Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Þór 105-84 | Fullkomin endurkoma Kára gegn Þór Benedikt Grétarsson skrifar 3. október 2019 22:30 vísir/vilhelm Haukar hefja leiktíðina í Dominosdeild karla á besta veg. Hauka mættu Þór frá Akureyri í nýjum og glæsilegum Ólafssal að Ásvöllum og unnu nokkuð fyrirhafnalítinn sigur, 105-84. Kári Jónsson snéri aftur í lið Hauka eftir ársdvöl erlendis og skoraði 34 stig. Flenard Whitfield var einnig gríðarsterkur með 21 stig og 11 fráköst. Júlíus Orri Ágústsson var stigahæstur Þórsara með 20 stig og Jamal Palmer og Giovanny Suarez bættu við 17 stigum hvor. Það tók Hauka örlitla stund að finna taktinn en í stöðunni 11-10 settu heimamenn í þriðja gír. Haukar skoruðu 16 stig í röð og hreinlega keyrðu yfir norðanmenn. Þór náði þó aðeins að klóra í bakkann en staðan að loknum fyrsta leikhluta var 27-14, Haukum í vil. Kári Jónsson hafði hægt um sig í fyrsta leikhluta en það breyttist í öðrum leikhluta. Kári skoraði körfur í öllum regnbogans litum og undir hans stjórn héldu kampakátir Haukar inn í hálfleikinn með 18 stiga forystu, 52-34. Þór skoraði fyrstu fimm stig seinni hálfleiks en það reyndist bara snemmbúinn dauðakippur hjá gestunum. Haukar hertu vörnina og Kári Jónsson hrökk í gang. Staðan eftir þrjá leikhluta var 75-55 og í raun engin spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi. Síðasti leikhlutinn lullaði bara áfram og bæði liðin voru meðvituð að úrslitin voru ráðin. Haukar unnu að lokum afar sanngjarnan sigur, 105-84.Af hverju unnu Haukar leikinn? Haukar eru með betri leikmenn og að auki að spila á heimavelli. Stundum eru skýringarnar ekki flóknar. Breiddin er miklu betri í Haukaliðinu og svo höfðu þeir líka besta mann vallarins í sínu liði. Það hjálpar yfirleitt mikið tilHverjir stóðu upp úr? Kári Jónsson kom mjög sterkur inn í Haukaliðið og virkaði í fínu formi. Kári er einfaldlega einstakur leikmaður og vonandi helst hann heill heilsu í vetur. Flenard Whitfield er hrikalega kraftmikill og erfiður inni í teignum og á eftir að nýtast Haukum vel. Haukur Óskarsson kom sterkur af bekknum og þetta hlutverk virðist henta honum vel. Jamal Palmer skaut boltanum ansi oft en er engu að síður seigur leikmaður sem mætti bara láta boltann flæða betur. Heilt yfir var Giovanny Suarez besti leikmaður Þórs með 17 stig og 9 stoðsendingar. Júlíus Orri vaknaði til lífsins í lokaleikhlutanum.Tölfræði sem vakti athygli Það hefur oft verið sagt að íslenska deildin sé þriggja-stiga deild. Það virtist eiga vel við í þessum leik en liðin skutu samtals 55 þristum. Það verður að teljast í meira lagi.Hvað gerist næst? Haukar fá erfitt verkefni í Vesturbænum á móti Íslandsmeisturum KR en Þórsarar mæta hinum nýliðinum í Fjölni á heimavelli sínum á Akureyri..Israel: Búum til nýjar minningar hérna Israel Martin stýrði Haukum til sigurs í fyrsta keppnisleik félagsins í nýjum og glæsilegum sal, sem hefur fengið heitið Ólafssalur. Þjálfarinn vonar að salurinn verði Haukum happadrjúgur. „Ég var að ræða við formann körfuknattleiksdeildar Hauka (Bragi Magnússon, innsk.blm) í morgun og við vorum sammála um að við værum að fara búa til nýja sögu hjá Haukum í þessu flotta íþróttahúsi. Það eru margar góðar minningar í hinum salnum og þar hafa unnist titlar en núna ætlum við að skapa nýjar og vonandi góðar minningar í Ólafssal. Ég er stoltur að fá að taka þátt í því.“ Haukar höfðu undirtökin nánast frá upphafi og nutu góðs af töliuvert meiri breidd en gestirnir. „Leikmenn Þórs eru í góðu líkamlegu formi. Þeir nota kannski ekki marga leikmenn en þeir sem eru inni á vellinum eru í góðu formi. Við erum hins vegar að reyna að bæta okkar líkamlega ástand hægt og bítandi. Atvinnumennirnir okkar komu fyrir tveimur vikum og það mun taka smá tíma að koma flæði í liðið, ekki síst varnarlega. Ég hef ekki miklar áhyggjur af okkar sóknarleik, þar sem liðið er með mikið af góðum sóknarmönnum innanborðs,“ sagði Martin. Kári Jónsson átti skínandi leik fyrir Hauka og þjálfarinn var að vonum ánægður með sinn mann. „Í fullri hreinskilni verð ég að segja að það ánægjulegasta við þennan leik var að sjá Kára brosa og hafa gaman af því að spila körfubolta. Ég, liðsfélagar Kára og allir sem á einhvern hátt tengjast Haukum viljum sjá að Kári sé að brosa á vellinum og þá koma svona frammistöður í beinu framhaldi,“ sagði Israel Martin.Lárus: Förum í alla leiki til að vinna Lárus Jónsson stýrir Þór Akureyri og hann viðurkenndi að hans menn hefðu ekki átt mikinn séns í Hauka í kvöld. „Við lentum í að elta Haukana og áttum of stutta kafla sem voru góðir. Haukar eru með góða breidd og þegar allir eru heilir hjá þeim, er þetta topp-4 lið að mínu mati. Þeir hefðu þurft að hitta á slæman leik og við á frábæran leik til að eiga séns í þá á útivelli.“ Lárus segist vera þokkalega sáttur með holninguna á liðinu á þessum tímapunkti. „Ég hefði viljað vera kominn aðeins lengra í okkar undirbúningi. Það er ekki langt síðan við skiptum um bandarískan leikmann og hann er bara rétt að komast inn í hlutina hjá okkur. Svo kom Erlendur Stefánsson bara fyrir viku til okkar, þannig að við erum kannski ekki alveg á þeim stað sem ég hefði viljað vera á en við spilum bara úr því sem við höfum.“ Þór mætir hinum nýliðum Dominosdeildarinnar, Fjölni á heimavelli í næstu umferð. Lítur Lárus á leikinn sem „fjögurra-stiga leik“? „Já, í rauninni geri ég það. Það er bara leikur sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir bæði lið. Við förum auðvitað í alla leiki til að vinna, hvort sem andstæðingurinn er Fjölnir eða Haukar. Ef við lítum samt raunsætt á hlutina, þá eigum við betri möguleika gegn Fjölni heima heldur en Haukum á útivelli.“ Dominos-deild karla
Haukar hefja leiktíðina í Dominosdeild karla á besta veg. Hauka mættu Þór frá Akureyri í nýjum og glæsilegum Ólafssal að Ásvöllum og unnu nokkuð fyrirhafnalítinn sigur, 105-84. Kári Jónsson snéri aftur í lið Hauka eftir ársdvöl erlendis og skoraði 34 stig. Flenard Whitfield var einnig gríðarsterkur með 21 stig og 11 fráköst. Júlíus Orri Ágústsson var stigahæstur Þórsara með 20 stig og Jamal Palmer og Giovanny Suarez bættu við 17 stigum hvor. Það tók Hauka örlitla stund að finna taktinn en í stöðunni 11-10 settu heimamenn í þriðja gír. Haukar skoruðu 16 stig í röð og hreinlega keyrðu yfir norðanmenn. Þór náði þó aðeins að klóra í bakkann en staðan að loknum fyrsta leikhluta var 27-14, Haukum í vil. Kári Jónsson hafði hægt um sig í fyrsta leikhluta en það breyttist í öðrum leikhluta. Kári skoraði körfur í öllum regnbogans litum og undir hans stjórn héldu kampakátir Haukar inn í hálfleikinn með 18 stiga forystu, 52-34. Þór skoraði fyrstu fimm stig seinni hálfleiks en það reyndist bara snemmbúinn dauðakippur hjá gestunum. Haukar hertu vörnina og Kári Jónsson hrökk í gang. Staðan eftir þrjá leikhluta var 75-55 og í raun engin spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi. Síðasti leikhlutinn lullaði bara áfram og bæði liðin voru meðvituð að úrslitin voru ráðin. Haukar unnu að lokum afar sanngjarnan sigur, 105-84.Af hverju unnu Haukar leikinn? Haukar eru með betri leikmenn og að auki að spila á heimavelli. Stundum eru skýringarnar ekki flóknar. Breiddin er miklu betri í Haukaliðinu og svo höfðu þeir líka besta mann vallarins í sínu liði. Það hjálpar yfirleitt mikið tilHverjir stóðu upp úr? Kári Jónsson kom mjög sterkur inn í Haukaliðið og virkaði í fínu formi. Kári er einfaldlega einstakur leikmaður og vonandi helst hann heill heilsu í vetur. Flenard Whitfield er hrikalega kraftmikill og erfiður inni í teignum og á eftir að nýtast Haukum vel. Haukur Óskarsson kom sterkur af bekknum og þetta hlutverk virðist henta honum vel. Jamal Palmer skaut boltanum ansi oft en er engu að síður seigur leikmaður sem mætti bara láta boltann flæða betur. Heilt yfir var Giovanny Suarez besti leikmaður Þórs með 17 stig og 9 stoðsendingar. Júlíus Orri vaknaði til lífsins í lokaleikhlutanum.Tölfræði sem vakti athygli Það hefur oft verið sagt að íslenska deildin sé þriggja-stiga deild. Það virtist eiga vel við í þessum leik en liðin skutu samtals 55 þristum. Það verður að teljast í meira lagi.Hvað gerist næst? Haukar fá erfitt verkefni í Vesturbænum á móti Íslandsmeisturum KR en Þórsarar mæta hinum nýliðinum í Fjölni á heimavelli sínum á Akureyri..Israel: Búum til nýjar minningar hérna Israel Martin stýrði Haukum til sigurs í fyrsta keppnisleik félagsins í nýjum og glæsilegum sal, sem hefur fengið heitið Ólafssalur. Þjálfarinn vonar að salurinn verði Haukum happadrjúgur. „Ég var að ræða við formann körfuknattleiksdeildar Hauka (Bragi Magnússon, innsk.blm) í morgun og við vorum sammála um að við værum að fara búa til nýja sögu hjá Haukum í þessu flotta íþróttahúsi. Það eru margar góðar minningar í hinum salnum og þar hafa unnist titlar en núna ætlum við að skapa nýjar og vonandi góðar minningar í Ólafssal. Ég er stoltur að fá að taka þátt í því.“ Haukar höfðu undirtökin nánast frá upphafi og nutu góðs af töliuvert meiri breidd en gestirnir. „Leikmenn Þórs eru í góðu líkamlegu formi. Þeir nota kannski ekki marga leikmenn en þeir sem eru inni á vellinum eru í góðu formi. Við erum hins vegar að reyna að bæta okkar líkamlega ástand hægt og bítandi. Atvinnumennirnir okkar komu fyrir tveimur vikum og það mun taka smá tíma að koma flæði í liðið, ekki síst varnarlega. Ég hef ekki miklar áhyggjur af okkar sóknarleik, þar sem liðið er með mikið af góðum sóknarmönnum innanborðs,“ sagði Martin. Kári Jónsson átti skínandi leik fyrir Hauka og þjálfarinn var að vonum ánægður með sinn mann. „Í fullri hreinskilni verð ég að segja að það ánægjulegasta við þennan leik var að sjá Kára brosa og hafa gaman af því að spila körfubolta. Ég, liðsfélagar Kára og allir sem á einhvern hátt tengjast Haukum viljum sjá að Kári sé að brosa á vellinum og þá koma svona frammistöður í beinu framhaldi,“ sagði Israel Martin.Lárus: Förum í alla leiki til að vinna Lárus Jónsson stýrir Þór Akureyri og hann viðurkenndi að hans menn hefðu ekki átt mikinn séns í Hauka í kvöld. „Við lentum í að elta Haukana og áttum of stutta kafla sem voru góðir. Haukar eru með góða breidd og þegar allir eru heilir hjá þeim, er þetta topp-4 lið að mínu mati. Þeir hefðu þurft að hitta á slæman leik og við á frábæran leik til að eiga séns í þá á útivelli.“ Lárus segist vera þokkalega sáttur með holninguna á liðinu á þessum tímapunkti. „Ég hefði viljað vera kominn aðeins lengra í okkar undirbúningi. Það er ekki langt síðan við skiptum um bandarískan leikmann og hann er bara rétt að komast inn í hlutina hjá okkur. Svo kom Erlendur Stefánsson bara fyrir viku til okkar, þannig að við erum kannski ekki alveg á þeim stað sem ég hefði viljað vera á en við spilum bara úr því sem við höfum.“ Þór mætir hinum nýliðum Dominosdeildarinnar, Fjölni á heimavelli í næstu umferð. Lítur Lárus á leikinn sem „fjögurra-stiga leik“? „Já, í rauninni geri ég það. Það er bara leikur sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir bæði lið. Við förum auðvitað í alla leiki til að vinna, hvort sem andstæðingurinn er Fjölnir eða Haukar. Ef við lítum samt raunsætt á hlutina, þá eigum við betri möguleika gegn Fjölni heima heldur en Haukum á útivelli.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum