Aðgerðin spurðist út til fjölskyldumeðlima í gegnum fjöldapóst frá ráðgjafa Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. október 2019 10:45 Klíníkin við Ármúla 9 er heilsumiðstöð í eigu lækna sem þar starfa. Vísir/Ernir Sjálfstætt starfandi ráðgjafi hjá Klíníkinni Ármúla braut persónuverndarlög þegar hún sendi fyrir mistök fjöldapóst þar sem hver og einn viðtakenda sá nöfn og netföng annarra viðtakenda. Kona, sem farið hafði í tiltekna aðgerð hjá Klíníkinni, kvartaði undan póstinum til Persónuverndar og bar því fyrir sig að með póstinum hefðu fjölskyldumeðlimir hennar komist að því að hún hefði farið í aðgerðina. Úrskurðurinn var kveðinn upp 20. ágúst síðastliðinn en ekki birtur á vef Persónuverndar fyrr en í gær. Lögmenn konunnar kvörtuðu fyrir hennar hönd til Persónunefndar í júní í fyrra vegna öryggisbrests og meðferðar Klíníkurinnar á viðkvæmum persónuupplýsingum um konuna. Á Klíníkinni eru framkvæmdar aðgerðir á borð við liðskipti á mjöðmum og hnjám, magaermis- og magahjáveituaðgerðir, fyrirbyggjandi brjóstnám auk stærri lýtaaðgerða, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins.Mikilvægt að aðgerðin yrði ekki á annarra vitorði Málið og aðdragandi þess er rakið í úrskurðinum. Þar segir að konan hafi sótt læknisþjónustu hjá sérfræðilækni hjá Klíníkinni og farið í læknisaðgerð í framhaldinu. Hún hafi sérstaklega bent á mikilvægi þess að aðgerðin yrði ekki á annarra vitorði og hafi haft sérstakt orð á því í viðtali við lækna hve trúnaður væri henni mikilvægur. Hún hafi verið fullvissuð um að ítrasta trúnaðar yrði gætt. Skurðlæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina vísaði konunni til ráðgjafans eftir aðgerðina og átti hún fund með honum innan nokkurra daga. Rúmu hálfu ári eftir aðgerðina fékk konan fregnir af því að nafn hennar og tölvupóstfang hefðu komið fram í fjöldapósti sem sendur var á einstaklinga sem hefðu farið í ráðgjöf eftir að hafa farið í tiltekna aðgerð hjá Klíníkinni. Upplýsingarnar voru sendar úr netfangi ráðgjafans í fjöldapósti þar sem hver og einn viðtakenda sá nöfn og netföng annarra viðtakenda. Þessar upplýsingar hafi spurst út m.a. til fjölskyldumeðlima hennar og fleiri, sem hafi komið mjög illa við henni. Þá gagnrýnir konan að henni hafi ekki verið tilkynnt um upplýsingalekann og trúnaðarbrestinn fyrr en nokkru eftir að hann komst upp. Ráðgjafinn ábyrgur en ekki Klíníkin Í svari Klíníkurinnar við kvörtun konunnar er bent á að konan hafi samykkt að henni yrði sendur tölvupóstur til að minna á mögulegar tímabókanir, sem umræddur tölvupóstur snerist um. Einnig er bent á að ráðgjafinn sé ekki starfsmaður Klíníkurinnar heldur sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Þetta féllst Persónuvernd á og mat það svo að ráðgjafinn væri ábyrgðaraðili þeirrar vinnslu sem tengdist miðlun persónuupplýsinganna en ekki Klíníkin. Þá liggi fyrir að ráðgjafinn hafi brugðist strax við, og á fullnægjandi hátt, þegar atvikið kom upp til að takmarka tjón og gert viðeigandi ráðstafanir. Þannig lét ráðgjafinn viðeigandi aðila hjá Klíníkinni vita af málinu og sendi annan tölvupóst á viðtakendur þess fyrri samdægurs. Í efnislínu hans stóð: „VINSAMLEGAST EYÐA FYRRI PÓSTI!“. Miðlun umræddra persónuupplýsinga samrýmist þó ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Lagt er til að ráðgjafinn geri viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir sem taki mið af eðli, umfangi, samhengi, tilgangi og áhættu fyrir réttindi og frelsi skráðra einstaklinga. Persónuvernd Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Sjálfstætt starfandi ráðgjafi hjá Klíníkinni Ármúla braut persónuverndarlög þegar hún sendi fyrir mistök fjöldapóst þar sem hver og einn viðtakenda sá nöfn og netföng annarra viðtakenda. Kona, sem farið hafði í tiltekna aðgerð hjá Klíníkinni, kvartaði undan póstinum til Persónuverndar og bar því fyrir sig að með póstinum hefðu fjölskyldumeðlimir hennar komist að því að hún hefði farið í aðgerðina. Úrskurðurinn var kveðinn upp 20. ágúst síðastliðinn en ekki birtur á vef Persónuverndar fyrr en í gær. Lögmenn konunnar kvörtuðu fyrir hennar hönd til Persónunefndar í júní í fyrra vegna öryggisbrests og meðferðar Klíníkurinnar á viðkvæmum persónuupplýsingum um konuna. Á Klíníkinni eru framkvæmdar aðgerðir á borð við liðskipti á mjöðmum og hnjám, magaermis- og magahjáveituaðgerðir, fyrirbyggjandi brjóstnám auk stærri lýtaaðgerða, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins.Mikilvægt að aðgerðin yrði ekki á annarra vitorði Málið og aðdragandi þess er rakið í úrskurðinum. Þar segir að konan hafi sótt læknisþjónustu hjá sérfræðilækni hjá Klíníkinni og farið í læknisaðgerð í framhaldinu. Hún hafi sérstaklega bent á mikilvægi þess að aðgerðin yrði ekki á annarra vitorði og hafi haft sérstakt orð á því í viðtali við lækna hve trúnaður væri henni mikilvægur. Hún hafi verið fullvissuð um að ítrasta trúnaðar yrði gætt. Skurðlæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina vísaði konunni til ráðgjafans eftir aðgerðina og átti hún fund með honum innan nokkurra daga. Rúmu hálfu ári eftir aðgerðina fékk konan fregnir af því að nafn hennar og tölvupóstfang hefðu komið fram í fjöldapósti sem sendur var á einstaklinga sem hefðu farið í ráðgjöf eftir að hafa farið í tiltekna aðgerð hjá Klíníkinni. Upplýsingarnar voru sendar úr netfangi ráðgjafans í fjöldapósti þar sem hver og einn viðtakenda sá nöfn og netföng annarra viðtakenda. Þessar upplýsingar hafi spurst út m.a. til fjölskyldumeðlima hennar og fleiri, sem hafi komið mjög illa við henni. Þá gagnrýnir konan að henni hafi ekki verið tilkynnt um upplýsingalekann og trúnaðarbrestinn fyrr en nokkru eftir að hann komst upp. Ráðgjafinn ábyrgur en ekki Klíníkin Í svari Klíníkurinnar við kvörtun konunnar er bent á að konan hafi samykkt að henni yrði sendur tölvupóstur til að minna á mögulegar tímabókanir, sem umræddur tölvupóstur snerist um. Einnig er bent á að ráðgjafinn sé ekki starfsmaður Klíníkurinnar heldur sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Þetta féllst Persónuvernd á og mat það svo að ráðgjafinn væri ábyrgðaraðili þeirrar vinnslu sem tengdist miðlun persónuupplýsinganna en ekki Klíníkin. Þá liggi fyrir að ráðgjafinn hafi brugðist strax við, og á fullnægjandi hátt, þegar atvikið kom upp til að takmarka tjón og gert viðeigandi ráðstafanir. Þannig lét ráðgjafinn viðeigandi aðila hjá Klíníkinni vita af málinu og sendi annan tölvupóst á viðtakendur þess fyrri samdægurs. Í efnislínu hans stóð: „VINSAMLEGAST EYÐA FYRRI PÓSTI!“. Miðlun umræddra persónuupplýsinga samrýmist þó ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Lagt er til að ráðgjafinn geri viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir sem taki mið af eðli, umfangi, samhengi, tilgangi og áhættu fyrir réttindi og frelsi skráðra einstaklinga.
Persónuvernd Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira