Einkunnir eftir sigur gegn Andorra: Kolbeinn maður leiksins Íþróttadeild skrifar 14. október 2019 21:02 Kolbeinn skorar mark sitt í kvöld. vísir/vilhelm Kolbeinn Sigþórsson jafnaði markamet Eiðs Smára Guðjohnsen með íslenska landsliðinu gegn Andorra í kvöld. Kolbeinn var besti maður íslenska liðsins í 2-0 sigri á Andorra í undankeppni EM 2020 að mati íþróttadeildar Vísis. Kolbeinn skoraði eitt mark og var mjög líflegur í fremstu víglínu Íslands í kvöld en nokkrir voru nærri honum með sjö í einkunn. Alfreð Finnbogason náði sér ekki á strik við hlið Kolbeins í fremstu víglínunni í kvöld en hann fékk lægstu einkunn kvöldsins. Einkunnagjöf Vísis úr leiknum má sjá hér að neðan:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Hafði lítið sem ekkert að gera í markinu í dag enda sóknarleikur Androra varla til umræðu.Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 7 Átti nokkrar ferðir upp hægri kantinn og átti fína fyrirgjöf á Kolbein þegar Ísland komst yfir. Skilaði boltanum ágætlega frá sér en það reyndi lítið á hann varnarlega.Jón Guðni Fjóluson, miðvörður 6 Skilaði sínu. Lenti einu sinni í vandræðum í fyrri hálfleik þegar hann missti boltann úti við hornfána. Að öðru leyti þurfti hann litlar áhyggjur að hafa af sóknarmönnum Andorra.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Reyndi lítið á Ragnar í miðri vörninni. Átti frábæra sendingu innfyrir vörn Andorra þegar Kolbeinn kom Íslandi í 2-0. Fór meiddur af velli strax eftir annað mark Íslands.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Átti nokkrar fyrirgjafir og var duglegur að koma upp vinstri kantinn enda lítil pressa á honum í vörninni. Hornspyrnur hans sköpuðu sjaldan hættu og Ari hefur oft verið hættulegri sóknarlega en í dag.Arnór Sigurðsson, hægri kantmaður 7 Kom Íslandi í 1-0 með sínu fyrsta landsliðsmarki. Var áræðinn og gerði mjög vel í markinu þegar hann kom inn í teiginn af kantinum. Var ógnandi með hraða sínum og leikni og skilaði góðri vinnu.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Lét bæði leikmenn Andorra og dómarann fara töluvert mikið í taugarnar á sér í fyrri hálfleiknum. Hljóp mikið eins og venjulega og boltinn flaut vel í gegnum hann. Misnotaði vítaspyrnu í síðari hálfleik og átti stangarskot á lokasekúndum leiksins.Birkir Bjarnason, miðjumaður 6 Var duglegur á miðjunni og töluvert í boltanum til að byrja með. Dró aðeins af honum þegar líða fór á leikinn en hélt boltanum vel og var ekkert í því að flækja hlutina. Frammistaðan í þessum tveimur landsleikjum hlýtur að hjálpa honum í leit hans að félagsliði að leika með.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 6 Gerðist ekki mikið í kringum hann sóknarlega lengst af. Átti fínan sprett þegar Ísland fékk vítið og skilaði sinni vinnu. Vann á þegar á leið leikinn.Alfreð Finnbogason, framherji 4 Komst ekki í takt við leikinn í framlínunni og fór af velli eftir klukkutíma leik. Var lítið í boltanum en átti eitt hálffæri í fyrri hálfleik. Tengdi lítið við Kolbein í fremstu víglínu.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Skoraði seinna mark Íslands og lagði upp það fyrra. Var eins og kóngur í ríki sínu í loftinu og kláraði færið frábærlega þegar hann skoraði. Kolli er kominn nálægt sínu allra besta formi sem eru frábærar fréttir fyrir íslenska landsliðið.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson - 5 (Kom inn fyrir Alfreð Finnbogason á 64.mínútu) Kom inn í framlínuna en var ekki mikið í boltanum eftir að hann kom inná.Sverrir Ingi Ingason - 5 (Kom inn fyrir Ragnar Sigurðsson á 68.mínútu) Fór í miðja vörnina strax eftir seinna mark Íslands. Reyndi ekkert á hann þær mínútur sem hann spilaði.Emil Hallfreðsson - 5 (Kom inn fyrir Birki Bjarnason á 70.mínútu) Fékk nokkrar mínútur í dag. Var þónokkuð í boltanum og sinnti því sem þurfti að gera ágætlega. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Andorra 2-0 | Strákarnir gerðu sitt í Laugardalnum Strákarnir okkar unnu skyldusigur á Andorra í kvöld en líkur liðsins á því að komast á EM í gegnum riðlakeppnina eru nánast að engu orðnar þar sem Frakkar og Tyrkir gerðu jafntefli. 14. október 2019 21:30 Kolbeinn jafnaði markametið Kolbeinn Sigþórsson er búinn að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. 14. október 2019 20:08 Twitter eftir sigurinn: „Hamrén sáði og Hamrén uppskar“ Twitter var vel á lífi yfir landsleiknum í kvöld. 14. október 2019 20:42 Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson jafnaði markamet Eiðs Smára Guðjohnsen með íslenska landsliðinu gegn Andorra í kvöld. Kolbeinn var besti maður íslenska liðsins í 2-0 sigri á Andorra í undankeppni EM 2020 að mati íþróttadeildar Vísis. Kolbeinn skoraði eitt mark og var mjög líflegur í fremstu víglínu Íslands í kvöld en nokkrir voru nærri honum með sjö í einkunn. Alfreð Finnbogason náði sér ekki á strik við hlið Kolbeins í fremstu víglínunni í kvöld en hann fékk lægstu einkunn kvöldsins. Einkunnagjöf Vísis úr leiknum má sjá hér að neðan:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Hafði lítið sem ekkert að gera í markinu í dag enda sóknarleikur Androra varla til umræðu.Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 7 Átti nokkrar ferðir upp hægri kantinn og átti fína fyrirgjöf á Kolbein þegar Ísland komst yfir. Skilaði boltanum ágætlega frá sér en það reyndi lítið á hann varnarlega.Jón Guðni Fjóluson, miðvörður 6 Skilaði sínu. Lenti einu sinni í vandræðum í fyrri hálfleik þegar hann missti boltann úti við hornfána. Að öðru leyti þurfti hann litlar áhyggjur að hafa af sóknarmönnum Andorra.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Reyndi lítið á Ragnar í miðri vörninni. Átti frábæra sendingu innfyrir vörn Andorra þegar Kolbeinn kom Íslandi í 2-0. Fór meiddur af velli strax eftir annað mark Íslands.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Átti nokkrar fyrirgjafir og var duglegur að koma upp vinstri kantinn enda lítil pressa á honum í vörninni. Hornspyrnur hans sköpuðu sjaldan hættu og Ari hefur oft verið hættulegri sóknarlega en í dag.Arnór Sigurðsson, hægri kantmaður 7 Kom Íslandi í 1-0 með sínu fyrsta landsliðsmarki. Var áræðinn og gerði mjög vel í markinu þegar hann kom inn í teiginn af kantinum. Var ógnandi með hraða sínum og leikni og skilaði góðri vinnu.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Lét bæði leikmenn Andorra og dómarann fara töluvert mikið í taugarnar á sér í fyrri hálfleiknum. Hljóp mikið eins og venjulega og boltinn flaut vel í gegnum hann. Misnotaði vítaspyrnu í síðari hálfleik og átti stangarskot á lokasekúndum leiksins.Birkir Bjarnason, miðjumaður 6 Var duglegur á miðjunni og töluvert í boltanum til að byrja með. Dró aðeins af honum þegar líða fór á leikinn en hélt boltanum vel og var ekkert í því að flækja hlutina. Frammistaðan í þessum tveimur landsleikjum hlýtur að hjálpa honum í leit hans að félagsliði að leika með.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 6 Gerðist ekki mikið í kringum hann sóknarlega lengst af. Átti fínan sprett þegar Ísland fékk vítið og skilaði sinni vinnu. Vann á þegar á leið leikinn.Alfreð Finnbogason, framherji 4 Komst ekki í takt við leikinn í framlínunni og fór af velli eftir klukkutíma leik. Var lítið í boltanum en átti eitt hálffæri í fyrri hálfleik. Tengdi lítið við Kolbein í fremstu víglínu.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Skoraði seinna mark Íslands og lagði upp það fyrra. Var eins og kóngur í ríki sínu í loftinu og kláraði færið frábærlega þegar hann skoraði. Kolli er kominn nálægt sínu allra besta formi sem eru frábærar fréttir fyrir íslenska landsliðið.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson - 5 (Kom inn fyrir Alfreð Finnbogason á 64.mínútu) Kom inn í framlínuna en var ekki mikið í boltanum eftir að hann kom inná.Sverrir Ingi Ingason - 5 (Kom inn fyrir Ragnar Sigurðsson á 68.mínútu) Fór í miðja vörnina strax eftir seinna mark Íslands. Reyndi ekkert á hann þær mínútur sem hann spilaði.Emil Hallfreðsson - 5 (Kom inn fyrir Birki Bjarnason á 70.mínútu) Fékk nokkrar mínútur í dag. Var þónokkuð í boltanum og sinnti því sem þurfti að gera ágætlega.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Andorra 2-0 | Strákarnir gerðu sitt í Laugardalnum Strákarnir okkar unnu skyldusigur á Andorra í kvöld en líkur liðsins á því að komast á EM í gegnum riðlakeppnina eru nánast að engu orðnar þar sem Frakkar og Tyrkir gerðu jafntefli. 14. október 2019 21:30 Kolbeinn jafnaði markametið Kolbeinn Sigþórsson er búinn að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. 14. október 2019 20:08 Twitter eftir sigurinn: „Hamrén sáði og Hamrén uppskar“ Twitter var vel á lífi yfir landsleiknum í kvöld. 14. október 2019 20:42 Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Andorra 2-0 | Strákarnir gerðu sitt í Laugardalnum Strákarnir okkar unnu skyldusigur á Andorra í kvöld en líkur liðsins á því að komast á EM í gegnum riðlakeppnina eru nánast að engu orðnar þar sem Frakkar og Tyrkir gerðu jafntefli. 14. október 2019 21:30
Kolbeinn jafnaði markametið Kolbeinn Sigþórsson er búinn að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. 14. október 2019 20:08
Twitter eftir sigurinn: „Hamrén sáði og Hamrén uppskar“ Twitter var vel á lífi yfir landsleiknum í kvöld. 14. október 2019 20:42