Þegar komið var á leiðarenda var þetta alveg þess virði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. október 2019 23:15 Tomasz Þór Veruson segir að í byrjun hafi fjallgöngurnar snúist um myndatökur en það hafi fljótt breyst. Mynd/Úr einkasafni Tomasz Þór Veruson hefur náð því markmiði að ganga hringveginn eða 1.322 kílómetra í fjallgöngum á þessu ári. Hann hefur ástríðu fyrir útiveru og ljósmyndun og nær að tvinna þessum áhugamálum vel saman. Á síðasta ári ákvað hann að taka þátt í edrúar, og drekka ekki áfengi í janúar. Nú rúmlega 650 dögum síðan er hann ennþá edrú. „Ég hafði alltaf áhuga á útivist samhliða því að ljósmynda, það hélst alltaf í hendur að rölta og brölta um fjöll og heiðar í leið að augnablikum til að festa á ljósmynd,“ segir Tomasz í samtali við Vísi. Hann er menntaður viðskiptafræðingur frá HR en lagði stund á ljósmyndun samhliða náminu og öðrum störfum. „Ég vann áður í fjármálageiranum í mörg ár, síðar í skemmtilegu umhverfi sem fjarskiptafyrirtækið NOVA bauð upp á og þar eftir hjá tveimur stærstu útivistamerkjum á Íslandi, 66°Norður og síðar Cintamani.“ Mynd/Tomazs Þór Veruson Upplifun og minningar Það var um það leiti sem útivistin breyttist í eitthvað mun meira en bara lítið og sætt áhugamál. „Myndavélin og skeljakkin eða gönguskórnir héldust oftar en ekki í hendur, sérstaklega í hálendisferðum sem við félagarnir fórum í í leit að myndefni. Með tímanum þróaðist þetta, maður fór út á fjall til að ná myndum en kom síðan heim með engar myndir en bara minningar af fjallgöngunni. Og ennþá síðar fór maður bara á fjall, með ekki stærri myndavél en símann sinn. Þetta snérist því úr myndatökum í upplifun alveg óvart. Samhliða þessu fór ég meira að spá í lengri ferðum, stærri fjöllum og pældi mikið í kortum og leiðum.“ Mynd/Tomazs Þór Veruson Dróninn líka öryggistæki Í dag vill Tomasz ferðast með sem minnst af dóti með sér, og lætur því símann sinn duga sem myndavél. „Þessi litlu tæki hafa þróast svo mikið og myndavélarnar í þeim eru alveg ótrúlegar miðað við þyngd og fyrirhöfn. Ég nota Mi9 síma frá Xiaomi og skilar hann frábærum gæðum sem koma mér alltaf á óvart. Rétt í þessu var ég að sækja nýjar myndir úr prentun sem eru að fara upp á vegginn heima og voru skotnar með símanum. Síðasta árið eða svo hef ég verið að prófa mig áfram með dróna og samtvinna hann við fjallgöngur. Dróninn er skemmtilegt tæki sem skilar öðruvísi myndum en er líka farinn að virka sem öryggistæki. Það er kostur að geta flogið yfir leiðir sem maður er að velta fyrir sér áður en maður kemur að þeim, hægt að meta alla hluti áður en komið er að þeim.“ Mynd/Tomazs Þór Veruson Tomasz segir að það sé klárt mál að það besta við fjallgöngur sé útiveran. „Við höfum svo gott af komast út á hverjum degi, þó svo það sé ekki nema í 30 mínútur í senn. Að mínu mati nægir það til að endurhlaða batterín sín og komast í ákveðið núvitundarástand. Í upphafi snérust fjallgöngurnar um toppana hjá mér, að ná toppi og haka við í boxið. Í dag snýt þetta meira um ferðalagið sjálft, leiðina að toppnum og aftur heim. Það má ekki gleymast og oftar en ekki er það það sem stendur eftir. Persónulega finnst mér alltaf frábært að komast, slökkva á símanum og leyfa huganum að reika smá, gefa honum smá hvíld frá þessu daglega amstri. Svo skemmir ekki fyrir að fjallgöngur eru frábær hreyfing, koma manni í gott form.“ Þverhnípt bjarg eftirminnilegast Uppáhaldsfjöllin hans hérna heima eru nokkur, til dæmis Móskarðshnúkar í Esjunni eða leiðin yfir Fimmvörðuháls. En Helgafell í Hafnarfirði stendur alltaf upp úr enda heimafjallið hans. „Fjöllin eru orðin mörg í gegnum árin og því erfitt að velja það skemmtilegasta, margt sem stendur upp úr. En í ár stóðu nokkrar upp úr, til dæmis að þvera Eyjafjallajökul í vetur eða toppa Hrútfjallstinda með stórum hóp í vor. Síðustu helgi fór ég á Hróarstind í Hafnarfjalli, einn fallegasti tindurinn hér í nágrenninu. Krefjandi og skemmtileg ganga. Það þarf því ekki að fara langt til að finna falleg fjöll. Eftirminnilegasta augnablikið í ár var að ganga út í Skor og námurnar á Rauðasandi, meðfram þverhníptu bjargi sem gengur beint út í sjó. Fyrir lofthræddan mann eins og mig var þetta meira en að segja það. En þegar komið var á leiðarenda var þetta alveg þess virði. En einu sinni er nóg.“ Mynd/Tomazs Þór Veruson Edrúmennskan hélt áfram Á síðasta ári setti Tomasz sér það markmið að ná 1.000 kílómetrum í fjallgöngum. „Mér fannst það nógu krefjandi og klikkað til að vera gaman. Á sama tíma ætlaði ég að taka edrú janúar eins og margir aðrir voru að gera. Árið gekk vel á báðum sviðum og náðust þessir 1.000 kílómetrar um miðjan nóvember. Það skemmtilega var þó að edrúmennskan hélt áfram og í dag, tæpum 650 dögum seinna hef ég ennþá ekki fengið mér í glas. Það sem byrjaði sem skemmtileg áskorun í einn mánuð heldur því áfram. Ég bíð ennþá eftir þessu frábæra tækifæri til að fá mér einn kaldan en þangað til dugar kaffið mér.“ Fyrir þetta ár vildi hann fara lengra og setja meiri pressu á sjálfan sig og sjá hvernig líkaminn myndi ráða við átökin. „Ég setti því niður á blað að ég ætlaði að ganga hringveginn, eða 1.322 kílómetra í fjallgöngum. Töluverð bæting frá síðasta ári sem mér fannst þó nóg á sínum tíma. Árið gekk vel þrátt fyrir að hafa byrjað mjög rólega í janúar. Með hverjum mánuði og hækkandi sól fór þetta þó að ganga betur og hraðar.“ Mynd/Tomazs Þór Veruson Í sumar var töluvert um langar göngur, 20 kílómetrar og meira, og síðan í haust byrjaði hann að æfa af krafti fyrir önnur verkefni og því safnaðist hratt í kílómetrabankan. „15. október náðist þetta svo loks og það á uppáhaldsfjallinu, Helgafelli í Hafnarfirði. 154 fjallgöngur og 1.322 kílómetrar. Það erfiðasta við þetta ferli var að koma sér út í öllu veðri, það var oftar en ekki mikil barátta við sjálfan sig þar. Undanfarin misseri hefur Ellingsen staðið þétt við bakið á mér og styrkt allt fjallabröltið, þökk sé góðum fatnaði var þetta því minna mál, sérstaklega á þessum köldustu og hörðustu dögum í ár.“ Betra að brjóta markmiðin upp Tomasz segir að það skemmtilegasta við allt þetta er fólkið sem hann hefur kynnst í gegnum allt bröltið. „Ég hef verið að leiðbeina fólki í útivistinni, kenna því tökin og hjálpa við fyrstu fjallaskrefið sín. Það er ótrulega skemmtilegt og stendur klárlega upp úr. Það er magnað að sjá fólk fá þessa fjallabakteríu, þá einu sem maður vill í raun og veru fá. Það sem maður lærir á svona ferli er markmiðasetning og hvernig á að ná tökum á henni. Við setjum okkur markmið á hverjum degi nánast, „Ég ætla að gera þetta eða hitt í vikunni“ en við erum stundum ekki eins dugleg að fylgja þeim eftir. Að setja sér stórt markmið fyrir svona langan tíma krefst þess að brjóta það síðan upp í smærri einingar, horfa á hverja vörðu fyrir sig og ákveða hvernig ætla ég að ná henni. Þegar það hefst svo er mikilvægt að fagna, leyfa þér. Halda síðan áfram. Ég hef verið að kenna markmiðasetningu og er þetta það allra fyrsta sem maður nefnir.“ Mynd/Tomazs Þór Veruson Tomasz segir að fyrsta skrefið í átt að árangri, sé að setja sér markmið. „Það er svo mikilvægt að vera með eitthvað þarna úti sem hægt er að stefna að, nógu stórt til að það sé krefjandi með nógu góðum verðlaunum til þess að það sé þess virði. Skiptum því síðan upp í smærri vörður og hefjumst handa.“Áhugasamir geta fylgst með honum á Instagram þar sem hann er mjög virkur og birtir líka alveg einstaklega fallegar ljósmyndir. „Ekki hika við að followa mig þar og hafa samband ef ég get hjálpað.“ Mynd/Tomazs Þór Veruson Tomasz er um þessar mundir að æfa af krafti fyrir næsta ár, næstu fjöll og markmið. „Framundan eru nokkur skemmtileg og há fjöll sem ég hef auga á hér á landi og erlendis. Kílómetramarkmiðið verður til staðar, nú þarf bara að setja það upp í excel og reikna út hvað er nógu klikkað til að það sé spennandi. Einnig er ég að skoða og leita að nýjum og spennandi fyrirtækjum til að vinna með, aðilum sem sjá sér hag í að styrkja við útivistina og heilbrigt líferni.“ Fjallamennska Heilsa Helgarviðtal Viðtal Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Tomasz Þór Veruson hefur náð því markmiði að ganga hringveginn eða 1.322 kílómetra í fjallgöngum á þessu ári. Hann hefur ástríðu fyrir útiveru og ljósmyndun og nær að tvinna þessum áhugamálum vel saman. Á síðasta ári ákvað hann að taka þátt í edrúar, og drekka ekki áfengi í janúar. Nú rúmlega 650 dögum síðan er hann ennþá edrú. „Ég hafði alltaf áhuga á útivist samhliða því að ljósmynda, það hélst alltaf í hendur að rölta og brölta um fjöll og heiðar í leið að augnablikum til að festa á ljósmynd,“ segir Tomasz í samtali við Vísi. Hann er menntaður viðskiptafræðingur frá HR en lagði stund á ljósmyndun samhliða náminu og öðrum störfum. „Ég vann áður í fjármálageiranum í mörg ár, síðar í skemmtilegu umhverfi sem fjarskiptafyrirtækið NOVA bauð upp á og þar eftir hjá tveimur stærstu útivistamerkjum á Íslandi, 66°Norður og síðar Cintamani.“ Mynd/Tomazs Þór Veruson Upplifun og minningar Það var um það leiti sem útivistin breyttist í eitthvað mun meira en bara lítið og sætt áhugamál. „Myndavélin og skeljakkin eða gönguskórnir héldust oftar en ekki í hendur, sérstaklega í hálendisferðum sem við félagarnir fórum í í leit að myndefni. Með tímanum þróaðist þetta, maður fór út á fjall til að ná myndum en kom síðan heim með engar myndir en bara minningar af fjallgöngunni. Og ennþá síðar fór maður bara á fjall, með ekki stærri myndavél en símann sinn. Þetta snérist því úr myndatökum í upplifun alveg óvart. Samhliða þessu fór ég meira að spá í lengri ferðum, stærri fjöllum og pældi mikið í kortum og leiðum.“ Mynd/Tomazs Þór Veruson Dróninn líka öryggistæki Í dag vill Tomasz ferðast með sem minnst af dóti með sér, og lætur því símann sinn duga sem myndavél. „Þessi litlu tæki hafa þróast svo mikið og myndavélarnar í þeim eru alveg ótrúlegar miðað við þyngd og fyrirhöfn. Ég nota Mi9 síma frá Xiaomi og skilar hann frábærum gæðum sem koma mér alltaf á óvart. Rétt í þessu var ég að sækja nýjar myndir úr prentun sem eru að fara upp á vegginn heima og voru skotnar með símanum. Síðasta árið eða svo hef ég verið að prófa mig áfram með dróna og samtvinna hann við fjallgöngur. Dróninn er skemmtilegt tæki sem skilar öðruvísi myndum en er líka farinn að virka sem öryggistæki. Það er kostur að geta flogið yfir leiðir sem maður er að velta fyrir sér áður en maður kemur að þeim, hægt að meta alla hluti áður en komið er að þeim.“ Mynd/Tomazs Þór Veruson Tomasz segir að það sé klárt mál að það besta við fjallgöngur sé útiveran. „Við höfum svo gott af komast út á hverjum degi, þó svo það sé ekki nema í 30 mínútur í senn. Að mínu mati nægir það til að endurhlaða batterín sín og komast í ákveðið núvitundarástand. Í upphafi snérust fjallgöngurnar um toppana hjá mér, að ná toppi og haka við í boxið. Í dag snýt þetta meira um ferðalagið sjálft, leiðina að toppnum og aftur heim. Það má ekki gleymast og oftar en ekki er það það sem stendur eftir. Persónulega finnst mér alltaf frábært að komast, slökkva á símanum og leyfa huganum að reika smá, gefa honum smá hvíld frá þessu daglega amstri. Svo skemmir ekki fyrir að fjallgöngur eru frábær hreyfing, koma manni í gott form.“ Þverhnípt bjarg eftirminnilegast Uppáhaldsfjöllin hans hérna heima eru nokkur, til dæmis Móskarðshnúkar í Esjunni eða leiðin yfir Fimmvörðuháls. En Helgafell í Hafnarfirði stendur alltaf upp úr enda heimafjallið hans. „Fjöllin eru orðin mörg í gegnum árin og því erfitt að velja það skemmtilegasta, margt sem stendur upp úr. En í ár stóðu nokkrar upp úr, til dæmis að þvera Eyjafjallajökul í vetur eða toppa Hrútfjallstinda með stórum hóp í vor. Síðustu helgi fór ég á Hróarstind í Hafnarfjalli, einn fallegasti tindurinn hér í nágrenninu. Krefjandi og skemmtileg ganga. Það þarf því ekki að fara langt til að finna falleg fjöll. Eftirminnilegasta augnablikið í ár var að ganga út í Skor og námurnar á Rauðasandi, meðfram þverhníptu bjargi sem gengur beint út í sjó. Fyrir lofthræddan mann eins og mig var þetta meira en að segja það. En þegar komið var á leiðarenda var þetta alveg þess virði. En einu sinni er nóg.“ Mynd/Tomazs Þór Veruson Edrúmennskan hélt áfram Á síðasta ári setti Tomasz sér það markmið að ná 1.000 kílómetrum í fjallgöngum. „Mér fannst það nógu krefjandi og klikkað til að vera gaman. Á sama tíma ætlaði ég að taka edrú janúar eins og margir aðrir voru að gera. Árið gekk vel á báðum sviðum og náðust þessir 1.000 kílómetrar um miðjan nóvember. Það skemmtilega var þó að edrúmennskan hélt áfram og í dag, tæpum 650 dögum seinna hef ég ennþá ekki fengið mér í glas. Það sem byrjaði sem skemmtileg áskorun í einn mánuð heldur því áfram. Ég bíð ennþá eftir þessu frábæra tækifæri til að fá mér einn kaldan en þangað til dugar kaffið mér.“ Fyrir þetta ár vildi hann fara lengra og setja meiri pressu á sjálfan sig og sjá hvernig líkaminn myndi ráða við átökin. „Ég setti því niður á blað að ég ætlaði að ganga hringveginn, eða 1.322 kílómetra í fjallgöngum. Töluverð bæting frá síðasta ári sem mér fannst þó nóg á sínum tíma. Árið gekk vel þrátt fyrir að hafa byrjað mjög rólega í janúar. Með hverjum mánuði og hækkandi sól fór þetta þó að ganga betur og hraðar.“ Mynd/Tomazs Þór Veruson Í sumar var töluvert um langar göngur, 20 kílómetrar og meira, og síðan í haust byrjaði hann að æfa af krafti fyrir önnur verkefni og því safnaðist hratt í kílómetrabankan. „15. október náðist þetta svo loks og það á uppáhaldsfjallinu, Helgafelli í Hafnarfirði. 154 fjallgöngur og 1.322 kílómetrar. Það erfiðasta við þetta ferli var að koma sér út í öllu veðri, það var oftar en ekki mikil barátta við sjálfan sig þar. Undanfarin misseri hefur Ellingsen staðið þétt við bakið á mér og styrkt allt fjallabröltið, þökk sé góðum fatnaði var þetta því minna mál, sérstaklega á þessum köldustu og hörðustu dögum í ár.“ Betra að brjóta markmiðin upp Tomasz segir að það skemmtilegasta við allt þetta er fólkið sem hann hefur kynnst í gegnum allt bröltið. „Ég hef verið að leiðbeina fólki í útivistinni, kenna því tökin og hjálpa við fyrstu fjallaskrefið sín. Það er ótrulega skemmtilegt og stendur klárlega upp úr. Það er magnað að sjá fólk fá þessa fjallabakteríu, þá einu sem maður vill í raun og veru fá. Það sem maður lærir á svona ferli er markmiðasetning og hvernig á að ná tökum á henni. Við setjum okkur markmið á hverjum degi nánast, „Ég ætla að gera þetta eða hitt í vikunni“ en við erum stundum ekki eins dugleg að fylgja þeim eftir. Að setja sér stórt markmið fyrir svona langan tíma krefst þess að brjóta það síðan upp í smærri einingar, horfa á hverja vörðu fyrir sig og ákveða hvernig ætla ég að ná henni. Þegar það hefst svo er mikilvægt að fagna, leyfa þér. Halda síðan áfram. Ég hef verið að kenna markmiðasetningu og er þetta það allra fyrsta sem maður nefnir.“ Mynd/Tomazs Þór Veruson Tomasz segir að fyrsta skrefið í átt að árangri, sé að setja sér markmið. „Það er svo mikilvægt að vera með eitthvað þarna úti sem hægt er að stefna að, nógu stórt til að það sé krefjandi með nógu góðum verðlaunum til þess að það sé þess virði. Skiptum því síðan upp í smærri vörður og hefjumst handa.“Áhugasamir geta fylgst með honum á Instagram þar sem hann er mjög virkur og birtir líka alveg einstaklega fallegar ljósmyndir. „Ekki hika við að followa mig þar og hafa samband ef ég get hjálpað.“ Mynd/Tomazs Þór Veruson Tomasz er um þessar mundir að æfa af krafti fyrir næsta ár, næstu fjöll og markmið. „Framundan eru nokkur skemmtileg og há fjöll sem ég hef auga á hér á landi og erlendis. Kílómetramarkmiðið verður til staðar, nú þarf bara að setja það upp í excel og reikna út hvað er nógu klikkað til að það sé spennandi. Einnig er ég að skoða og leita að nýjum og spennandi fyrirtækjum til að vinna með, aðilum sem sjá sér hag í að styrkja við útivistina og heilbrigt líferni.“
Fjallamennska Heilsa Helgarviðtal Viðtal Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira