Þorgerður Katrín segir það skjóta skökku við að VG bjóði aðeins upp á vegan mat á landsfundi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2019 10:14 Þorgerður Katrín segir það skjóta skökku við að VG bjóði ekki upp á kjöt á landsfundi flokksins. vísir Landsfundur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs hófst í gær en fundurinn er haldinn á Grand hóteli í Reykjavík og mun standa yfir alla helgina. Umhverfis- og loftslagsmál eru rauði þráðurinn á þessum landsfundi, sem er sá ellefti sem flokkurinn heldur. Upp úr hádegi í dag verða pallborðsumræður um loftslagsmál og verða gestir pallborðsins einstaklingar úr atvinnulífi, umhverfisfræðum og verkalýðshreyfingum. Þá tilkynnti flokkurinn að allar veitingar yrðu kjötlausar og verður enginn pappír á fundinum heldur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir kjötleysið skjóta skökku við. „Þetta er sami flokkur og hefur verið í fararbroddi og beinlínis í samkeppni við hina Framsóknarflokkana um að framleiðslutengja landbúnað upp á tugi milljarða. Aðallega í þágu milliliðanna en ekki bænda, neytenda og hvað þá náttúrunnar sjálfrar,“ skrifar Þorgerður á Facebook-síðu sinni. Hún segir margt benda til að vegan mataræði hafi jákvæð áhrif á heilsu og umhverfi og geti minnkað kolefnisfótspor. Hún velti fyrir sér hvort þetta sé kaldhæðni, hugsunarleysi eða „bara leiktjöld.“ „Framleiðið, framleiðið, framleiðið hafa verið skilaboðin frá VG í gegnum árin þannig að heilu kjötfjöllin myndast. Það sem við gátum ekki borðað fór síðan í útflutning enda framleiðslan 150% umfram þörfina á innanlandsmarkaði.“ Þá segir hún miklu nær hefði verið ef VG hefðu borðað kjöt alla helgina, kvölds og morgna hefði flokkurinn viljað vinna gegn kolefnisfótsporinu. Þá hefði flokkurinn síðan átt að gefa frá sér yfirlýsingu um að þau ætluðu að koma „með okkur“ í að breyta landbúnaðarstefnunni. „Allt lítur þetta vel út á yfirborðinu hjá VG en þegar betur er að gáð fara hljóð og mynd ekki saman. Og ekkert breytist,“ skrifar Þorgerður. Maturinn á landsfundinum er þó ekki aðeins vegan, en boðið er upp á vegan mat en einnig er boðið upp á fisk. Þá segir flokksmaður í samtali við fréttastofu að einhverjar kjötvörur séu einnig á boðstólnum þrátt fyrir tilkynningu flokksins um að fundurinn yrði kjötlaus. Loftslagsmál Umhverfismál Viðreisn Vinstri græn Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira
Landsfundur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs hófst í gær en fundurinn er haldinn á Grand hóteli í Reykjavík og mun standa yfir alla helgina. Umhverfis- og loftslagsmál eru rauði þráðurinn á þessum landsfundi, sem er sá ellefti sem flokkurinn heldur. Upp úr hádegi í dag verða pallborðsumræður um loftslagsmál og verða gestir pallborðsins einstaklingar úr atvinnulífi, umhverfisfræðum og verkalýðshreyfingum. Þá tilkynnti flokkurinn að allar veitingar yrðu kjötlausar og verður enginn pappír á fundinum heldur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir kjötleysið skjóta skökku við. „Þetta er sami flokkur og hefur verið í fararbroddi og beinlínis í samkeppni við hina Framsóknarflokkana um að framleiðslutengja landbúnað upp á tugi milljarða. Aðallega í þágu milliliðanna en ekki bænda, neytenda og hvað þá náttúrunnar sjálfrar,“ skrifar Þorgerður á Facebook-síðu sinni. Hún segir margt benda til að vegan mataræði hafi jákvæð áhrif á heilsu og umhverfi og geti minnkað kolefnisfótspor. Hún velti fyrir sér hvort þetta sé kaldhæðni, hugsunarleysi eða „bara leiktjöld.“ „Framleiðið, framleiðið, framleiðið hafa verið skilaboðin frá VG í gegnum árin þannig að heilu kjötfjöllin myndast. Það sem við gátum ekki borðað fór síðan í útflutning enda framleiðslan 150% umfram þörfina á innanlandsmarkaði.“ Þá segir hún miklu nær hefði verið ef VG hefðu borðað kjöt alla helgina, kvölds og morgna hefði flokkurinn viljað vinna gegn kolefnisfótsporinu. Þá hefði flokkurinn síðan átt að gefa frá sér yfirlýsingu um að þau ætluðu að koma „með okkur“ í að breyta landbúnaðarstefnunni. „Allt lítur þetta vel út á yfirborðinu hjá VG en þegar betur er að gáð fara hljóð og mynd ekki saman. Og ekkert breytist,“ skrifar Þorgerður. Maturinn á landsfundinum er þó ekki aðeins vegan, en boðið er upp á vegan mat en einnig er boðið upp á fisk. Þá segir flokksmaður í samtali við fréttastofu að einhverjar kjötvörur séu einnig á boðstólnum þrátt fyrir tilkynningu flokksins um að fundurinn yrði kjötlaus.
Loftslagsmál Umhverfismál Viðreisn Vinstri græn Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira