Glæsihýsi Skúla Mogensen á Seltjarnarnesi auglýst til sölu Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. október 2019 08:07 Skjáskot af sölusíðunni sem stofnuð hefur verið utan um sjávarvilluna glæsilegu. Mynd/Skjáskot Glæsihýsi Skúla Mogensen fyrrverandi forstjóra WOW air við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi hefur verið auglýst til sölu á vefsíðunni Oceanvillaiceland.com, sem eingöngu virðist stofnuð utan um sölu hússins. Fyrst var greint frá sölunni á vef Ríkisútvarpsins. Á söluvefsíðunni, sem er á ensku, er húsið auglýst sem „ein af stórkostlegustu villum Íslands“. Glæsilegar myndir innan úr húsinu prýða síðuna og þá er sérstaklega fjallað um bæjarfélagið Seltjarnarnes sem vænlegan búsetukost á einni undirsíðunni. Arkítektar hjá Granda Studio teiknuðu húsið árið 2008 og Selma Ágústsdóttir og Gríma Björg Thorarensen sáu um innanhúshönnun. Húsið er um 600 fermetrar og þar er að finna nær allt til alls, þar á meðal tvo nuddpotta, sérstakt „moldarherbergi“ (e. mud room), líkamsræktarsal og heimabíó. Skúli keypti húsið af Eiríki Sigurðssyni, sem kenndur var við verslanir 10-11, árið 2016 og var kaupverðið á sínum tíma sagt um 300 milljónir króna. Húsið var fyrst skráð á félag í eigu Skúla en var síðar fært yfir á nafn hans. Stundin greindi frá því í desember í fyrra að Skúli hefði veðsett húsið fyrir nær 360 milljónir króna í september það ár, þegar flugfélag hans WOW air reri lífróður. Ekki kemur fram á síðu Oceanvillaiceland.com hverjir standa að sölunni og þá er kaupverð ekki heldur gefið upp. Skotsilfur Fréttablaðsins hafði eftir heimildum sínum í ágúst að ásett verð Skúla á eignina væri um 700 milljónir króna. Hús og heimili Seltjarnarnes WOW Air Tengdar fréttir Tryggingin dugði fyrir 190 milljóna kröfum Byrjað verður að greiða samþykktar kröfur á næstu dögum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Ferðamálastofu. 9. október 2019 14:53 Skúli segist hafa tapað átta milljörðum á falli WOW air Skúli Mogensen segir að hann og félög á hans vegum hafi tapað átta milljörðum króna á falli WOW Air. Hann segir að það sé fráleitt að halda því fram að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum í einu og öllu við uppbyggingu flugfélagsins og síðar við að reyna að bjarga félaginu frá falli. 19. ágúst 2019 09:40 Skúli telur ekkert óeðlilegt við að WOW air hafi leigt húsnæði fyrir hann í London Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, segir að ekkert hafi verið óeðlilegt við það að flugfélagið hafi leigt og greitt fyrir húsnæði fyrir hann í London í upphafi árs 2017. 19. ágúst 2019 10:28 Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Sjá meira
Glæsihýsi Skúla Mogensen fyrrverandi forstjóra WOW air við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi hefur verið auglýst til sölu á vefsíðunni Oceanvillaiceland.com, sem eingöngu virðist stofnuð utan um sölu hússins. Fyrst var greint frá sölunni á vef Ríkisútvarpsins. Á söluvefsíðunni, sem er á ensku, er húsið auglýst sem „ein af stórkostlegustu villum Íslands“. Glæsilegar myndir innan úr húsinu prýða síðuna og þá er sérstaklega fjallað um bæjarfélagið Seltjarnarnes sem vænlegan búsetukost á einni undirsíðunni. Arkítektar hjá Granda Studio teiknuðu húsið árið 2008 og Selma Ágústsdóttir og Gríma Björg Thorarensen sáu um innanhúshönnun. Húsið er um 600 fermetrar og þar er að finna nær allt til alls, þar á meðal tvo nuddpotta, sérstakt „moldarherbergi“ (e. mud room), líkamsræktarsal og heimabíó. Skúli keypti húsið af Eiríki Sigurðssyni, sem kenndur var við verslanir 10-11, árið 2016 og var kaupverðið á sínum tíma sagt um 300 milljónir króna. Húsið var fyrst skráð á félag í eigu Skúla en var síðar fært yfir á nafn hans. Stundin greindi frá því í desember í fyrra að Skúli hefði veðsett húsið fyrir nær 360 milljónir króna í september það ár, þegar flugfélag hans WOW air reri lífróður. Ekki kemur fram á síðu Oceanvillaiceland.com hverjir standa að sölunni og þá er kaupverð ekki heldur gefið upp. Skotsilfur Fréttablaðsins hafði eftir heimildum sínum í ágúst að ásett verð Skúla á eignina væri um 700 milljónir króna.
Hús og heimili Seltjarnarnes WOW Air Tengdar fréttir Tryggingin dugði fyrir 190 milljóna kröfum Byrjað verður að greiða samþykktar kröfur á næstu dögum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Ferðamálastofu. 9. október 2019 14:53 Skúli segist hafa tapað átta milljörðum á falli WOW air Skúli Mogensen segir að hann og félög á hans vegum hafi tapað átta milljörðum króna á falli WOW Air. Hann segir að það sé fráleitt að halda því fram að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum í einu og öllu við uppbyggingu flugfélagsins og síðar við að reyna að bjarga félaginu frá falli. 19. ágúst 2019 09:40 Skúli telur ekkert óeðlilegt við að WOW air hafi leigt húsnæði fyrir hann í London Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, segir að ekkert hafi verið óeðlilegt við það að flugfélagið hafi leigt og greitt fyrir húsnæði fyrir hann í London í upphafi árs 2017. 19. ágúst 2019 10:28 Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Sjá meira
Tryggingin dugði fyrir 190 milljóna kröfum Byrjað verður að greiða samþykktar kröfur á næstu dögum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Ferðamálastofu. 9. október 2019 14:53
Skúli segist hafa tapað átta milljörðum á falli WOW air Skúli Mogensen segir að hann og félög á hans vegum hafi tapað átta milljörðum króna á falli WOW Air. Hann segir að það sé fráleitt að halda því fram að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum í einu og öllu við uppbyggingu flugfélagsins og síðar við að reyna að bjarga félaginu frá falli. 19. ágúst 2019 09:40
Skúli telur ekkert óeðlilegt við að WOW air hafi leigt húsnæði fyrir hann í London Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, segir að ekkert hafi verið óeðlilegt við það að flugfélagið hafi leigt og greitt fyrir húsnæði fyrir hann í London í upphafi árs 2017. 19. ágúst 2019 10:28