Stefna að því að selja Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. október 2019 14:13 Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar, þjóðskálds, stendur skammt frá Akureyrarkirkju. Vísir/getty Akureyrarbær stefnir að því að selja Sigurhæðir, sögufrægt hús sem þjóðskáldið Matthías Jochumsson lét byggja árið 1903. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar og oddviti Framsóknar, segir að ástæðan sé sú að húsið, sem er friðað, hafi ekki nýst sem skyldi vegna aðgengismála. Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar, stendur í brekkunni skammt frá Akureyrarkirkju og er afar áberandi í bæjarmyndinni. Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu. Guðmundur segir að áform um sölu á húsinu sé liður í því að skoða hvernig bærinn geti dregið úr kostnaði. Þannig hafa bæjaryfirvöld að undanförnu gaumgæft eignir bæjarins og skoðað hvaða eignir hafi nýst illa. Hús Matthíasar sé ein þeirra eigna sem hafi nýst illa vegna aðgengismála. „Það er kostnaðarsamt að koma upp aðgengi að þessu og við höfum talað um það að það væri kannski möguleiki á því að losa okkur undan þessu með því að selja húsið og kannski eru þarna aðilar úti sem gætu nýtt ser húsið og væru tilbúnir til þess.“Guðmundur Baldvin Guðmundsson er oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri.Framsóknarflokkurinn á AkureyriAðspurður hvernig bæjarbúar hafi brugðist við fréttunum segir Guðmundur. „Auðvitað er það þannig að fólk hefur taugar til þessa húss. Það er eðlilegt og þetta mun skapa einhverja umræðu, þetta var tekið fyrir í stjórn Akureyrarstofu í síðustu viku og kemur fyrir bæjarráð í næstu viku þar sem bæjarráð mun afgreiða þetta mál en það er vilji okkar til þess að leita að nýjum eigendum að þessu húsi.“Þetta er stolt Norðausturlands, er ekki óhætt að segja það?„Þetta er fallegt hús og sögufrægt hús og það er hús sem kemur til með að standa þarna um ókomna framtíð en vonandi finnst einhver sem vill eiga þetta og vill halda þessu við. Við höfum líka áhyggjur af því að með lítilli notkun, eins og þetta hefur verið síðustu árin, að þá drabbist þetta niður,“ segir Guðmundur. Sigurhæðir er fallegt hús og sögufrægt að sögn formanns bæjarráðs Akureyrar.Þórgnýr Dýrfjörð Akureyri Bókmenntir Menning Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Akureyrarbær stefnir að því að selja Sigurhæðir, sögufrægt hús sem þjóðskáldið Matthías Jochumsson lét byggja árið 1903. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar og oddviti Framsóknar, segir að ástæðan sé sú að húsið, sem er friðað, hafi ekki nýst sem skyldi vegna aðgengismála. Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar, stendur í brekkunni skammt frá Akureyrarkirkju og er afar áberandi í bæjarmyndinni. Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu. Guðmundur segir að áform um sölu á húsinu sé liður í því að skoða hvernig bærinn geti dregið úr kostnaði. Þannig hafa bæjaryfirvöld að undanförnu gaumgæft eignir bæjarins og skoðað hvaða eignir hafi nýst illa. Hús Matthíasar sé ein þeirra eigna sem hafi nýst illa vegna aðgengismála. „Það er kostnaðarsamt að koma upp aðgengi að þessu og við höfum talað um það að það væri kannski möguleiki á því að losa okkur undan þessu með því að selja húsið og kannski eru þarna aðilar úti sem gætu nýtt ser húsið og væru tilbúnir til þess.“Guðmundur Baldvin Guðmundsson er oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri.Framsóknarflokkurinn á AkureyriAðspurður hvernig bæjarbúar hafi brugðist við fréttunum segir Guðmundur. „Auðvitað er það þannig að fólk hefur taugar til þessa húss. Það er eðlilegt og þetta mun skapa einhverja umræðu, þetta var tekið fyrir í stjórn Akureyrarstofu í síðustu viku og kemur fyrir bæjarráð í næstu viku þar sem bæjarráð mun afgreiða þetta mál en það er vilji okkar til þess að leita að nýjum eigendum að þessu húsi.“Þetta er stolt Norðausturlands, er ekki óhætt að segja það?„Þetta er fallegt hús og sögufrægt hús og það er hús sem kemur til með að standa þarna um ókomna framtíð en vonandi finnst einhver sem vill eiga þetta og vill halda þessu við. Við höfum líka áhyggjur af því að með lítilli notkun, eins og þetta hefur verið síðustu árin, að þá drabbist þetta niður,“ segir Guðmundur. Sigurhæðir er fallegt hús og sögufrægt að sögn formanns bæjarráðs Akureyrar.Þórgnýr Dýrfjörð
Akureyri Bókmenntir Menning Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira