Úrræðaleysi fyrir hættulega afbrotamenn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. október 2019 19:33 Félagsmálaráðherra segir að bregðast þurfi hratt við úrræðaleysi fyrir hóp manna sem taldir eru hættulegir en ganga lausir í samfélaginu. Um sé að ræða 10-12 manna hóp. Einn úr hópnum er nú í gæsluvarðahaldi grunaður um tilraun til manndráps á kærustu sinni. Í síðustu viku var karlmaður á fertugsaldri úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi sem átti sér stað í úrræði fyrir fíkla úti á Granda. Maðurinn hefur margoft komið við sögu lögreglu og hlotið dóma fyrir ofbeldisbrot. Hann losnaði úr fangelsi síðast í sumar og herma heimildir fréttastofu að miklar áhyggjur hafi verið innan Fangelsismálastofnunar vegna úrræðaleysis fyrir manninn, sem talinn er hættulegur sjálfum sér og öðrum. Heimildir fréttastofu herma að annar fangi, sem einnig er talinn hættulegur, ljúki afplánun í lok mánaðarins. Aftur séu þungar áhyggjur uppi. Félagsmálaráðherra segir að hafin sé vinna milli hans ráðuneytis, dómamálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins, til að bregðast við þessum vanda. Skoða þurfi ný úrræði fyrir fólk sem talið er hættulegt sjálfum sér eða öðrum. Það séu fleiri en fyrrverandi fangar í þessum hópi sem sé þó fámennur. Þá sé málið viðkvæmt. „Ef það þarf að skipuleggja þjónustu sem felur í einhverju leiti í sér ferðasviptingar eða frelsissviptingar þá erum við komin að grundvallarspurningum, bæði sem samfélag og alþjóðaskuldbindingar sem við höfum,“ segir Ásmundur Einar. Því sé mikilvægt að vandað sé til verka. Eins og staðan er í dag heyrir hópurinn undir félagsþjónustu sveitarfélaga. Meðal þess sem er til skoðunar er hvort ríkið eigi frekar að þjónusta hópinn. „Við erum að tala um kannski 10-12 á ári þannig kannski er eðlilegra að ríkisvaldið sjái um og skipuleggi þjónustu fyrir þessa einstaklinga.“ Hann hefur áhyggjur af stöðunni eins og hún er í dag og því þurfi að bregðast hratt við. Líklega þurfi að koma til lagasetning. „Þetta eru oft og tíðum einstaklingar sem hafa lokið sinni afplánun samkvæmt dómi og það er viðkvæmt hvernig við grípum inn í sem samfélag en við ætlum okkur í þessa vinnu og það er áskorun.“ Fangelsismál Tengdar fréttir Hafa áður lýst yfir áhyggjum af manninum sem nú er í varðhaldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi, grunaður um tilraun til manndráps á unnustu sinni, er einn þeirra sem fangelsisyfirvöld hafa lýst yfir miklum áhyggjum af vegna úrræðaleysis þegar þeir losna úr fangelsi. 9. október 2019 20:33 Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. 8. október 2019 18:30 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Félagsmálaráðherra segir að bregðast þurfi hratt við úrræðaleysi fyrir hóp manna sem taldir eru hættulegir en ganga lausir í samfélaginu. Um sé að ræða 10-12 manna hóp. Einn úr hópnum er nú í gæsluvarðahaldi grunaður um tilraun til manndráps á kærustu sinni. Í síðustu viku var karlmaður á fertugsaldri úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi sem átti sér stað í úrræði fyrir fíkla úti á Granda. Maðurinn hefur margoft komið við sögu lögreglu og hlotið dóma fyrir ofbeldisbrot. Hann losnaði úr fangelsi síðast í sumar og herma heimildir fréttastofu að miklar áhyggjur hafi verið innan Fangelsismálastofnunar vegna úrræðaleysis fyrir manninn, sem talinn er hættulegur sjálfum sér og öðrum. Heimildir fréttastofu herma að annar fangi, sem einnig er talinn hættulegur, ljúki afplánun í lok mánaðarins. Aftur séu þungar áhyggjur uppi. Félagsmálaráðherra segir að hafin sé vinna milli hans ráðuneytis, dómamálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins, til að bregðast við þessum vanda. Skoða þurfi ný úrræði fyrir fólk sem talið er hættulegt sjálfum sér eða öðrum. Það séu fleiri en fyrrverandi fangar í þessum hópi sem sé þó fámennur. Þá sé málið viðkvæmt. „Ef það þarf að skipuleggja þjónustu sem felur í einhverju leiti í sér ferðasviptingar eða frelsissviptingar þá erum við komin að grundvallarspurningum, bæði sem samfélag og alþjóðaskuldbindingar sem við höfum,“ segir Ásmundur Einar. Því sé mikilvægt að vandað sé til verka. Eins og staðan er í dag heyrir hópurinn undir félagsþjónustu sveitarfélaga. Meðal þess sem er til skoðunar er hvort ríkið eigi frekar að þjónusta hópinn. „Við erum að tala um kannski 10-12 á ári þannig kannski er eðlilegra að ríkisvaldið sjái um og skipuleggi þjónustu fyrir þessa einstaklinga.“ Hann hefur áhyggjur af stöðunni eins og hún er í dag og því þurfi að bregðast hratt við. Líklega þurfi að koma til lagasetning. „Þetta eru oft og tíðum einstaklingar sem hafa lokið sinni afplánun samkvæmt dómi og það er viðkvæmt hvernig við grípum inn í sem samfélag en við ætlum okkur í þessa vinnu og það er áskorun.“
Fangelsismál Tengdar fréttir Hafa áður lýst yfir áhyggjum af manninum sem nú er í varðhaldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi, grunaður um tilraun til manndráps á unnustu sinni, er einn þeirra sem fangelsisyfirvöld hafa lýst yfir miklum áhyggjum af vegna úrræðaleysis þegar þeir losna úr fangelsi. 9. október 2019 20:33 Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. 8. október 2019 18:30 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Hafa áður lýst yfir áhyggjum af manninum sem nú er í varðhaldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi, grunaður um tilraun til manndráps á unnustu sinni, er einn þeirra sem fangelsisyfirvöld hafa lýst yfir miklum áhyggjum af vegna úrræðaleysis þegar þeir losna úr fangelsi. 9. október 2019 20:33
Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. 8. október 2019 18:30