Nýsköpun ekki lúxus heldur lífsnauðsynleg Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 5. október 2019 08:15 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir nauðsynlegt að regluverk á Íslandi sé skilvirkt þegar kemur að nýsköpun. Vísir/vilhelm Íslenskt regluverk mun árið 2030 ýta undir samkeppnishæfni og nýsköpun. Mun stjórnsýslan vera tilbúin til að innleiða allar tækninýjungar hratt og eiga eftirlitsstofnanir að starfa á skilvirkan hátt. Þetta kom fram á fundi sem haldinn var í Sjávarklasanum í gær þar sem kynnt var fyrsta Nýsköpunarstefna Íslands. Um er að ræða vinnu stýrihóps undir forystu Guðmundar Hafsteinssonar, frumkvöðuls og fyrrverandi yfirmanns vöruþróunar á Google Assistant. Í hópnum voru einnig fulltrúar frá öllum flokkum á Alþingi, ásamt fulltrúum atvinnulífsins og háskólasamfélagsins. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að stefnunni sé ætlað að gera Ísland betur í stakk búið til að takast á við framtíðaráskoranir með því að byggja upp grundvöll fyrir stöðuga nýsköpun. „Nýsköpun er auðvitað ekki bara grundvöllur efnahagslegrar velgengni heldur líka lykillinn að úrlausnum á stærstu viðfangsefnum komandi áratuga,“ segir Þórdís Kolbrún. „Nýsköpun er ekki lúxus eða viðbót við hefðbundinn atvinnurekstur eða eitthvað sem er notalegt að hafa, heldur er nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins okkur lífsnauðsynleg,“ bætir hún við. Markmiðið er háleitt, að árið 2030 verði nýsköpun inngróin í menningu og efnahagslíf íslensks samfélags, að hér á landi sé grundvöllur fyrir rekstri alþjóðlega samkeppnishæfra fyrirtækja og að Ísland sé fyrirmynd annarra ríkja þegar kemur að sjálfbærri þróun svo fátt eitt sé nefnt. „Það er mikilvægt að í samfélagi okkar séu ekki viðbótarhindranir og að allt viðmót gagnvart hinu opinbera sé í lagi,“ segir Þórdís Kolbrún. „Þetta snýst líka um lítil atriði eins og að vera með þær upplýsingar sem þurfa að vera á ensku á ensku. Að við séum með þannig viðmót að við séum raunverulega opin fyrir umheiminum þegar kemur að viðskiptum og öflugu erlendu fólki sem vill koma hingað og stofna fyrirtæki, starfa hjá einhverju fyrirtæki og svo framvegis,“ segir hún. Þórdís Kolbrún segir einnig mikilvægt að lög og reglugerðir séu í samræmi við önnur ríki og að auðvelt sé að eiga í viðskiptum við Ísland. Hún leggur áherslu á að nauðsynlegt sé að íslenskt regluverk sé skilvirkt. „Það munu koma fram fullmótaðar tillögur að ýmsum skattalegum atriðum, lögum og reglugerðum sem gera það að verkum að hindrunum til þess að stunda viðskipti og stofna fyrirtæki hér fækki,“ segir hún Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Íslenskt regluverk mun árið 2030 ýta undir samkeppnishæfni og nýsköpun. Mun stjórnsýslan vera tilbúin til að innleiða allar tækninýjungar hratt og eiga eftirlitsstofnanir að starfa á skilvirkan hátt. Þetta kom fram á fundi sem haldinn var í Sjávarklasanum í gær þar sem kynnt var fyrsta Nýsköpunarstefna Íslands. Um er að ræða vinnu stýrihóps undir forystu Guðmundar Hafsteinssonar, frumkvöðuls og fyrrverandi yfirmanns vöruþróunar á Google Assistant. Í hópnum voru einnig fulltrúar frá öllum flokkum á Alþingi, ásamt fulltrúum atvinnulífsins og háskólasamfélagsins. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að stefnunni sé ætlað að gera Ísland betur í stakk búið til að takast á við framtíðaráskoranir með því að byggja upp grundvöll fyrir stöðuga nýsköpun. „Nýsköpun er auðvitað ekki bara grundvöllur efnahagslegrar velgengni heldur líka lykillinn að úrlausnum á stærstu viðfangsefnum komandi áratuga,“ segir Þórdís Kolbrún. „Nýsköpun er ekki lúxus eða viðbót við hefðbundinn atvinnurekstur eða eitthvað sem er notalegt að hafa, heldur er nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins okkur lífsnauðsynleg,“ bætir hún við. Markmiðið er háleitt, að árið 2030 verði nýsköpun inngróin í menningu og efnahagslíf íslensks samfélags, að hér á landi sé grundvöllur fyrir rekstri alþjóðlega samkeppnishæfra fyrirtækja og að Ísland sé fyrirmynd annarra ríkja þegar kemur að sjálfbærri þróun svo fátt eitt sé nefnt. „Það er mikilvægt að í samfélagi okkar séu ekki viðbótarhindranir og að allt viðmót gagnvart hinu opinbera sé í lagi,“ segir Þórdís Kolbrún. „Þetta snýst líka um lítil atriði eins og að vera með þær upplýsingar sem þurfa að vera á ensku á ensku. Að við séum með þannig viðmót að við séum raunverulega opin fyrir umheiminum þegar kemur að viðskiptum og öflugu erlendu fólki sem vill koma hingað og stofna fyrirtæki, starfa hjá einhverju fyrirtæki og svo framvegis,“ segir hún. Þórdís Kolbrún segir einnig mikilvægt að lög og reglugerðir séu í samræmi við önnur ríki og að auðvelt sé að eiga í viðskiptum við Ísland. Hún leggur áherslu á að nauðsynlegt sé að íslenskt regluverk sé skilvirkt. „Það munu koma fram fullmótaðar tillögur að ýmsum skattalegum atriðum, lögum og reglugerðum sem gera það að verkum að hindrunum til þess að stunda viðskipti og stofna fyrirtæki hér fækki,“ segir hún
Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira