fellibylinn Hagibis. 14. október 2019 09:40