Elskar Reykjavíkurdætur en verður að halda áfram að segja brandarann Stefán Árni Pálsson skrifar 2. október 2019 15:30 Björn og Anna Svava mættu til Ómars á X-inu í morgun. „Ég held að það sé alltaf betra að tala og gera grín fyrst og fremst að sjálfum sér og það var það sem mig langaði að gera. Sú hugmynd kom bara strax og mig langaði alltaf bara að gera þetta með Önnu Svövu og engum öðrum,“ segir Björn Bragi Arnarsson sem vann lengi að nýrri uppistandssýningu sem hann stendur fyrir með Önnu Svövu um þessar mundir í Gamla Bíó. Nýja sýningin Björn Bragi Djöfulsson hefur slegið í gegn að undanförnu. Þar koma þau Björn Bragi og Anna Svava fram. Anna Svava vakti athygli á dögunum þegar Reykjavíkurdætur gagnrýndu hana fyrir uppistandið þar sem hún gerir grín að þeim í sínu upphitunaratriði. Eins og alþjóð þekkir káfaði Björn Bragi á ungri konu á djamminu í fyrra en atvikið náðist á myndaband og fór eins og eldur í sinu um landið. Bæði Björn og Anna Svava mættu í útvarpsþáttinn Ómar Úlfur á X-inu í dag og ræddu sýninguna en Björn Bragi langaði mest að taka sjálfan sig í geng eftir atburðina með því að koma fram. Hann segir að fólk hlæi alltaf mest að því sem það tengi við. Fyrst hafi átt að setja upp tvær sýningar en viðtökurnar voru það góðar að nú selst upp á hverja sýninguna á fætur annarri. Anna Svava segir að það hafi verið erfitt að vera krossfest fyrir brandara og vísar til gríns sem hún gerði að Reykjavíkurdætrum. „Mér fannst það mjög leiðinlegt. Ég er ekki eins og Bjössi, ég er ekki alltaf í blöðunum,“ segir Anna Svava og hlær.Reykjavíkurdætur þekkja það vel að koma fram á stórum tónlistarhátíðum erlendis.„Mér fannst það svo sérstaklega leiðinlegt því það var hægt að hringja í mig og ég hefði bara tekið þetta út. Svo var þetta orðið svo mikið mál að ég bara get ekki tekið þetta út núna. Mér finnst alltaf mjög óþægilegt að segja þennan brandara núna en ég verð einhvern veginn að gera það. Ég elska þessar stelpur og það hefur ekkert með það að gera,“ segir Anna. „Þessi þróun að einhver mæti og skrifar upp brandara í einhverja frétt, algjörlega samhengislaust, er alveg út í hött. Þannig er hægt að misskilja allt og þú ert ekki með neitt samhengi,“ segir Björn.Viðtalið má heyra hér að neðan.„Fólk hefur bara lesið fyrri hlutann á brandaranum og þegar fólk kemur á sýninguna er það bara óóó…. ég las í blaðinu að þetta væri bara um konur. Svo er ég líka að tala um karlmenn og úthúða þeim,“ segir Anna. „Allt listform á að vera pínu ögrandi, ekki bara grín. Þú vilt að þetta hreyfi við einhverjum tilfinningum og meðal annars láta ögra þér eitthvað,“ segir Björn. „Ég er karakterinn Anna þegar ég er með uppistand. Ég er alltaf að tala um hvað ég þoli ekki manninn minn í uppistandi og það er karakterinn minn, ekki endilega mín skoðun,“ segir Anna Svava.Björn Bragi ræddi málið sem setti þjóðfélagið á hliðina í Íslandi í dag á dögunum. Uppistand Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur ósáttar við Önnu Svövu: „Ljótt og ömurlegt djók“ Þau Björn Bragi Arnarsson og Anna Svava fóru af stað með uppistandið Björn Bragi Djöfulsson á dögunum og hefur verið vel mætt á sýninguna. 18. september 2019 12:00 „Orðið ótrúlega langþreytt, fordómafullt og mesta bull sem ég hef heyrt“ „Ég hef ekki séð þetta uppistand en Lestin á Rás1 fjallaði um uppistandið og þar kom þetta fram. Fyrstu viðbrögðin mín voru svona sterk aðallega þar sem hún segir að það sé enga góða kvenrappara að finna á Íslandi.“ 18. september 2019 14:30 Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
„Ég held að það sé alltaf betra að tala og gera grín fyrst og fremst að sjálfum sér og það var það sem mig langaði að gera. Sú hugmynd kom bara strax og mig langaði alltaf bara að gera þetta með Önnu Svövu og engum öðrum,“ segir Björn Bragi Arnarsson sem vann lengi að nýrri uppistandssýningu sem hann stendur fyrir með Önnu Svövu um þessar mundir í Gamla Bíó. Nýja sýningin Björn Bragi Djöfulsson hefur slegið í gegn að undanförnu. Þar koma þau Björn Bragi og Anna Svava fram. Anna Svava vakti athygli á dögunum þegar Reykjavíkurdætur gagnrýndu hana fyrir uppistandið þar sem hún gerir grín að þeim í sínu upphitunaratriði. Eins og alþjóð þekkir káfaði Björn Bragi á ungri konu á djamminu í fyrra en atvikið náðist á myndaband og fór eins og eldur í sinu um landið. Bæði Björn og Anna Svava mættu í útvarpsþáttinn Ómar Úlfur á X-inu í dag og ræddu sýninguna en Björn Bragi langaði mest að taka sjálfan sig í geng eftir atburðina með því að koma fram. Hann segir að fólk hlæi alltaf mest að því sem það tengi við. Fyrst hafi átt að setja upp tvær sýningar en viðtökurnar voru það góðar að nú selst upp á hverja sýninguna á fætur annarri. Anna Svava segir að það hafi verið erfitt að vera krossfest fyrir brandara og vísar til gríns sem hún gerði að Reykjavíkurdætrum. „Mér fannst það mjög leiðinlegt. Ég er ekki eins og Bjössi, ég er ekki alltaf í blöðunum,“ segir Anna Svava og hlær.Reykjavíkurdætur þekkja það vel að koma fram á stórum tónlistarhátíðum erlendis.„Mér fannst það svo sérstaklega leiðinlegt því það var hægt að hringja í mig og ég hefði bara tekið þetta út. Svo var þetta orðið svo mikið mál að ég bara get ekki tekið þetta út núna. Mér finnst alltaf mjög óþægilegt að segja þennan brandara núna en ég verð einhvern veginn að gera það. Ég elska þessar stelpur og það hefur ekkert með það að gera,“ segir Anna. „Þessi þróun að einhver mæti og skrifar upp brandara í einhverja frétt, algjörlega samhengislaust, er alveg út í hött. Þannig er hægt að misskilja allt og þú ert ekki með neitt samhengi,“ segir Björn.Viðtalið má heyra hér að neðan.„Fólk hefur bara lesið fyrri hlutann á brandaranum og þegar fólk kemur á sýninguna er það bara óóó…. ég las í blaðinu að þetta væri bara um konur. Svo er ég líka að tala um karlmenn og úthúða þeim,“ segir Anna. „Allt listform á að vera pínu ögrandi, ekki bara grín. Þú vilt að þetta hreyfi við einhverjum tilfinningum og meðal annars láta ögra þér eitthvað,“ segir Björn. „Ég er karakterinn Anna þegar ég er með uppistand. Ég er alltaf að tala um hvað ég þoli ekki manninn minn í uppistandi og það er karakterinn minn, ekki endilega mín skoðun,“ segir Anna Svava.Björn Bragi ræddi málið sem setti þjóðfélagið á hliðina í Íslandi í dag á dögunum.
Uppistand Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur ósáttar við Önnu Svövu: „Ljótt og ömurlegt djók“ Þau Björn Bragi Arnarsson og Anna Svava fóru af stað með uppistandið Björn Bragi Djöfulsson á dögunum og hefur verið vel mætt á sýninguna. 18. september 2019 12:00 „Orðið ótrúlega langþreytt, fordómafullt og mesta bull sem ég hef heyrt“ „Ég hef ekki séð þetta uppistand en Lestin á Rás1 fjallaði um uppistandið og þar kom þetta fram. Fyrstu viðbrögðin mín voru svona sterk aðallega þar sem hún segir að það sé enga góða kvenrappara að finna á Íslandi.“ 18. september 2019 14:30 Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Reykjavíkurdætur ósáttar við Önnu Svövu: „Ljótt og ömurlegt djók“ Þau Björn Bragi Arnarsson og Anna Svava fóru af stað með uppistandið Björn Bragi Djöfulsson á dögunum og hefur verið vel mætt á sýninguna. 18. september 2019 12:00
„Orðið ótrúlega langþreytt, fordómafullt og mesta bull sem ég hef heyrt“ „Ég hef ekki séð þetta uppistand en Lestin á Rás1 fjallaði um uppistandið og þar kom þetta fram. Fyrstu viðbrögðin mín voru svona sterk aðallega þar sem hún segir að það sé enga góða kvenrappara að finna á Íslandi.“ 18. september 2019 14:30