Fastagestur í lauginni á Þingeyri tók nektarmyndirnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2019 13:15 Frá Þingeyri á Vestfjörðum. Vísir/Egill Karlmaðurinn sem ákærður er fyrir að taka endurtekið upp myndbönd af ungum stúlkum og konum í kvennaklefanum í sundlauginni á Þingeyri var tíður gestur í lauginni. Um er að ræða karlmann á fimmtugsaldri samkvæmt heimildum Vísis. Málið kom upp í ársbyrjun 2018 en um það leyti lagði lögregla hald á snjallsíma mannsins sem innihélt myndskeið af stúlkum og mæðrum í sturtu. Þá voru þrír minnislyklar og spjaldtölva mannsins sömuleiðis gerð upptæk. Þorbjörg Gunnarsdóttir, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Þingeyri, segir í samtali við Vísi að strax hafi verið brugðist við þegar málið komst upp. Nýtt þil hafi verið smíðað á milli klefanna til að koma í veg fyrir iðju á borð við þessa.Mynd innan úr sundlauginni á Þingeyri. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.Hún segir að ekki sé hægt að átta sig á svona hugmyndaflugi fólks, jafnvel þótt hugað sé að vörnum. Um leið og komið hafi í ljós að eitthvað hafi verið athugavert hafi menn sem kunna til verka komið fyrir alla svona möguleika. Bótakröfur á hendur manninum frá brotaþolum nema 10,5 milljónum króna. Málið var nýlega þingfest í Héraðsdómi Vestfjarða. Maðurinn mun hafa flutt úr landi eftir að málið kom upp. Hann er ákærður fyrir kynferðisbrot, blygðunarsemisbrot nánar tiltekið, og brot á barnaverndarlögum. Vísir fjallaði um málið í gær en þá lá ekki fyrir hvar brotið átti sér stað eða hvaða tengsl ákærði hafði við sundlaugina. Veltu margir fyrir sér hvar málið hefði komið upp og hver ætti í hlut. Blaðamaður þekkir til eins dæmis um fyrrverandi starfsmann við sundlaug á Vestfjörðum sem hefur ranglega verið bendlaður við málið. Sá íhugar að leita réttar síns vegna slúðursagna. Ísafjarðarbær Kynferðisofbeldi Sundlaugar Tengdar fréttir Tók endurtekið myndbönd af nöktum stúlkum í kvennaklefanum Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á Vestfjörðum fyrir endurtekin kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum í sundlaug og íþróttamiðstöð á Vestfjörðum. 2. október 2019 15:34 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Karlmaðurinn sem ákærður er fyrir að taka endurtekið upp myndbönd af ungum stúlkum og konum í kvennaklefanum í sundlauginni á Þingeyri var tíður gestur í lauginni. Um er að ræða karlmann á fimmtugsaldri samkvæmt heimildum Vísis. Málið kom upp í ársbyrjun 2018 en um það leyti lagði lögregla hald á snjallsíma mannsins sem innihélt myndskeið af stúlkum og mæðrum í sturtu. Þá voru þrír minnislyklar og spjaldtölva mannsins sömuleiðis gerð upptæk. Þorbjörg Gunnarsdóttir, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Þingeyri, segir í samtali við Vísi að strax hafi verið brugðist við þegar málið komst upp. Nýtt þil hafi verið smíðað á milli klefanna til að koma í veg fyrir iðju á borð við þessa.Mynd innan úr sundlauginni á Þingeyri. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.Hún segir að ekki sé hægt að átta sig á svona hugmyndaflugi fólks, jafnvel þótt hugað sé að vörnum. Um leið og komið hafi í ljós að eitthvað hafi verið athugavert hafi menn sem kunna til verka komið fyrir alla svona möguleika. Bótakröfur á hendur manninum frá brotaþolum nema 10,5 milljónum króna. Málið var nýlega þingfest í Héraðsdómi Vestfjarða. Maðurinn mun hafa flutt úr landi eftir að málið kom upp. Hann er ákærður fyrir kynferðisbrot, blygðunarsemisbrot nánar tiltekið, og brot á barnaverndarlögum. Vísir fjallaði um málið í gær en þá lá ekki fyrir hvar brotið átti sér stað eða hvaða tengsl ákærði hafði við sundlaugina. Veltu margir fyrir sér hvar málið hefði komið upp og hver ætti í hlut. Blaðamaður þekkir til eins dæmis um fyrrverandi starfsmann við sundlaug á Vestfjörðum sem hefur ranglega verið bendlaður við málið. Sá íhugar að leita réttar síns vegna slúðursagna.
Ísafjarðarbær Kynferðisofbeldi Sundlaugar Tengdar fréttir Tók endurtekið myndbönd af nöktum stúlkum í kvennaklefanum Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á Vestfjörðum fyrir endurtekin kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum í sundlaug og íþróttamiðstöð á Vestfjörðum. 2. október 2019 15:34 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Tók endurtekið myndbönd af nöktum stúlkum í kvennaklefanum Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á Vestfjörðum fyrir endurtekin kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum í sundlaug og íþróttamiðstöð á Vestfjörðum. 2. október 2019 15:34