Þungunarrofsbann á Norður-Írlandi talið brjóta gegn mannréttindum Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2019 18:44 Ewart fyrir utan Hæstarétt Bretlands í fyrra. Hann taldi þungunarrofslög á Norður-Írlandi stríða gegn mannréttindum en vísaði málinu frá af tæknilegum ástæðum. Vísir/EPA Undirréttur á Norður-Írlandi komst að þeirri niðurstöðu í dag að lög um þungunarrof á Norður-Írlandi stangist á við skuldbindingar Bretlands í mannréttindamálum. Kona sem neitað var um þungunarrof höfðaði málið til að fá lögin felld úr gildi. Þungunarrof er aðeins heimilt á Norður-Írlandi þegar líf eða heilbrigði móður er í hættu. Engar undanþágur eru í tilfellum þar sem konu hefur verið nauðgað, hún verið fórnarlamb sifjaspells eða alvarlegra fósturgalla. Dómarinn í málinu sagðist þó ekki ætla að fella lögin úr gildi strax í ljósi þess að breska ríkisstjórnin hefur þegar boðað að þungunarrof verði lögleitt á Norður-Írlandi takist stjórnmálaflokkum þar ekki að mynda nýja heimastjórn fyrir 21. október, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sarah Ewart, konan sem höfðaði málið, fagnaði niðurstöðunni og sagði hana vendipunkt fyrir konur í baráttu þeirra gegn „úreltum lögum“. Ewart var neitað um þungunarrof árið 2013 þrátt fyrir að læknar teldu að fóstrið ætti sér enga lífsvon utan móðurkviðs. Hún fór því til Englands til að gangast undir þungunarrof og hefur lýst því hvernig reynslan hafi valdið henni og fjölskyldu hennar enn frekara sálrænu áfalli og kostnaði. Andstæðingar þungunarrofs mótmæltu fyrir utan dómshúsið í Belfast og sögðu daginn „sorgardag“ fyrir Norður-Írland.Við það að missa heimastjórnina eftir áralanga stjórnarkreppu Þungunarrof var lögleitt á Englandi, í Wales og Skotlandi árið 1967 en það var aldrei leitt í lög á Norður-Írlandi sem hefur lengi vel verið íhaldssöm kristin þjóð. Stjórnarkeppa hefur ríkt á Norður-Írlandi í tæp þrjú. Flokkar sambandssinna og þjóðernissinna eru skikkaðir til að mynda saman heimastjórn en samstarf Lýðræðislega sambandssinnaflokksins (DUP) og Sinn Féin sprakk í loft upp í janúar árið 2017. Nái flokkarnir ekki saman um heimastjórn fyrir 21. október tekur breska ríkisstjórnin við skyldum heimastjórnarinnar. Hún hefur þegar samþykkt að lögleiða þungunarrof og hjónabönd samkynhneigðra nema sættir náist á Norður-Írlandi áður. Bretland Mannréttindi Norður-Írland Þungunarrof Tengdar fréttir Samþykktu lögleiðingu samkynja hjónabanda á Norður-Írlandi Breska þingið gæti tekið fram fyrir hendurnar á Norður-Írum ef þeir klambra ekki saman heimastjórn fyrir lok október. Engin heimastjórn hefur verið þar frá því árið 2017. 9. júlí 2019 19:17 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Undirréttur á Norður-Írlandi komst að þeirri niðurstöðu í dag að lög um þungunarrof á Norður-Írlandi stangist á við skuldbindingar Bretlands í mannréttindamálum. Kona sem neitað var um þungunarrof höfðaði málið til að fá lögin felld úr gildi. Þungunarrof er aðeins heimilt á Norður-Írlandi þegar líf eða heilbrigði móður er í hættu. Engar undanþágur eru í tilfellum þar sem konu hefur verið nauðgað, hún verið fórnarlamb sifjaspells eða alvarlegra fósturgalla. Dómarinn í málinu sagðist þó ekki ætla að fella lögin úr gildi strax í ljósi þess að breska ríkisstjórnin hefur þegar boðað að þungunarrof verði lögleitt á Norður-Írlandi takist stjórnmálaflokkum þar ekki að mynda nýja heimastjórn fyrir 21. október, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sarah Ewart, konan sem höfðaði málið, fagnaði niðurstöðunni og sagði hana vendipunkt fyrir konur í baráttu þeirra gegn „úreltum lögum“. Ewart var neitað um þungunarrof árið 2013 þrátt fyrir að læknar teldu að fóstrið ætti sér enga lífsvon utan móðurkviðs. Hún fór því til Englands til að gangast undir þungunarrof og hefur lýst því hvernig reynslan hafi valdið henni og fjölskyldu hennar enn frekara sálrænu áfalli og kostnaði. Andstæðingar þungunarrofs mótmæltu fyrir utan dómshúsið í Belfast og sögðu daginn „sorgardag“ fyrir Norður-Írland.Við það að missa heimastjórnina eftir áralanga stjórnarkreppu Þungunarrof var lögleitt á Englandi, í Wales og Skotlandi árið 1967 en það var aldrei leitt í lög á Norður-Írlandi sem hefur lengi vel verið íhaldssöm kristin þjóð. Stjórnarkeppa hefur ríkt á Norður-Írlandi í tæp þrjú. Flokkar sambandssinna og þjóðernissinna eru skikkaðir til að mynda saman heimastjórn en samstarf Lýðræðislega sambandssinnaflokksins (DUP) og Sinn Féin sprakk í loft upp í janúar árið 2017. Nái flokkarnir ekki saman um heimastjórn fyrir 21. október tekur breska ríkisstjórnin við skyldum heimastjórnarinnar. Hún hefur þegar samþykkt að lögleiða þungunarrof og hjónabönd samkynhneigðra nema sættir náist á Norður-Írlandi áður.
Bretland Mannréttindi Norður-Írland Þungunarrof Tengdar fréttir Samþykktu lögleiðingu samkynja hjónabanda á Norður-Írlandi Breska þingið gæti tekið fram fyrir hendurnar á Norður-Írum ef þeir klambra ekki saman heimastjórn fyrir lok október. Engin heimastjórn hefur verið þar frá því árið 2017. 9. júlí 2019 19:17 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Samþykktu lögleiðingu samkynja hjónabanda á Norður-Írlandi Breska þingið gæti tekið fram fyrir hendurnar á Norður-Írum ef þeir klambra ekki saman heimastjórn fyrir lok október. Engin heimastjórn hefur verið þar frá því árið 2017. 9. júlí 2019 19:17