Kanadískir mastersnemar hönnuðu híbýli geimfara Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2019 22:15 Kanadískir mastersnemar fengu það verkefni að ímynda sér að Íslendingar hefðu fjármagn til að reka háþróaða aðstöðu fyrir geimferðir hér á landi og hanna allar þær byggingar sem þarf til þess. Afraksturinn var kynntur í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem sjá mátti framúrstefnulega stjörnuskoðunarstöð og nokkurskonar hringleikahús fyrir geimfara. Verkefnið er unnið í samstarfi við íslensku geimferðastofnunina. Ásamt því að teikna um aðstöðu fyrir geimferðarannsóknir voru einnig hannaðar byggingar sem eiga að þjóna leiðsögumannasamfélaginu. Mastersnemar í arkítektúr við Manitoba-háskólann í Kanada ferðuðust um landið til að þar sem markmiðið var að teikna upp aðstöðu sem myndi færa fólk nær náttúruperlunum. Hafa nemar frá Manitoba komið átta sinnum hingað til lands. „Í þessu verkefni vinnum við með hugmyndir tengdar jöklum, jarðfræði og kannski ferðaþjónustunni. Einnig vinnum við með þá hugmynd að Ísland verði miðstöð rannsókna til undirbúnings ferða til tunglsins og mars,“ segir Herbert Enns, prófessor við háskólann í Manitoba.Herbert Enns, prófessor við háskólann í Manitoba.Stöð 2Hann segir þessar hugmyndir eiga að styðja við ferðaþjónustuna hér á landi og vísindasamfélagið. „Þar sem löng hefð er fyrir því að geimfarar komi til Íslands til að þjálfa sig fyrir tunglferðir, beinast sum verkefnin að því að bjóða upp á aðstöðu fyrir nýju tunglferðaáætlunina sem hefur verið kynnt og NASA og Geimferðastofnun Evrópu hafa sýnt áhuga á, svo og þátttöku í Marsferðum. Það er dálítill keimur af vísindaskáldskap í þessu.“ Verkefnin eru í raun um það sem gæti gerst í náinni framtíð. „Þetta beinist að því sem koma skal, þar með talið eru framtaksverkefni á sviði þjóðgarða. Á sama tíma og verkefnum á sviði vísindarannsókna fjölgar, sérstaklega núna á tímum loftslagsbreytinga þegar jöklarnir hopa í sífellu“ Geimurinn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Kanadískir mastersnemar fengu það verkefni að ímynda sér að Íslendingar hefðu fjármagn til að reka háþróaða aðstöðu fyrir geimferðir hér á landi og hanna allar þær byggingar sem þarf til þess. Afraksturinn var kynntur í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem sjá mátti framúrstefnulega stjörnuskoðunarstöð og nokkurskonar hringleikahús fyrir geimfara. Verkefnið er unnið í samstarfi við íslensku geimferðastofnunina. Ásamt því að teikna um aðstöðu fyrir geimferðarannsóknir voru einnig hannaðar byggingar sem eiga að þjóna leiðsögumannasamfélaginu. Mastersnemar í arkítektúr við Manitoba-háskólann í Kanada ferðuðust um landið til að þar sem markmiðið var að teikna upp aðstöðu sem myndi færa fólk nær náttúruperlunum. Hafa nemar frá Manitoba komið átta sinnum hingað til lands. „Í þessu verkefni vinnum við með hugmyndir tengdar jöklum, jarðfræði og kannski ferðaþjónustunni. Einnig vinnum við með þá hugmynd að Ísland verði miðstöð rannsókna til undirbúnings ferða til tunglsins og mars,“ segir Herbert Enns, prófessor við háskólann í Manitoba.Herbert Enns, prófessor við háskólann í Manitoba.Stöð 2Hann segir þessar hugmyndir eiga að styðja við ferðaþjónustuna hér á landi og vísindasamfélagið. „Þar sem löng hefð er fyrir því að geimfarar komi til Íslands til að þjálfa sig fyrir tunglferðir, beinast sum verkefnin að því að bjóða upp á aðstöðu fyrir nýju tunglferðaáætlunina sem hefur verið kynnt og NASA og Geimferðastofnun Evrópu hafa sýnt áhuga á, svo og þátttöku í Marsferðum. Það er dálítill keimur af vísindaskáldskap í þessu.“ Verkefnin eru í raun um það sem gæti gerst í náinni framtíð. „Þetta beinist að því sem koma skal, þar með talið eru framtaksverkefni á sviði þjóðgarða. Á sama tíma og verkefnum á sviði vísindarannsókna fjölgar, sérstaklega núna á tímum loftslagsbreytinga þegar jöklarnir hopa í sífellu“
Geimurinn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira