Glæpamenn þvinguðu lögregluþjóna til að sleppa syni El Chapo Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2019 10:07 Um niðurlægjandi ósigur fyrir ríkisstjórn Mexíkó er um að ræða. EPA/LUIS GERARDO MAGANA Þungvopnaðir meðlimir glæpasamtaka umkringdu öryggissveitir í borginni Culiacan í Mexíkó í gær og tókst þeim að þvinga lögreglu til að sleppa syni glæpaforingjans El Chapo úr haldi. Gífurleg óreiða ríkti í borginni í gær og eitthvað fram á nótt. Alfonso Durazo, öryggisráðherra Mexíkó, sagði í sjónvarpsávarpi að skotið hafi verið á öryggissveitir frá tilteknu húsi í borginni. Þegar farið var inn í húsið fannst Ovidio Guzman þar, auk þriggja annarra manna, en hann er meðal annars sakaður um dreifingu fíkniefna í Bandaríkjunum. Guzman var handtekinn en lögregluþjónarnir og meðlimir þjóðvarðliðs Mexíkó þurftu þó að hörfa þegar þungvopnaðir glæpamenn gerðu árásir á þá. Á sama tíma gerðu aðrir árásir á lögregluþjóna og hermenn víða um borgina um hábjartan dag. Samkvæmt Reuters kveiktu þeir meðal annars í bílum og minnsti einni bensínstöð. Durazo sagði við Reuters að sú ákvörðun hefði verið tekna að hörfa frá húsinu og þá án Guzman, til að reyna að koma í veg fyrir frekari árásir og tryggja líf lögregluþjóna og hermanna. Það virðist þó ekki hafa heppnast fyllilega þar sem óreiðan stóð yfir langt fram á nótt og fjölda glæpamanna tókst að flýja fangelsi borgarinnar í óreiðunni.Glæpamenn tóku borgina yfir Myndbönd sem birt voru á samfélagsmiðlum sýna meðal annars glæpamenn sem umkringt höfðu hóp hermanna, sem virtust hafa gefist upp. Annað myndband sýndi glæpamann á baki brynvarins pallbíls með stóra vélbyssu. Um niðurlægjandi ósigur fyrir ríkisstjórn Mexíkó er um að ræða. Ovidio Guzman stýrir hluta Sinaloa-glæpasamtakanna ásamt eldri bróður sínum Ivan Archivaldo Guzman Salazar. Þeir tók við stjórntaumunum eftir að faðir þeirra, Joaquin „El Chapo” Guzman var framseldur til Bandaríkjanna árið 2017. Hann hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi.Í samtali við LA Times segir Falko Ernst, sérfræðingur hjá samtökunum International Crisis Group, að óreiðan í Culiacan setji hættulegt fordæmi.„Skilaboðinu eru: Ríkisstjórn Mexíkó stjórnar ekki og það er hægt að kúga hana,“ sagði Ernst. Hann sagði þar að auki að viðbrögð ríkisstjórnarinnar yrðu gífurlega mikilvæg þar sem hætt væri við að fleiri glæpasamtök grípi til sambærilegra aðgerða í framtíðinni.Hér má sjá samsett myndbönd úr færslum af samfélagsmiðlum. Mexíkó Tengdar fréttir Réðust á lögreglu þegar leiðtoginn var handsamaður Til harðra átaka kom á milli öryggissveita Mexíkóstjórnar og liðsmanna Sinaloa-eiturlyfjahringsins í borginni Culuiacan í norðurhluta Mexíkó í gærkvöldi. 18. október 2019 07:25 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Þungvopnaðir meðlimir glæpasamtaka umkringdu öryggissveitir í borginni Culiacan í Mexíkó í gær og tókst þeim að þvinga lögreglu til að sleppa syni glæpaforingjans El Chapo úr haldi. Gífurleg óreiða ríkti í borginni í gær og eitthvað fram á nótt. Alfonso Durazo, öryggisráðherra Mexíkó, sagði í sjónvarpsávarpi að skotið hafi verið á öryggissveitir frá tilteknu húsi í borginni. Þegar farið var inn í húsið fannst Ovidio Guzman þar, auk þriggja annarra manna, en hann er meðal annars sakaður um dreifingu fíkniefna í Bandaríkjunum. Guzman var handtekinn en lögregluþjónarnir og meðlimir þjóðvarðliðs Mexíkó þurftu þó að hörfa þegar þungvopnaðir glæpamenn gerðu árásir á þá. Á sama tíma gerðu aðrir árásir á lögregluþjóna og hermenn víða um borgina um hábjartan dag. Samkvæmt Reuters kveiktu þeir meðal annars í bílum og minnsti einni bensínstöð. Durazo sagði við Reuters að sú ákvörðun hefði verið tekna að hörfa frá húsinu og þá án Guzman, til að reyna að koma í veg fyrir frekari árásir og tryggja líf lögregluþjóna og hermanna. Það virðist þó ekki hafa heppnast fyllilega þar sem óreiðan stóð yfir langt fram á nótt og fjölda glæpamanna tókst að flýja fangelsi borgarinnar í óreiðunni.Glæpamenn tóku borgina yfir Myndbönd sem birt voru á samfélagsmiðlum sýna meðal annars glæpamenn sem umkringt höfðu hóp hermanna, sem virtust hafa gefist upp. Annað myndband sýndi glæpamann á baki brynvarins pallbíls með stóra vélbyssu. Um niðurlægjandi ósigur fyrir ríkisstjórn Mexíkó er um að ræða. Ovidio Guzman stýrir hluta Sinaloa-glæpasamtakanna ásamt eldri bróður sínum Ivan Archivaldo Guzman Salazar. Þeir tók við stjórntaumunum eftir að faðir þeirra, Joaquin „El Chapo” Guzman var framseldur til Bandaríkjanna árið 2017. Hann hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi.Í samtali við LA Times segir Falko Ernst, sérfræðingur hjá samtökunum International Crisis Group, að óreiðan í Culiacan setji hættulegt fordæmi.„Skilaboðinu eru: Ríkisstjórn Mexíkó stjórnar ekki og það er hægt að kúga hana,“ sagði Ernst. Hann sagði þar að auki að viðbrögð ríkisstjórnarinnar yrðu gífurlega mikilvæg þar sem hætt væri við að fleiri glæpasamtök grípi til sambærilegra aðgerða í framtíðinni.Hér má sjá samsett myndbönd úr færslum af samfélagsmiðlum.
Mexíkó Tengdar fréttir Réðust á lögreglu þegar leiðtoginn var handsamaður Til harðra átaka kom á milli öryggissveita Mexíkóstjórnar og liðsmanna Sinaloa-eiturlyfjahringsins í borginni Culuiacan í norðurhluta Mexíkó í gærkvöldi. 18. október 2019 07:25 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Réðust á lögreglu þegar leiðtoginn var handsamaður Til harðra átaka kom á milli öryggissveita Mexíkóstjórnar og liðsmanna Sinaloa-eiturlyfjahringsins í borginni Culuiacan í norðurhluta Mexíkó í gærkvöldi. 18. október 2019 07:25