Besti vinur mannsins Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 4. október 2019 09:00 Rannsóknin sýndi að kettir eru oftast tengdir eiganda sínum. NORDICPHOTOS/GETTY Rannsóknin sem birtist í nýjustu útgáfu Current Biology sýnir að kettir, líkt og börn og hundar, mynda bæði örugg og óörugg tengsl við eigendur sína. Þessi hæfileiki til tengslamyndunar milli tegunda er því ekki tengdur við hunda eingöngu eins og oft hefur verið haldið fram. Vísindafólkið sem framkvæmdi rannsóknina segir að kettir líkt og hundar sýni félagslegan sveigjanleika í tengslum við eigendur sína. Rannsóknin sýndi að flestir kettir myndi örugg tengsl við eigendur sína og upplifi öryggi hjá þeim ef þeir eru í umhverfi sem þeir þekkja ekki. Ein aðferð sem gjarnan er notuð til að rannsaka tengslamyndun mannfólks er að skoða hvernig ungbörn bregðast við þegar foreldri eða umönnunaraðili birtist aftur eftir stutta fjarveru í framandi umhverfi. Ef ungbörnin eru í öruggum tengslum við umönnunaraðilann verða þau strax róleg og byrja að virða fyrir sér umhverfið þegar hann birtist aftur. Ef tengslin eru óörugg byrjar barnið að sýna þörf fyrir óvenju mikla nánd við umönnunaraðilann eða öfugt. Forðast nándina. Svipaðar aðferðir hafa verið notaðar til að rannsaka tengslamyndum apa og hunda, svo í þessari rannsókn var ákveðið að gera sams konar rannsókn á köttum.Flestir kettir eru tengdir eigendum sínum Rannsóknin fór þannig fram að fullorðinn köttur og kettlingur dvöldu í ókunnugu herbergi með eiganda sínum í tvær mínútur og voru svo áfram í herberginu í tvær mínútur án eigandans. Eftir þann tíma kom eigandinn aftur inn í herbergið. Viðbrögð kattanna við endurfundunum voru skilgreind sem mismunandi tegundir tengslamyndunar.Bæði kettir og hundar hafa hæfileika til tengslamyndunar.NORDICPHOTOS/GETTYNiðurstöðurnar voru þær að kettirnir mynda tengsl á ótrúlega svipaðan hátt og ungbörn. 65% ungbarna eru í öruggum tengslum við aðal-umönnunaraðila sinn. Rannsóknin sýndi að hlutfallið er það sama hjá heimilisköttum, 65% þeirra höfðu myndað örugg tengsl við eigendur sína. Það átti jafn við um kettlingana og fullorðnu kettina. Niðurstöðurnar sýna að tengsl katta við mannfólk eru örugg og til staðar hjá köttum fram á fullorðinsár. Þessi hæfileiki katta til tengslamyndunar gæti verið ástæða þess hvers vegna sambúð katta og mannfólks á heimilum mannfólksins hefur gengið svona vel í aldaraðir. Aðstandendur rannsóknarinnar eru nú að skoða hvaða áhrif þessi tengslamyndunarhæfileiki hefur á ketti og kettlinga sem enda í kattaathvarfi fyrir heimilislausa ketti og hvort þeir nái að mynda örugg tengsl við mannfólk ef þeir fá reglulegan félagsskap við fólk eða eru teknir í fóstur. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
Rannsóknin sem birtist í nýjustu útgáfu Current Biology sýnir að kettir, líkt og börn og hundar, mynda bæði örugg og óörugg tengsl við eigendur sína. Þessi hæfileiki til tengslamyndunar milli tegunda er því ekki tengdur við hunda eingöngu eins og oft hefur verið haldið fram. Vísindafólkið sem framkvæmdi rannsóknina segir að kettir líkt og hundar sýni félagslegan sveigjanleika í tengslum við eigendur sína. Rannsóknin sýndi að flestir kettir myndi örugg tengsl við eigendur sína og upplifi öryggi hjá þeim ef þeir eru í umhverfi sem þeir þekkja ekki. Ein aðferð sem gjarnan er notuð til að rannsaka tengslamyndun mannfólks er að skoða hvernig ungbörn bregðast við þegar foreldri eða umönnunaraðili birtist aftur eftir stutta fjarveru í framandi umhverfi. Ef ungbörnin eru í öruggum tengslum við umönnunaraðilann verða þau strax róleg og byrja að virða fyrir sér umhverfið þegar hann birtist aftur. Ef tengslin eru óörugg byrjar barnið að sýna þörf fyrir óvenju mikla nánd við umönnunaraðilann eða öfugt. Forðast nándina. Svipaðar aðferðir hafa verið notaðar til að rannsaka tengslamyndum apa og hunda, svo í þessari rannsókn var ákveðið að gera sams konar rannsókn á köttum.Flestir kettir eru tengdir eigendum sínum Rannsóknin fór þannig fram að fullorðinn köttur og kettlingur dvöldu í ókunnugu herbergi með eiganda sínum í tvær mínútur og voru svo áfram í herberginu í tvær mínútur án eigandans. Eftir þann tíma kom eigandinn aftur inn í herbergið. Viðbrögð kattanna við endurfundunum voru skilgreind sem mismunandi tegundir tengslamyndunar.Bæði kettir og hundar hafa hæfileika til tengslamyndunar.NORDICPHOTOS/GETTYNiðurstöðurnar voru þær að kettirnir mynda tengsl á ótrúlega svipaðan hátt og ungbörn. 65% ungbarna eru í öruggum tengslum við aðal-umönnunaraðila sinn. Rannsóknin sýndi að hlutfallið er það sama hjá heimilisköttum, 65% þeirra höfðu myndað örugg tengsl við eigendur sína. Það átti jafn við um kettlingana og fullorðnu kettina. Niðurstöðurnar sýna að tengsl katta við mannfólk eru örugg og til staðar hjá köttum fram á fullorðinsár. Þessi hæfileiki katta til tengslamyndunar gæti verið ástæða þess hvers vegna sambúð katta og mannfólks á heimilum mannfólksins hefur gengið svona vel í aldaraðir. Aðstandendur rannsóknarinnar eru nú að skoða hvaða áhrif þessi tengslamyndunarhæfileiki hefur á ketti og kettlinga sem enda í kattaathvarfi fyrir heimilislausa ketti og hvort þeir nái að mynda örugg tengsl við mannfólk ef þeir fá reglulegan félagsskap við fólk eða eru teknir í fóstur.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira