Þinghóparnir gætu tvístrast Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. október 2019 07:30 „Ég ætla ekki að láta plata mig til að samþykkja dulbúna útgöngu án samnings.“ Phillip Hammond, fyrrverandi þingmaður Íhaldsflokksins. EPA/ANDY RAIN Boris Johnson sagðist sannfærður um að koma útgöngusamningnum í gegnum þingið í dag. Út á við hélt hann sig við sömu tugguna um að Bretar væru orðnir þreyttir á Brexit og tími væri kominn til að ljúka málinu. „Það er ekki til betri útkoma en sú sem ég mun leggja fram á morgun,“ sagði hann við breska ríkisútvarpið BBC. Á bak við tjöldin geisar gríðarleg barátta um að ná atkvæðafjöldanum upp í það sem þarf. 320 er töfratalan. Þeir hópar sem barist er um eru harðlínumenn í Íhaldsflokknum, 28 talsins, útgöngusinnaðir þingmenn Verkamannaflokksins, 19 talsins, og óháðir þingmenn, 36 talsins, en þar eru meðal annars þingmenn sem Johnson sjálfur rak nýlega úr Íhaldsflokknum. „Ég ætla ekki að láta plata mig til að samþykkja dulbúna útgöngu án samnings. En ég hef ekki enn þá ákveðið hvað ég ætla að kjósa,“ sagði Phillip Hammond, einn af þeim sem Johnson rak úr Íhaldsflokknum. Fleiri þingmenn sögðust liggja yfir samningnum í gær og áttu eftir að gera upp hug sinn. Harðlínumenn Íhaldsflokksins ætla að funda fyrir atkvæðagreiðsluna og sjá hvernig landið liggur. Á meðan hefur stjórnarandstaðan komið í gegn löggjöf sem tryggir enn fremur að Johnson þurfi að sækja um enn frekari frest, verði samningurinn ekki að veruleika. Evrópuleiðtogarnir hafa verið mjög ósamstíga um frestinn en stjórnmálaskýrendur eru á því að ef samningur Johnson yrði felldur og Bretar myndu sækja um frekari frest yrði hann veittur. „Ég tel að við (Evrópusambandið) munum veita frekari frest. Mér finnst kominn tími á að ljúka þessum samningaumleitunum,“ sagði Emmanule Macron Frakklandsforseti í gær. Hins vegar heyrðist frá Angelu Merkel Þýskalandskanslara í samtölum við Evrópuleiðtoga að ESB gæti ekki ýtt Bretlandi út úr sambandinu ef það kæmi ósk um frestun. Jafnframt væri æskilegt fyrir Evrópusambandið að reyna að hafa sem minnst áhrif á stjórnmálin í Bretlandi. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Boris Johnson sagðist sannfærður um að koma útgöngusamningnum í gegnum þingið í dag. Út á við hélt hann sig við sömu tugguna um að Bretar væru orðnir þreyttir á Brexit og tími væri kominn til að ljúka málinu. „Það er ekki til betri útkoma en sú sem ég mun leggja fram á morgun,“ sagði hann við breska ríkisútvarpið BBC. Á bak við tjöldin geisar gríðarleg barátta um að ná atkvæðafjöldanum upp í það sem þarf. 320 er töfratalan. Þeir hópar sem barist er um eru harðlínumenn í Íhaldsflokknum, 28 talsins, útgöngusinnaðir þingmenn Verkamannaflokksins, 19 talsins, og óháðir þingmenn, 36 talsins, en þar eru meðal annars þingmenn sem Johnson sjálfur rak nýlega úr Íhaldsflokknum. „Ég ætla ekki að láta plata mig til að samþykkja dulbúna útgöngu án samnings. En ég hef ekki enn þá ákveðið hvað ég ætla að kjósa,“ sagði Phillip Hammond, einn af þeim sem Johnson rak úr Íhaldsflokknum. Fleiri þingmenn sögðust liggja yfir samningnum í gær og áttu eftir að gera upp hug sinn. Harðlínumenn Íhaldsflokksins ætla að funda fyrir atkvæðagreiðsluna og sjá hvernig landið liggur. Á meðan hefur stjórnarandstaðan komið í gegn löggjöf sem tryggir enn fremur að Johnson þurfi að sækja um enn frekari frest, verði samningurinn ekki að veruleika. Evrópuleiðtogarnir hafa verið mjög ósamstíga um frestinn en stjórnmálaskýrendur eru á því að ef samningur Johnson yrði felldur og Bretar myndu sækja um frekari frest yrði hann veittur. „Ég tel að við (Evrópusambandið) munum veita frekari frest. Mér finnst kominn tími á að ljúka þessum samningaumleitunum,“ sagði Emmanule Macron Frakklandsforseti í gær. Hins vegar heyrðist frá Angelu Merkel Þýskalandskanslara í samtölum við Evrópuleiðtoga að ESB gæti ekki ýtt Bretlandi út úr sambandinu ef það kæmi ósk um frestun. Jafnframt væri æskilegt fyrir Evrópusambandið að reyna að hafa sem minnst áhrif á stjórnmálin í Bretlandi.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira