Íbúum bjargað úr fjölbýli í Suðurhólum eftir að eldur kviknaði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. október 2019 18:55 Slökkviliðið var kallað út á sjöunda tímanum í kvöld. Vísir/Egill Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að fjölbýlishúsi í Suðurhólum í Reykjavík á sjöunda tímanum í kvöld. Nokkrir íbúar voru aðstoðaðir við að komast út. Eldurinn kviknaði í íbúð á annarri hæð fjölbýlisins og varð þar altjón, reykurinn stóð út um glugga íbúðarinnar þegar slökkvilið kom á vettvang. Enginn var í íbúðinni þegar eldurinn kviknaði og eru eldsupptök ókunn að svo stöddu. Enginn slasaðist alvarlega í eldsvoðanum en einn var fluttur á sjúkradeild með vott af reykeitrun. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði hann verið að fylgja íbúum á efstu hæð út úr blokkinni. Samkvæmt fréttamanni okkar á vettvangi náði slökkvilið í íbúa sem var fast í íbúð á annarri hæð, þar á meðal var eitt barn. Aðstoðaði slökkvilið einnig íbúa af þriðju og efstu hæð út, sem beðið hafði á svölum eftir slökkviliðinu. Reykkafarar fóru inn í bygginguna til þess að ná í íbúa og notuðu björgunargrímur þar sem mikill reykur var á stigaganginum. Eyþór Leifsson varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við fréttastofu um klukkan hálf átta að aðgerðum væri að ljúka á vettvangi. Störf á vettvangi gengu vel og Rauði krossinn sá um að koma íbúum í skjól á meðan slökkvilið var að störfum. Fréttin hefur verið uppfærð.Vísir/EgillFrá aðgerðum á vettvangi í kvöldVísir/EgillVísir/ÞráinnVísir/KristínGVísir/ÞráinnVísir/EgillVísir/EgillVísir/Egill Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að fjölbýlishúsi í Suðurhólum í Reykjavík á sjöunda tímanum í kvöld. Nokkrir íbúar voru aðstoðaðir við að komast út. Eldurinn kviknaði í íbúð á annarri hæð fjölbýlisins og varð þar altjón, reykurinn stóð út um glugga íbúðarinnar þegar slökkvilið kom á vettvang. Enginn var í íbúðinni þegar eldurinn kviknaði og eru eldsupptök ókunn að svo stöddu. Enginn slasaðist alvarlega í eldsvoðanum en einn var fluttur á sjúkradeild með vott af reykeitrun. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði hann verið að fylgja íbúum á efstu hæð út úr blokkinni. Samkvæmt fréttamanni okkar á vettvangi náði slökkvilið í íbúa sem var fast í íbúð á annarri hæð, þar á meðal var eitt barn. Aðstoðaði slökkvilið einnig íbúa af þriðju og efstu hæð út, sem beðið hafði á svölum eftir slökkviliðinu. Reykkafarar fóru inn í bygginguna til þess að ná í íbúa og notuðu björgunargrímur þar sem mikill reykur var á stigaganginum. Eyþór Leifsson varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við fréttastofu um klukkan hálf átta að aðgerðum væri að ljúka á vettvangi. Störf á vettvangi gengu vel og Rauði krossinn sá um að koma íbúum í skjól á meðan slökkvilið var að störfum. Fréttin hefur verið uppfærð.Vísir/EgillFrá aðgerðum á vettvangi í kvöldVísir/EgillVísir/ÞráinnVísir/KristínGVísir/ÞráinnVísir/EgillVísir/EgillVísir/Egill
Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira