Greiðslur úr ábyrgðasjóði launa til fyrrverandi WOW starfsmanna hafnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. október 2019 19:30 Greiðslur úr ábyrgðasjóði launa til fyrrverandi starfsmanna WOW-air hófust á dögunum. Búið er að greiða starfsmönnum BHM og er unnið að því að greiða flugstjórum og flugmönnum. Gert er ráð fyrir að greiðslur úr sjóðnum nemi 2,3 milljörðum í ár. Afgreiðsla krafnanna er háð því hvenær umsögn skiptastjóra berst Ábyrgðasjóðnum. Hver krafa er einstaklingsbundinn réttur og þarf því að reikna og meta hverja kröfu fyrir sig. „Við erum búin að fá frá BHM og afgreiða þær en þær voru bara sautján og næsti bunki eru flugstjórarnir og flugmennirnir og það er í kring um tvö hundruð,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Þegar hafi einhverjir úr þeim hópi fengið greitt. Hámarksgreiðslur úr ábyrgðasjóðnum eru 633 þúsund krónur á mánuði. Unnur segir að staða sjóðsins sé góð eftir góðæri síðustu ára en vegna þessara greiðslna breytist staðan hratt. Gert sé ráð fyrir að greiðslur úr sjóðnum nemi 2,3 milljörðum í ár. „Það er mun meira en við gerðum ráð fyrir. Í fyrra voru greiddar um 850 milljónir úr sjóðnum þannig þetta er allt önnur fjárhæð en spár okkar gerðu ráð fyrir,“ segir Unnur. Allir sem eigi rétt á greiðslum, fái greitt. „Þetta er náttúrulega ríkisstyrkt af tryggingagjaldi og ríkissjóði.“ Þá segir Unnur misjafnt eftir stéttarfélögum hvenær starfsmenn fái greitt. Hægt sé að fylgjast með á heimasíðu stofnunarinnar. „Ég býst ekki við að öllum málum verði lokð fyrr en síðs sumar á næsta ári,“ segir Unnur. Fréttir af flugi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Launakröfur WOW starfsmanna á fjórða milljarð Fyrrverandi starfsmenn WOW air hafa gert launakröfur í þrotabú flugfélagsins fyrir á þriðja milljarð króna. Kröfulýsingafrestur rennur út á miðnætti en ljóst er að heildarupphæð krafna í þrotabúið mun hlaupa á tugum milljarða króna. 3. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Greiðslur úr ábyrgðasjóði launa til fyrrverandi starfsmanna WOW-air hófust á dögunum. Búið er að greiða starfsmönnum BHM og er unnið að því að greiða flugstjórum og flugmönnum. Gert er ráð fyrir að greiðslur úr sjóðnum nemi 2,3 milljörðum í ár. Afgreiðsla krafnanna er háð því hvenær umsögn skiptastjóra berst Ábyrgðasjóðnum. Hver krafa er einstaklingsbundinn réttur og þarf því að reikna og meta hverja kröfu fyrir sig. „Við erum búin að fá frá BHM og afgreiða þær en þær voru bara sautján og næsti bunki eru flugstjórarnir og flugmennirnir og það er í kring um tvö hundruð,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Þegar hafi einhverjir úr þeim hópi fengið greitt. Hámarksgreiðslur úr ábyrgðasjóðnum eru 633 þúsund krónur á mánuði. Unnur segir að staða sjóðsins sé góð eftir góðæri síðustu ára en vegna þessara greiðslna breytist staðan hratt. Gert sé ráð fyrir að greiðslur úr sjóðnum nemi 2,3 milljörðum í ár. „Það er mun meira en við gerðum ráð fyrir. Í fyrra voru greiddar um 850 milljónir úr sjóðnum þannig þetta er allt önnur fjárhæð en spár okkar gerðu ráð fyrir,“ segir Unnur. Allir sem eigi rétt á greiðslum, fái greitt. „Þetta er náttúrulega ríkisstyrkt af tryggingagjaldi og ríkissjóði.“ Þá segir Unnur misjafnt eftir stéttarfélögum hvenær starfsmenn fái greitt. Hægt sé að fylgjast með á heimasíðu stofnunarinnar. „Ég býst ekki við að öllum málum verði lokð fyrr en síðs sumar á næsta ári,“ segir Unnur.
Fréttir af flugi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Launakröfur WOW starfsmanna á fjórða milljarð Fyrrverandi starfsmenn WOW air hafa gert launakröfur í þrotabú flugfélagsins fyrir á þriðja milljarð króna. Kröfulýsingafrestur rennur út á miðnætti en ljóst er að heildarupphæð krafna í þrotabúið mun hlaupa á tugum milljarða króna. 3. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Launakröfur WOW starfsmanna á fjórða milljarð Fyrrverandi starfsmenn WOW air hafa gert launakröfur í þrotabú flugfélagsins fyrir á þriðja milljarð króna. Kröfulýsingafrestur rennur út á miðnætti en ljóst er að heildarupphæð krafna í þrotabúið mun hlaupa á tugum milljarða króna. 3. ágúst 2019 21:00