Slá sölu á Sigurhæðum á frest til að kanna nýjar hugmyndir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. október 2019 16:23 Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Akureyrarstofu greinir frá því á Facebook-síðu sinni að bæjaryfirvöld hafi ákveðið að slá málinu á frest því fram hefðu komið hugmyndir um notkun hússins sem áður höfðu ekki verið kannaðar. Þórgnýr Dýrfjörð Þegar Akureyrarstofa og Akureyrarbær greindu frá því í upphafi mánaðarins að stefnt væri að því að selja Sigurhæðir, sögufrægt hús Matthíasar Jochumssonar, spunnust heitar umræður á meðal bæjarbúa norðan heiða. Ljóst var að fjölmargir bera taugar þjóðskáldsins og hússins. Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Akureyrarstofu greinir frá því á Facebook-síðu sinni að bæjaryfirvöld hafi ákveðið að slá málinu á frest því fram hefðu komið hugmyndir um notkun hússins sem áður höfðu ekki verið kannaðar. Starfsmönnum Akureyrarstofu hefur verið falið að kanna hvort þar sé um raunhæfa kosti að ræða. Sjá nánar: Stefna að því að selja Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar „Á Akureyri eru einnig rekin skáldahús Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi og Nonnahús Jóns Sveinssonar. Um margra ára skeið hefur Akureyrarbær bent á það óréttlæti að ríkið veiti rekstri skáldahúsanna á Akureyri engan fjárstuðning, ólíkt öðrum skáldahúsum t.d. Skriðuklaustri, Snorrastofu, Gljúfrasteini og Þórbergssetri. Þess má geta að Akureyrarbær á fleiri sögufræg hús að auki: Samkomuhúsið, Gamla spítala, Laxdalshús, Friðbjarnarhús og Hús Hákarla Jörundar og Ölduhús sem bæði eru í Hrísey,“ segir Hilda Jana. Hilda Jana Gísladóttir segir að ósanngjarnt sé að ætlast til þess að skattgreiðendur á Akureyri standi einir straum af þeim kostnaði að varðveita menningararf þjóðarinnar og halda á lofti minningu þjóðskáldanna. Akureyrarstofa hafi í samráði við Minjasafnið á Akureyri ákveðið að forgangsraða verkefnum skáldahúsa bæjarins og einbeita sér að því að skapa líf í Nonnahúsi og í Davíðshúsi. Sigurhæðir hafi ekki verið rekið sem skáldahús síðan haustið 2016 og staðið autt frá miðju ári 2017. Bæjaryfirvöld töldu fullreynt að fá fjármagn frá ríkinu til að reka Sigurhæðir sem skáldahús auk þess sem ekki hafi gengið að finna húsinu annað hlutverk. Hilda Jana segir að því hafi bæjaryfirvöld talið rétt að kanna hvort húsinu væri betur borgið með því að selja það. „Húsið sjálft væri áfram friðað á sínum stað, en í eigu annarra gæti kviknað þar líf, enda dapurlegt ef húsið stæði tómt í mörg ár til viðbótar.“ Hilda Jana segir að besti kosturinn í stöðunni væri að mennta- og menningarmálaráðuneytið myndi veita Akureyrarbæ fjárveitingu til að reka skáldahúsið. „Það er ósanngjarnt að ætlast til þess að skattgreiðendur á Akureyri standi einir straum af þeim kostnaði að varðveita menningararf þjóðarinnar og halda á lofti minningu þjóðskáldanna. Það myndi engum detta í hug að skattgreiðendur í Mosfellsbæ ættu einir að reka Gljúfrastein til minningar um nóbelskáldið Halldór Laxness, hvers vegna á það sama ekki við hér á Akureyri?“ spyr Hilda Jana Gísladóttir. Akureyri Bókmenntir Menning Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Þegar Akureyrarstofa og Akureyrarbær greindu frá því í upphafi mánaðarins að stefnt væri að því að selja Sigurhæðir, sögufrægt hús Matthíasar Jochumssonar, spunnust heitar umræður á meðal bæjarbúa norðan heiða. Ljóst var að fjölmargir bera taugar þjóðskáldsins og hússins. Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Akureyrarstofu greinir frá því á Facebook-síðu sinni að bæjaryfirvöld hafi ákveðið að slá málinu á frest því fram hefðu komið hugmyndir um notkun hússins sem áður höfðu ekki verið kannaðar. Starfsmönnum Akureyrarstofu hefur verið falið að kanna hvort þar sé um raunhæfa kosti að ræða. Sjá nánar: Stefna að því að selja Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar „Á Akureyri eru einnig rekin skáldahús Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi og Nonnahús Jóns Sveinssonar. Um margra ára skeið hefur Akureyrarbær bent á það óréttlæti að ríkið veiti rekstri skáldahúsanna á Akureyri engan fjárstuðning, ólíkt öðrum skáldahúsum t.d. Skriðuklaustri, Snorrastofu, Gljúfrasteini og Þórbergssetri. Þess má geta að Akureyrarbær á fleiri sögufræg hús að auki: Samkomuhúsið, Gamla spítala, Laxdalshús, Friðbjarnarhús og Hús Hákarla Jörundar og Ölduhús sem bæði eru í Hrísey,“ segir Hilda Jana. Hilda Jana Gísladóttir segir að ósanngjarnt sé að ætlast til þess að skattgreiðendur á Akureyri standi einir straum af þeim kostnaði að varðveita menningararf þjóðarinnar og halda á lofti minningu þjóðskáldanna. Akureyrarstofa hafi í samráði við Minjasafnið á Akureyri ákveðið að forgangsraða verkefnum skáldahúsa bæjarins og einbeita sér að því að skapa líf í Nonnahúsi og í Davíðshúsi. Sigurhæðir hafi ekki verið rekið sem skáldahús síðan haustið 2016 og staðið autt frá miðju ári 2017. Bæjaryfirvöld töldu fullreynt að fá fjármagn frá ríkinu til að reka Sigurhæðir sem skáldahús auk þess sem ekki hafi gengið að finna húsinu annað hlutverk. Hilda Jana segir að því hafi bæjaryfirvöld talið rétt að kanna hvort húsinu væri betur borgið með því að selja það. „Húsið sjálft væri áfram friðað á sínum stað, en í eigu annarra gæti kviknað þar líf, enda dapurlegt ef húsið stæði tómt í mörg ár til viðbótar.“ Hilda Jana segir að besti kosturinn í stöðunni væri að mennta- og menningarmálaráðuneytið myndi veita Akureyrarbæ fjárveitingu til að reka skáldahúsið. „Það er ósanngjarnt að ætlast til þess að skattgreiðendur á Akureyri standi einir straum af þeim kostnaði að varðveita menningararf þjóðarinnar og halda á lofti minningu þjóðskáldanna. Það myndi engum detta í hug að skattgreiðendur í Mosfellsbæ ættu einir að reka Gljúfrastein til minningar um nóbelskáldið Halldór Laxness, hvers vegna á það sama ekki við hér á Akureyri?“ spyr Hilda Jana Gísladóttir.
Akureyri Bókmenntir Menning Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira