Þetta kemur fram á heimasíðu Start en með liðinu leikur Fjölnismaðurinn Aron Sigurðarson. Jóhannes Harðarson er svo þjálfari liðsins en hann tók við liðinu í upphafi tímabilsins.
Jóhannes segir að báðir strákarnir séu spennandi en þetta sé liður í því að vera í meiri og betri sambandi við liðin á Íslandi. Sjá hvaða efniviður er þar.
To unge islendinger viste seg frem under dagens internkamp.
Joey forklarer hvem de er, hva han fikk ut av internkampen og hvordan dagens dommer, materialforvalter Rune Hægeland, klarte seg...https://t.co/m1QoZpsYwz#ikstart
— IK Start (@ikstart) October 15, 2019
Helgi er leikmaður Víkings en hann samdi við Víkinga eftir að hafa orðið markahæstur með uppeldisfélaginu Fram í Inkasso-deildinni í sumar.
Bjarki Steinn er á mála hjá Skagamönnum en hann skoraði þrjú mörk í 20 leikjum í sumar. Hann er með samning við ÍA til ársins 2021 en hann gerði nýjan samning í sumar.