Horfði tignarlegur á sjóndeildarhringinn og inn í framtíðina Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2019 10:45 Kim á leið upp Paektu á fáki sínum. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður hafa klifið fjallið Paektu á hvítum hesti, og það án húfu. Fjallið er það hæsta í Norður-Kóreu, 2.750 metrar, og þykir helgur staður. Fyrsti konungur Kóreuskagans er sagður hafa fæðst á fjallinu en faðir Kim á einnig að hafa fæðst þar, undir tvöföldum regnboga. Í frétt á vef KCNA, opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu, segir að æðstu meðlimir ríkisstjórnar hans hefðu verið með honum í för. Þar segir einnig að á toppi fjallsins hafi Kim átt tilfinningaþrungna stund þar sem hann hugsaði út í erfiða baráttu hans með því markmiði að byggja öflugt ríki sem standi jafn styrkum fótum og fjallið sjálft. Þar segir einnig að Kim hafi verið einstaklega tignarlegur þegar hann horfði á sjóndeildarhringinn og inn í framtíðina þar sem Norður-Kórea hefur náð velmegun á eigin verðleikum.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kim á að hafa klifið Paektu en það gerði hann einnig árið 2017. Þá var hann klæddur lakkskóm og frakka og átti að hafa gengið upp fjallið í fylgd hermanna.AP/KCNAÁ meðan Kim horfði tignarlega á sjóndeildarhringinn fylltust meðlimir ríkisstjórnarinnar gleði og voru sannfærðir um að brátt myndi Norður-Kórea vinna stórmerki í þágu byltingarinnar og valda heiminum undrun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kim á að hafa klifið Paektu en það gerði hann einnig árið 2017. Þá var hann klæddur lakkskóm og frakka og átti að hafa gengið upp fjallið í fylgd hermanna.Samkvæmt BBC segja sérfræðingar að ferðalög sem þessi marki iðulega stórar yfirlýsingar frá Norður-Kóreu. Síðasta lína fréttar KCNA gefur til kynna að eitthvað sé til í þeim vangaveltum.Ekkert virðist ganga í viðræðum á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna varðandi kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir einræðisríkisins. Mögulegt þykir að Kim muni tilkynna að tilraunir með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar muni hefjast að nýju. Kim hefur krafist þess að losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en hann tekur skref í að losa sig við kjarnorkuvopn sín. Bandaríkin vilja hins vegar ekki létta á þrýstingi á Norður-Kóreu fyrr en Kim grípur til aðgerða. Hvítir hestar eru ákveðið áróðurstákn Kim-fjölskyldunnar, samkvæmt AP fréttaveitunni, og hafa fjölmiðlar einræðisríkisins sýnt Kim, systur hans og föður á baki hvítra hesta. Rekja má táknið aftur til Kim Il Sung, afa Kim, sem var sagður hafa barist gegn Japönum á hvítum hesti.Kim á toppi Paektu.AP/KCNA Norður-Kórea Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður hafa klifið fjallið Paektu á hvítum hesti, og það án húfu. Fjallið er það hæsta í Norður-Kóreu, 2.750 metrar, og þykir helgur staður. Fyrsti konungur Kóreuskagans er sagður hafa fæðst á fjallinu en faðir Kim á einnig að hafa fæðst þar, undir tvöföldum regnboga. Í frétt á vef KCNA, opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu, segir að æðstu meðlimir ríkisstjórnar hans hefðu verið með honum í för. Þar segir einnig að á toppi fjallsins hafi Kim átt tilfinningaþrungna stund þar sem hann hugsaði út í erfiða baráttu hans með því markmiði að byggja öflugt ríki sem standi jafn styrkum fótum og fjallið sjálft. Þar segir einnig að Kim hafi verið einstaklega tignarlegur þegar hann horfði á sjóndeildarhringinn og inn í framtíðina þar sem Norður-Kórea hefur náð velmegun á eigin verðleikum.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kim á að hafa klifið Paektu en það gerði hann einnig árið 2017. Þá var hann klæddur lakkskóm og frakka og átti að hafa gengið upp fjallið í fylgd hermanna.AP/KCNAÁ meðan Kim horfði tignarlega á sjóndeildarhringinn fylltust meðlimir ríkisstjórnarinnar gleði og voru sannfærðir um að brátt myndi Norður-Kórea vinna stórmerki í þágu byltingarinnar og valda heiminum undrun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kim á að hafa klifið Paektu en það gerði hann einnig árið 2017. Þá var hann klæddur lakkskóm og frakka og átti að hafa gengið upp fjallið í fylgd hermanna.Samkvæmt BBC segja sérfræðingar að ferðalög sem þessi marki iðulega stórar yfirlýsingar frá Norður-Kóreu. Síðasta lína fréttar KCNA gefur til kynna að eitthvað sé til í þeim vangaveltum.Ekkert virðist ganga í viðræðum á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna varðandi kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir einræðisríkisins. Mögulegt þykir að Kim muni tilkynna að tilraunir með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar muni hefjast að nýju. Kim hefur krafist þess að losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en hann tekur skref í að losa sig við kjarnorkuvopn sín. Bandaríkin vilja hins vegar ekki létta á þrýstingi á Norður-Kóreu fyrr en Kim grípur til aðgerða. Hvítir hestar eru ákveðið áróðurstákn Kim-fjölskyldunnar, samkvæmt AP fréttaveitunni, og hafa fjölmiðlar einræðisríkisins sýnt Kim, systur hans og föður á baki hvítra hesta. Rekja má táknið aftur til Kim Il Sung, afa Kim, sem var sagður hafa barist gegn Japönum á hvítum hesti.Kim á toppi Paektu.AP/KCNA
Norður-Kórea Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira