Vill sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. október 2019 17:41 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi. Fréttablaðið/anton brink „Ég lagði hérna fram tillögu til fyrirspurnar fyrir þá sem voru hér í panel hvort í þessum sameiningarhugmyndum ætti að horfa fyrst til höfuðborgarsvæðisins, þar sem að sex sveitarfélög eru hér á afar takmörkuðu landsvæði,“ sagði Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Ég er í fullri alvöru að tala fyrir þessari hugmynd því það er náttúrulega galið að við skulum vera að reka sex sveitarfélög á þessu litla landsvæði og bera af því sexfaldan kostnað fyrir útsvarsgreiðendur. Þá er ég nú líka fyrst og fremst að hugsa um þann gríðarlega sparnað sem myndi nást með því, þó að við myndum ekki sameina nema helminginn.“ Vigdís segir að það væri hægt að fækka þessu niður í tvö eða þrjú öflug sveitarfélög. „Úr sex bæjarstjórum þá væri farið niður í tvo eða þrjá og svo framvegis, sex formenn bæjarráða, sex formenn skipulags- og samgöngusviða og svo framvegis. Svo við tölum nú ekki um fækkun bæjarfulltrúa og borgarfulltrúa. Ég er á því að það sé algjörlega galið að við borgarfulltrúar séum 23, þeim var fjölgað á síðasta kjörtímabili úr 15 í 23.“ Hún segir að kjörnir fulltrúar séu einfaldlega allt of margir og það sé of mikið að reka sex stofnanir af því sama á svona litlu svæði. Vigdís hefur mikla trú á þessari hugmynd.„Mér finnst þetta besta sparnaðartillagan sem hefur komið fram lengi og ég kem til með að tala fyrir henni áfram.“Sóun á ríkisfé Vigdís ætlar að koma þeim skilningi inn á höfuðborgarsvæðinu öllu, að ef að fólk er á móti sameiningum hér á það að hafa smá skilning á sjónarmiðum þeirra sem búa úti á landi. „Að þeir séu jafnframt á móti sameiningu hjá sér.“ Hún segir að tillagan um sameiningar minni sveitarfélaga virðist vera „við og þið“ tillaga, þar sem þvingaðar sameiningar eigi aðeins að gerast á landsbyggðinni.Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag, væri hægt að ná fram hagræðingu sem nemur allt að fimm milljörðum á ári með því að miða lágmarksíbúafjölda sveitarfélags við þúsund íbúa. Mestu munar um hagræðingu vegna kostnaðar í yfirstjórn segir höfundur nýrrar skýrslu. Þessi hagræðing gæti nýst vel til að bæta þjónustu við íbúa og greiða niður skuldir sveitarfélaga. Vigdís segir að á ráðstefnunni í dag hafi líka verið að fara yfir fjármál sveitafélaganna. „Sum eru verr stödd en önnur og er mjög ósátt við að þessum sameiningartillögum sem er verið að leggja hér til fylgi gjafapakki frá ríkinu upp á fimmtán milljarða, sem að sveitarfélögin fá við það eitt að sameinast.“ Vigdís segir að þetta sé rosaleg sóun á fé frá ríkinu.Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
„Ég lagði hérna fram tillögu til fyrirspurnar fyrir þá sem voru hér í panel hvort í þessum sameiningarhugmyndum ætti að horfa fyrst til höfuðborgarsvæðisins, þar sem að sex sveitarfélög eru hér á afar takmörkuðu landsvæði,“ sagði Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Ég er í fullri alvöru að tala fyrir þessari hugmynd því það er náttúrulega galið að við skulum vera að reka sex sveitarfélög á þessu litla landsvæði og bera af því sexfaldan kostnað fyrir útsvarsgreiðendur. Þá er ég nú líka fyrst og fremst að hugsa um þann gríðarlega sparnað sem myndi nást með því, þó að við myndum ekki sameina nema helminginn.“ Vigdís segir að það væri hægt að fækka þessu niður í tvö eða þrjú öflug sveitarfélög. „Úr sex bæjarstjórum þá væri farið niður í tvo eða þrjá og svo framvegis, sex formenn bæjarráða, sex formenn skipulags- og samgöngusviða og svo framvegis. Svo við tölum nú ekki um fækkun bæjarfulltrúa og borgarfulltrúa. Ég er á því að það sé algjörlega galið að við borgarfulltrúar séum 23, þeim var fjölgað á síðasta kjörtímabili úr 15 í 23.“ Hún segir að kjörnir fulltrúar séu einfaldlega allt of margir og það sé of mikið að reka sex stofnanir af því sama á svona litlu svæði. Vigdís hefur mikla trú á þessari hugmynd.„Mér finnst þetta besta sparnaðartillagan sem hefur komið fram lengi og ég kem til með að tala fyrir henni áfram.“Sóun á ríkisfé Vigdís ætlar að koma þeim skilningi inn á höfuðborgarsvæðinu öllu, að ef að fólk er á móti sameiningum hér á það að hafa smá skilning á sjónarmiðum þeirra sem búa úti á landi. „Að þeir séu jafnframt á móti sameiningu hjá sér.“ Hún segir að tillagan um sameiningar minni sveitarfélaga virðist vera „við og þið“ tillaga, þar sem þvingaðar sameiningar eigi aðeins að gerast á landsbyggðinni.Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag, væri hægt að ná fram hagræðingu sem nemur allt að fimm milljörðum á ári með því að miða lágmarksíbúafjölda sveitarfélags við þúsund íbúa. Mestu munar um hagræðingu vegna kostnaðar í yfirstjórn segir höfundur nýrrar skýrslu. Þessi hagræðing gæti nýst vel til að bæta þjónustu við íbúa og greiða niður skuldir sveitarfélaga. Vigdís segir að á ráðstefnunni í dag hafi líka verið að fara yfir fjármál sveitafélaganna. „Sum eru verr stödd en önnur og er mjög ósátt við að þessum sameiningartillögum sem er verið að leggja hér til fylgi gjafapakki frá ríkinu upp á fimmtán milljarða, sem að sveitarfélögin fá við það eitt að sameinast.“ Vigdís segir að þetta sé rosaleg sóun á fé frá ríkinu.Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira