Ekkert sem mælir gegn því að pissa í sturtu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. október 2019 18:15 Það er í góðu lagi að pissa í sturtu. vísir/getty Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi hjá Veitum, segir að vatnsskortur sé ekki algengur eða útbreiddur hér á landi enda séu Íslendingar á meðal þeirra þjóða sem hafa hvað drýgstar birgðir af drykkjarvatni. Hins vegar sé ekkert sem mæli gegn því að pissa í sturtuna eins og yfirvöld í Osló hvetja nú íbúa til þess að gera vegna þess að of mikið sé bruðlað með vatnið í borginni. Rætt var við Eirík um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að þrátt fyrir drjúgar vatnsbirgðir hér á landi væri ekki sjálfgefið að hafa aðgang að svo miklu vatni. Fara þurfi vel með vatnið og þannig væru Veitur til dæmis núna að vekja athygli á því að fara vel með heita vatnið. Aðspurður hvort það væri eitthvað sem mæli gegn því að pissa í sturtu svaraði Eiríkur neitandi. Því sem sturtað er niður úr klósettinu og það sem kemur úr sturtunni endar á sama stað. „Það sem kemur úr íbúðum fólks fer allt í hreinsistöðvarnar og þá leiðina en það er síðan yfirborðsvatnið þar sem fráveitur eru tvöfaldar að þá er það niðurföllin út í götu og niðurföll húsaniðurföll og svoleiðis það fer þá í sérstakan straum og við þurfum ekkert að vera að setja það í gegnum rándýrar hreinsistöðvar,“ sagði Eiríkur. Það skipti hins vegar máli hvað væri sett í niðurföllin úti í götu og á lóðum. „Við erum líka búin að vera að benda fólki á að klósettið er ekki ruslafata og það að hella olíum eða einhverju svoleiðis í niðurföll, það er bara glæpur,“ sagði Eiríkur. Hlusta má á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Umhverfismál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi hjá Veitum, segir að vatnsskortur sé ekki algengur eða útbreiddur hér á landi enda séu Íslendingar á meðal þeirra þjóða sem hafa hvað drýgstar birgðir af drykkjarvatni. Hins vegar sé ekkert sem mæli gegn því að pissa í sturtuna eins og yfirvöld í Osló hvetja nú íbúa til þess að gera vegna þess að of mikið sé bruðlað með vatnið í borginni. Rætt var við Eirík um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að þrátt fyrir drjúgar vatnsbirgðir hér á landi væri ekki sjálfgefið að hafa aðgang að svo miklu vatni. Fara þurfi vel með vatnið og þannig væru Veitur til dæmis núna að vekja athygli á því að fara vel með heita vatnið. Aðspurður hvort það væri eitthvað sem mæli gegn því að pissa í sturtu svaraði Eiríkur neitandi. Því sem sturtað er niður úr klósettinu og það sem kemur úr sturtunni endar á sama stað. „Það sem kemur úr íbúðum fólks fer allt í hreinsistöðvarnar og þá leiðina en það er síðan yfirborðsvatnið þar sem fráveitur eru tvöfaldar að þá er það niðurföllin út í götu og niðurföll húsaniðurföll og svoleiðis það fer þá í sérstakan straum og við þurfum ekkert að vera að setja það í gegnum rándýrar hreinsistöðvar,“ sagði Eiríkur. Það skipti hins vegar máli hvað væri sett í niðurföllin úti í götu og á lóðum. „Við erum líka búin að vera að benda fólki á að klósettið er ekki ruslafata og það að hella olíum eða einhverju svoleiðis í niðurföll, það er bara glæpur,“ sagði Eiríkur. Hlusta má á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Umhverfismál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira