Löng bið eftir niðurstöðu í klukkumálinu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. október 2019 14:40 Skammdegið getur reynst mörgum erfitt yfir myrkustu mánuðina. Vísir/Getty Stuðningsfólk þess að seinka klukkunni á Íslandi er farið að lengja eftir því að stjórnvöld ákveði næstu skref í málinu. Nú þegar nærri sjö mánuðir er síðan að hætt var að taka við umsögnum um málið er það enn í skoðun hjá forsætisráðuneytinu. Umræða um að breyta klukkunni á Íslandi hefur reglulega komið upp og meðal annars verið lagðar fram þingsályktunartillögur um málið. Nokkur þungi færðist í umræðuna í desember í fyrra þegar samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar að gefa almenningi færi á að tjá sig um málið. Í janúar var svo birt greinagerð í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Í henni var skoðað hvort færa eigi staðartíma nær sólartíma miðað við hnattræna legu landsins. Mikill fjöldi þeirra umsagna sem bárust voru á þá leið að seinka ætti klukkunni en um sextán hundruð umsagnir bárust um málið áður en hætt var að taka við þeim í byrjun mars. Nú þegar nærri sjö mánuðir eru síðan að tekið var við síðustu umsögnum frá almenningi hefur enn engin ákvörðun verið tekin um það hvort stjórnvöld ætli að leggja til einhverja breytingu á klukkunni eða ekki. Við fyrirspurn sem send var forsætisráðuneytinu vegna málsins fengust þau svör að málið væri í skoðun hjá bæði forsætisráðuneytinu og heilbrigðisráðuneytinu og niðurstöður verði birtar þegar þær liggja fyrir. Hvenær að það verður er alls kostar óvíst. Á meðal þeirra sem hafa barist fyrir því að klukkunni verði seinka er Hið íslenska svefnrannsóknarfélag. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og varaformaður Hins íslenska svefnrannsóknarfélags, segir að þar á bæ finnist fólki biðin eftir niðurstöðu í málinu orðin ansi löng. „Við teljum að þetta sé stórt lýðheilsumál og skipti máli fyrir svefnvenjur Íslendinga þannig að við viljum fara að sjá einhverja niðurstöðu í þessu,“ segir Erla. Hún bendir á að mjög margar umsagnir hafi borist í samráðsgáttina. „Ég myndi vilja fara að sjá einhverjar aðgerðir. Það er löngu búið að skila inn ummælum og sérfræðingar hafa gefið sitt álit þannig að mér finnst kominn tími til að taka einhverjar ákvarðanir,“ segir Erla. Klukkan á Íslandi Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Stuðningsfólk þess að seinka klukkunni á Íslandi er farið að lengja eftir því að stjórnvöld ákveði næstu skref í málinu. Nú þegar nærri sjö mánuðir er síðan að hætt var að taka við umsögnum um málið er það enn í skoðun hjá forsætisráðuneytinu. Umræða um að breyta klukkunni á Íslandi hefur reglulega komið upp og meðal annars verið lagðar fram þingsályktunartillögur um málið. Nokkur þungi færðist í umræðuna í desember í fyrra þegar samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar að gefa almenningi færi á að tjá sig um málið. Í janúar var svo birt greinagerð í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Í henni var skoðað hvort færa eigi staðartíma nær sólartíma miðað við hnattræna legu landsins. Mikill fjöldi þeirra umsagna sem bárust voru á þá leið að seinka ætti klukkunni en um sextán hundruð umsagnir bárust um málið áður en hætt var að taka við þeim í byrjun mars. Nú þegar nærri sjö mánuðir eru síðan að tekið var við síðustu umsögnum frá almenningi hefur enn engin ákvörðun verið tekin um það hvort stjórnvöld ætli að leggja til einhverja breytingu á klukkunni eða ekki. Við fyrirspurn sem send var forsætisráðuneytinu vegna málsins fengust þau svör að málið væri í skoðun hjá bæði forsætisráðuneytinu og heilbrigðisráðuneytinu og niðurstöður verði birtar þegar þær liggja fyrir. Hvenær að það verður er alls kostar óvíst. Á meðal þeirra sem hafa barist fyrir því að klukkunni verði seinka er Hið íslenska svefnrannsóknarfélag. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og varaformaður Hins íslenska svefnrannsóknarfélags, segir að þar á bæ finnist fólki biðin eftir niðurstöðu í málinu orðin ansi löng. „Við teljum að þetta sé stórt lýðheilsumál og skipti máli fyrir svefnvenjur Íslendinga þannig að við viljum fara að sjá einhverja niðurstöðu í þessu,“ segir Erla. Hún bendir á að mjög margar umsagnir hafi borist í samráðsgáttina. „Ég myndi vilja fara að sjá einhverjar aðgerðir. Það er löngu búið að skila inn ummælum og sérfræðingar hafa gefið sitt álit þannig að mér finnst kominn tími til að taka einhverjar ákvarðanir,“ segir Erla.
Klukkan á Íslandi Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira