Þjálfari Búlgara biður enska landsliðið afsökunar Arnar Geir Halldórsson skrifar 16. október 2019 10:00 Balakov ræðir við Sterling vísir/getty Krasimir Balakov, landsliðsþjálfari Búlgaríu, sendi frá sér yfirlýsingu í morgun í kjölfar leiksins gegn Englandi í undankeppni EM 2020 á dögunum. Þar biður hann meðal annars ensku landsliðsmennina afsökunar á hegðun stuðningsmanna Búlgara. „Ég fordæmi hvers kyns rasisma skilyrðislaust og lít á það sem óásættanlega hegðun í mannlegum samskiptum. Fordómar ættu að vera grafðir djúpt í okkar fortíð og enginn ætti nokkurn tímann að þurfa að upplifa kynþáttafordóma. Ég hef þjálfað mörg búlgörsk lið sem hafa haft leikmenn af ólíkum kynþáttum og hef aldrei dæmt menn eftir því.“ „Ummæli mín í aðdraganda leiksins, að Búlgarir ættu ekki í vandræðum með rasisma, voru byggð á því að þetta hefur ekki verið vandamál í búlgörsku úrvalsdeildinni. Stærstur hluti stuðningsmanna tekur ekki þátt í þessu og ég trúi því að svo hafi líka verið gegn Englandi,“ segir Balakov. Balakov hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð sín í viðtölum eftir leikinn en hann segir ummæli sín hafa verið tekin algjörlega úr samhengi. Hefur hann í kjölfarið mátt þola persónuárásir, meðal annars á samfélagsmiðlum. „Eitt þarf að vera algjörlega á hreinu að ég bið leikmenn enska landsliðsins innilegrar afsökunar. Á sama tíma vil ég koma því á framfæri að hatursfull ummæli í minn garð á samfélagsmiðlum verða ekki liðin. Orð mín eftir leikinn hafa verið tekin algjörlega úr samhengi og ég neyðist til að grípa til lagalegra úrræða ef þessum árásum linnir ekki,“ segir einnig í yfirlýsingu Balakov sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan. Búlgaría EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Segir að rasismi sé meira vandamál á Englandi en í Búlgaríu Krasimir Balakov, þjálfari búlgarska landsliðsins, er ekki ánægður með ummæli Gareth Southgate og segir að rasismi sé ekki vandamál í Búlgaríu. 14. október 2019 11:00 Þjálfari Búlgaríu skaut föstum skotum á stuðningsmenn Englands Krasimir Balakov, þjálfari Búlgaríu, lét gamminn geisa er hann ræddi við fjölmiðla eftir 6-0 tapið gegn Englandi í gærkvöldi. 15. október 2019 12:00 Þjálfari Búlgaríu kannast ekkert við rasíska söngva: „Ég heyrði ekkert“ Krasimir Balakov, þjálfari búlgarska landsliðsins, segist ekki hafa heyrt rasíska söngva á pöllunum er Búlgaría tapaði 6-0 fyrir Englandi í undankeppni EM. 15. október 2019 08:30 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Krasimir Balakov, landsliðsþjálfari Búlgaríu, sendi frá sér yfirlýsingu í morgun í kjölfar leiksins gegn Englandi í undankeppni EM 2020 á dögunum. Þar biður hann meðal annars ensku landsliðsmennina afsökunar á hegðun stuðningsmanna Búlgara. „Ég fordæmi hvers kyns rasisma skilyrðislaust og lít á það sem óásættanlega hegðun í mannlegum samskiptum. Fordómar ættu að vera grafðir djúpt í okkar fortíð og enginn ætti nokkurn tímann að þurfa að upplifa kynþáttafordóma. Ég hef þjálfað mörg búlgörsk lið sem hafa haft leikmenn af ólíkum kynþáttum og hef aldrei dæmt menn eftir því.“ „Ummæli mín í aðdraganda leiksins, að Búlgarir ættu ekki í vandræðum með rasisma, voru byggð á því að þetta hefur ekki verið vandamál í búlgörsku úrvalsdeildinni. Stærstur hluti stuðningsmanna tekur ekki þátt í þessu og ég trúi því að svo hafi líka verið gegn Englandi,“ segir Balakov. Balakov hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð sín í viðtölum eftir leikinn en hann segir ummæli sín hafa verið tekin algjörlega úr samhengi. Hefur hann í kjölfarið mátt þola persónuárásir, meðal annars á samfélagsmiðlum. „Eitt þarf að vera algjörlega á hreinu að ég bið leikmenn enska landsliðsins innilegrar afsökunar. Á sama tíma vil ég koma því á framfæri að hatursfull ummæli í minn garð á samfélagsmiðlum verða ekki liðin. Orð mín eftir leikinn hafa verið tekin algjörlega úr samhengi og ég neyðist til að grípa til lagalegra úrræða ef þessum árásum linnir ekki,“ segir einnig í yfirlýsingu Balakov sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.
Búlgaría EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Segir að rasismi sé meira vandamál á Englandi en í Búlgaríu Krasimir Balakov, þjálfari búlgarska landsliðsins, er ekki ánægður með ummæli Gareth Southgate og segir að rasismi sé ekki vandamál í Búlgaríu. 14. október 2019 11:00 Þjálfari Búlgaríu skaut föstum skotum á stuðningsmenn Englands Krasimir Balakov, þjálfari Búlgaríu, lét gamminn geisa er hann ræddi við fjölmiðla eftir 6-0 tapið gegn Englandi í gærkvöldi. 15. október 2019 12:00 Þjálfari Búlgaríu kannast ekkert við rasíska söngva: „Ég heyrði ekkert“ Krasimir Balakov, þjálfari búlgarska landsliðsins, segist ekki hafa heyrt rasíska söngva á pöllunum er Búlgaría tapaði 6-0 fyrir Englandi í undankeppni EM. 15. október 2019 08:30 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Segir að rasismi sé meira vandamál á Englandi en í Búlgaríu Krasimir Balakov, þjálfari búlgarska landsliðsins, er ekki ánægður með ummæli Gareth Southgate og segir að rasismi sé ekki vandamál í Búlgaríu. 14. október 2019 11:00
Þjálfari Búlgaríu skaut föstum skotum á stuðningsmenn Englands Krasimir Balakov, þjálfari Búlgaríu, lét gamminn geisa er hann ræddi við fjölmiðla eftir 6-0 tapið gegn Englandi í gærkvöldi. 15. október 2019 12:00
Þjálfari Búlgaríu kannast ekkert við rasíska söngva: „Ég heyrði ekkert“ Krasimir Balakov, þjálfari búlgarska landsliðsins, segist ekki hafa heyrt rasíska söngva á pöllunum er Búlgaría tapaði 6-0 fyrir Englandi í undankeppni EM. 15. október 2019 08:30