Þingeyingar vilja rök fyrir tilnefningu sveitarfélaga í fiskeldisnefnd Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. október 2019 07:00 Sjókvíaeldi í Súgandafirði. Nordicphotos/Getty Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar vill skýringar frá stjórn Sambands sveitarfélaga á tilnefningum hennar í samráðsnefnd sjávarútvegsráðherra um fiskeldi. Stjórn Sambands sveitarfélaga samþykkti 30. ágúst síðastliðinn að tilnefna Sigríði Ólöfu Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, eða Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóra í Fjarðabyggð, sem fulltrúa sambandsins í samráðsnefndina. Lætur stjórnin ráðherra það eftir að ákveða hvort þeirra verður fyrir valinu og að það þeirra sem ráðherra velur ekki sem aðalmann verði þá varamaður hins. Þau Sigríður Ólöf og Karl Óttar eru bæði úr sjókvíaeldishéruðum. Vestfjarðastofa hefur unnið að framgangi sjókvíaeldis. „Þar sem ekki verður séð á ályktunum Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga undanfarin ár að afstaða hafi verið tekin með laxeldi í sjókvíum við Ísland óskar sveitarstjórn eftir rökstuðningi stjórnar sambandsins fyrir því af hverju viðkomandi fulltrúar voru tilnefndir í samráðsnefnd um fiskeldi fyrir hönd sambandsins,“ segir í bókun sveitarstjórnar Þingeyinga. „Hagsmunir sveitarfélaga í þessu máli eru mismunandi og því mikilvægt að hlutleysis sé gætt,“ undirstrikar sveitarstjórnin. „Veiðar á villtum laxi er mikilvægur atvinnuvegur í Þingeyjarsveit og fleiri sveitarfélögum. Það er að mati sveitarstjórnar ekki hægt að sjá að í þeim áformum sem fyrir liggja um laxeldi í sjó við Ísland muni villtir laxastofnar njóta vafans með nógu óyggjandi hætti.“ Aðrir sem sem eiga fulltrúa í samráðsnefndinni eru sjávarútvegsráðherra sjálfur, sem skipar formann, Hafrannsóknastofnun, Samtök fiskeldisfyrirtækja, Landssamband veiðifélaga og umhverfis- og auðlindaráðherra. Hlutverk nefndarinnar er að vera ráðherra til ráðgjafar, meðal annars varðandi áhættumat erfðablöndunar. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Sveitarstjórnarmál Þingeyjarsveit Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar vill skýringar frá stjórn Sambands sveitarfélaga á tilnefningum hennar í samráðsnefnd sjávarútvegsráðherra um fiskeldi. Stjórn Sambands sveitarfélaga samþykkti 30. ágúst síðastliðinn að tilnefna Sigríði Ólöfu Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, eða Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóra í Fjarðabyggð, sem fulltrúa sambandsins í samráðsnefndina. Lætur stjórnin ráðherra það eftir að ákveða hvort þeirra verður fyrir valinu og að það þeirra sem ráðherra velur ekki sem aðalmann verði þá varamaður hins. Þau Sigríður Ólöf og Karl Óttar eru bæði úr sjókvíaeldishéruðum. Vestfjarðastofa hefur unnið að framgangi sjókvíaeldis. „Þar sem ekki verður séð á ályktunum Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga undanfarin ár að afstaða hafi verið tekin með laxeldi í sjókvíum við Ísland óskar sveitarstjórn eftir rökstuðningi stjórnar sambandsins fyrir því af hverju viðkomandi fulltrúar voru tilnefndir í samráðsnefnd um fiskeldi fyrir hönd sambandsins,“ segir í bókun sveitarstjórnar Þingeyinga. „Hagsmunir sveitarfélaga í þessu máli eru mismunandi og því mikilvægt að hlutleysis sé gætt,“ undirstrikar sveitarstjórnin. „Veiðar á villtum laxi er mikilvægur atvinnuvegur í Þingeyjarsveit og fleiri sveitarfélögum. Það er að mati sveitarstjórnar ekki hægt að sjá að í þeim áformum sem fyrir liggja um laxeldi í sjó við Ísland muni villtir laxastofnar njóta vafans með nógu óyggjandi hætti.“ Aðrir sem sem eiga fulltrúa í samráðsnefndinni eru sjávarútvegsráðherra sjálfur, sem skipar formann, Hafrannsóknastofnun, Samtök fiskeldisfyrirtækja, Landssamband veiðifélaga og umhverfis- og auðlindaráðherra. Hlutverk nefndarinnar er að vera ráðherra til ráðgjafar, meðal annars varðandi áhættumat erfðablöndunar.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Sveitarstjórnarmál Þingeyjarsveit Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira