Lítur út eins og sveppur en hagar sér eins og dýr Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2019 15:02 Blob í sínu náttúrulega umhverfi. Vísir/Parc Xoologique de Paris Dýragarður í París mun um helgina opna nýja sýningu þar sem gestir munu geta virt undarlega lífveru fyrir sér. Um er að ræða gulan einfrumung sem lítur út eins og sveppur en hagar sér eins og dýr. Vísindamenn kalla dýrið/sveppinn blob og er nafnið tilkomið vegna skrímslis kvikmyndar frá 1958 sem gengur undir sama nafni.Þrátt fyrir að blob hafi hvorki munn, nef, maga né augu, getur það greind mat, elt hann uppi, borðað hann og melt hann. Blob hreyfir sig án fóta, um fjóra sentímetra á klukkustund, og getur læknað sig á tveimur mínútum ef það er skorið í tvennt. Þá eru kyn blobsins 720 talsins. Í viðtali við Reuters segir Bruno David, framkvæmdastjóri Paris Museum of Natural History, og þar með dýragarðsins einnig, að Blob sé einn af leyndardómum náttúrunnar. „Það kemur okkur á óvart því það er ekki með heila en getur lært,“ sagði hann. David sagði einnig að ef þú sameinar tvö blob færi það sem hafi lært vitneskju sína til hins. „Við vitum fyrir víst að þetta er ekki planta en við vitum í rauninni ekki hvort þetta er dýr eða sveppur.“CNN segir vísindamenn telja að blob séu um eins milljarðs ára gömul en lífverurnar hafi ekki fangað athylgi mannsins fyrr en árið 1973. Þá hafi kona í Texas uppgötvað gula lífveru sem óx ógnvænlega hratt í bakgarði hennar. Það blob dó hins vegar mjög fljótt. Árið 2016 birtist hins vegar grein í Proceedings of the Royal Society þar sem fram kom að blob gæti lært að hunsa eitruð efni og munað lærdóm sinni í allt að ár. Hér að neðan má sjá myndband þar sem David útskýrir nánar hvernig blob lærir, hvernig það fari í gegnum völundarhús og ýmislegt fleira.A Paris zoo has unveiled a mysterious new organism which they call a 'blob.' The yellowish unicellular living being looks like a fungus but acts like an animal https://t.co/ukj0mgqf9a pic.twitter.com/DVaR3RdqXZ— Reuters Top News (@Reuters) October 17, 2019 Dýr Frakkland Vísindi Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Dýragarður í París mun um helgina opna nýja sýningu þar sem gestir munu geta virt undarlega lífveru fyrir sér. Um er að ræða gulan einfrumung sem lítur út eins og sveppur en hagar sér eins og dýr. Vísindamenn kalla dýrið/sveppinn blob og er nafnið tilkomið vegna skrímslis kvikmyndar frá 1958 sem gengur undir sama nafni.Þrátt fyrir að blob hafi hvorki munn, nef, maga né augu, getur það greind mat, elt hann uppi, borðað hann og melt hann. Blob hreyfir sig án fóta, um fjóra sentímetra á klukkustund, og getur læknað sig á tveimur mínútum ef það er skorið í tvennt. Þá eru kyn blobsins 720 talsins. Í viðtali við Reuters segir Bruno David, framkvæmdastjóri Paris Museum of Natural History, og þar með dýragarðsins einnig, að Blob sé einn af leyndardómum náttúrunnar. „Það kemur okkur á óvart því það er ekki með heila en getur lært,“ sagði hann. David sagði einnig að ef þú sameinar tvö blob færi það sem hafi lært vitneskju sína til hins. „Við vitum fyrir víst að þetta er ekki planta en við vitum í rauninni ekki hvort þetta er dýr eða sveppur.“CNN segir vísindamenn telja að blob séu um eins milljarðs ára gömul en lífverurnar hafi ekki fangað athylgi mannsins fyrr en árið 1973. Þá hafi kona í Texas uppgötvað gula lífveru sem óx ógnvænlega hratt í bakgarði hennar. Það blob dó hins vegar mjög fljótt. Árið 2016 birtist hins vegar grein í Proceedings of the Royal Society þar sem fram kom að blob gæti lært að hunsa eitruð efni og munað lærdóm sinni í allt að ár. Hér að neðan má sjá myndband þar sem David útskýrir nánar hvernig blob lærir, hvernig það fari í gegnum völundarhús og ýmislegt fleira.A Paris zoo has unveiled a mysterious new organism which they call a 'blob.' The yellowish unicellular living being looks like a fungus but acts like an animal https://t.co/ukj0mgqf9a pic.twitter.com/DVaR3RdqXZ— Reuters Top News (@Reuters) October 17, 2019
Dýr Frakkland Vísindi Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira