Þungunarrofsbann á Norður-Írlandi talið brjóta gegn mannréttindum Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2019 18:44 Ewart fyrir utan Hæstarétt Bretlands í fyrra. Hann taldi þungunarrofslög á Norður-Írlandi stríða gegn mannréttindum en vísaði málinu frá af tæknilegum ástæðum. Vísir/EPA Undirréttur á Norður-Írlandi komst að þeirri niðurstöðu í dag að lög um þungunarrof á Norður-Írlandi stangist á við skuldbindingar Bretlands í mannréttindamálum. Kona sem neitað var um þungunarrof höfðaði málið til að fá lögin felld úr gildi. Þungunarrof er aðeins heimilt á Norður-Írlandi þegar líf eða heilbrigði móður er í hættu. Engar undanþágur eru í tilfellum þar sem konu hefur verið nauðgað, hún verið fórnarlamb sifjaspells eða alvarlegra fósturgalla. Dómarinn í málinu sagðist þó ekki ætla að fella lögin úr gildi strax í ljósi þess að breska ríkisstjórnin hefur þegar boðað að þungunarrof verði lögleitt á Norður-Írlandi takist stjórnmálaflokkum þar ekki að mynda nýja heimastjórn fyrir 21. október, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sarah Ewart, konan sem höfðaði málið, fagnaði niðurstöðunni og sagði hana vendipunkt fyrir konur í baráttu þeirra gegn „úreltum lögum“. Ewart var neitað um þungunarrof árið 2013 þrátt fyrir að læknar teldu að fóstrið ætti sér enga lífsvon utan móðurkviðs. Hún fór því til Englands til að gangast undir þungunarrof og hefur lýst því hvernig reynslan hafi valdið henni og fjölskyldu hennar enn frekara sálrænu áfalli og kostnaði. Andstæðingar þungunarrofs mótmæltu fyrir utan dómshúsið í Belfast og sögðu daginn „sorgardag“ fyrir Norður-Írland.Við það að missa heimastjórnina eftir áralanga stjórnarkreppu Þungunarrof var lögleitt á Englandi, í Wales og Skotlandi árið 1967 en það var aldrei leitt í lög á Norður-Írlandi sem hefur lengi vel verið íhaldssöm kristin þjóð. Stjórnarkeppa hefur ríkt á Norður-Írlandi í tæp þrjú. Flokkar sambandssinna og þjóðernissinna eru skikkaðir til að mynda saman heimastjórn en samstarf Lýðræðislega sambandssinnaflokksins (DUP) og Sinn Féin sprakk í loft upp í janúar árið 2017. Nái flokkarnir ekki saman um heimastjórn fyrir 21. október tekur breska ríkisstjórnin við skyldum heimastjórnarinnar. Hún hefur þegar samþykkt að lögleiða þungunarrof og hjónabönd samkynhneigðra nema sættir náist á Norður-Írlandi áður. Bretland Mannréttindi Norður-Írland Þungunarrof Tengdar fréttir Samþykktu lögleiðingu samkynja hjónabanda á Norður-Írlandi Breska þingið gæti tekið fram fyrir hendurnar á Norður-Írum ef þeir klambra ekki saman heimastjórn fyrir lok október. Engin heimastjórn hefur verið þar frá því árið 2017. 9. júlí 2019 19:17 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Undirréttur á Norður-Írlandi komst að þeirri niðurstöðu í dag að lög um þungunarrof á Norður-Írlandi stangist á við skuldbindingar Bretlands í mannréttindamálum. Kona sem neitað var um þungunarrof höfðaði málið til að fá lögin felld úr gildi. Þungunarrof er aðeins heimilt á Norður-Írlandi þegar líf eða heilbrigði móður er í hættu. Engar undanþágur eru í tilfellum þar sem konu hefur verið nauðgað, hún verið fórnarlamb sifjaspells eða alvarlegra fósturgalla. Dómarinn í málinu sagðist þó ekki ætla að fella lögin úr gildi strax í ljósi þess að breska ríkisstjórnin hefur þegar boðað að þungunarrof verði lögleitt á Norður-Írlandi takist stjórnmálaflokkum þar ekki að mynda nýja heimastjórn fyrir 21. október, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sarah Ewart, konan sem höfðaði málið, fagnaði niðurstöðunni og sagði hana vendipunkt fyrir konur í baráttu þeirra gegn „úreltum lögum“. Ewart var neitað um þungunarrof árið 2013 þrátt fyrir að læknar teldu að fóstrið ætti sér enga lífsvon utan móðurkviðs. Hún fór því til Englands til að gangast undir þungunarrof og hefur lýst því hvernig reynslan hafi valdið henni og fjölskyldu hennar enn frekara sálrænu áfalli og kostnaði. Andstæðingar þungunarrofs mótmæltu fyrir utan dómshúsið í Belfast og sögðu daginn „sorgardag“ fyrir Norður-Írland.Við það að missa heimastjórnina eftir áralanga stjórnarkreppu Þungunarrof var lögleitt á Englandi, í Wales og Skotlandi árið 1967 en það var aldrei leitt í lög á Norður-Írlandi sem hefur lengi vel verið íhaldssöm kristin þjóð. Stjórnarkeppa hefur ríkt á Norður-Írlandi í tæp þrjú. Flokkar sambandssinna og þjóðernissinna eru skikkaðir til að mynda saman heimastjórn en samstarf Lýðræðislega sambandssinnaflokksins (DUP) og Sinn Féin sprakk í loft upp í janúar árið 2017. Nái flokkarnir ekki saman um heimastjórn fyrir 21. október tekur breska ríkisstjórnin við skyldum heimastjórnarinnar. Hún hefur þegar samþykkt að lögleiða þungunarrof og hjónabönd samkynhneigðra nema sættir náist á Norður-Írlandi áður.
Bretland Mannréttindi Norður-Írland Þungunarrof Tengdar fréttir Samþykktu lögleiðingu samkynja hjónabanda á Norður-Írlandi Breska þingið gæti tekið fram fyrir hendurnar á Norður-Írum ef þeir klambra ekki saman heimastjórn fyrir lok október. Engin heimastjórn hefur verið þar frá því árið 2017. 9. júlí 2019 19:17 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Samþykktu lögleiðingu samkynja hjónabanda á Norður-Írlandi Breska þingið gæti tekið fram fyrir hendurnar á Norður-Írum ef þeir klambra ekki saman heimastjórn fyrir lok október. Engin heimastjórn hefur verið þar frá því árið 2017. 9. júlí 2019 19:17