Byggt og byggt á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. október 2019 19:15 Sjaldan eða aldrei hefur verið byggt eins mikið af íbúðarhúsnæði á Hvolsvelli eins og um þessar mundir því þar rísa ný hverfi eins og hendi væri veifað. Hvolsvöllur tilheyrir sveitarfélaginu Rangárþingi eystra en þá er verið að tala um sveitirnar þar í kring eins og Fljótshlíð, Landeyjarnar og Eyjafjöllin. Alls staðar er verið að byggja í sveitarfélaginu en þó hvergi eins mikið og á Hvolsvelli, þar hafa risið ný hverfi og íbúum fjölgar stöðugt. „Það er bara að fjölga hjá okkur íbúum og fólk vill búa hjá okkur sem er hið besta mál og mikið byggt þessa dagana. Það eru um 30 byggingar í byggingu og svo erum við að plana ný hverfi með fjöldann allan af fjölbreyttu íbúðarhúsnæði. Við erum gríðarlega ánægð með þetta og að sjálfsögðu bjóðum við fólk velkomið til okkar á Hvolsvöll, hér er gott að vera“, segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri. En hvað er það við Hvolsvöll sem er svona gott að fólk flykkist þangað til að eiga heima? „Við höfum bara ýmislegt að bjóða eins og næga atvinnu, gott umhverfi, góða umgjörð og góða skóla. Það er alls lags fólk að flytja til okkar, fólk sem er að koma að vinna hjá okkur, mikið náttúrulega í tengslum við ferðaþjónustu og ungt fólk er að flytja til baka eftir nám, já, það er bara bjart framundan“. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað með íbúðaverð á Hvolsvelli? „Það hefur náttúrulega hækkað talsvert á undanförnum árum, sem er bæði gott og slæmt en ég held að við séum á pari við það sem gengur og gerist á Suðurlandi“, segir Anton Kári og bætir við. „Það er gríðarlega skemmtilegt að vera sveitarstjóri í svona sveitarfélagi og ekki síður krefjandi þegar næg verkefni eru til staðar og gaman að vera til“. Fólk með börn flytur mikið á Hvolsvöll enda góðir skólar á staðnum og ýmis afþreying í boði fyrir barnafjölskyldur. Myndin var tekin á Kjötsúpuhátíð á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Íbúar á Hvolsvelli eru um 1950 í dag en Anton Kári vonast til að þeir verði orðnir um tvö þúsund fljótlega á nýju ári. Húsnæðismál Rangárþing eystra Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
Sjaldan eða aldrei hefur verið byggt eins mikið af íbúðarhúsnæði á Hvolsvelli eins og um þessar mundir því þar rísa ný hverfi eins og hendi væri veifað. Hvolsvöllur tilheyrir sveitarfélaginu Rangárþingi eystra en þá er verið að tala um sveitirnar þar í kring eins og Fljótshlíð, Landeyjarnar og Eyjafjöllin. Alls staðar er verið að byggja í sveitarfélaginu en þó hvergi eins mikið og á Hvolsvelli, þar hafa risið ný hverfi og íbúum fjölgar stöðugt. „Það er bara að fjölga hjá okkur íbúum og fólk vill búa hjá okkur sem er hið besta mál og mikið byggt þessa dagana. Það eru um 30 byggingar í byggingu og svo erum við að plana ný hverfi með fjöldann allan af fjölbreyttu íbúðarhúsnæði. Við erum gríðarlega ánægð með þetta og að sjálfsögðu bjóðum við fólk velkomið til okkar á Hvolsvöll, hér er gott að vera“, segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri. En hvað er það við Hvolsvöll sem er svona gott að fólk flykkist þangað til að eiga heima? „Við höfum bara ýmislegt að bjóða eins og næga atvinnu, gott umhverfi, góða umgjörð og góða skóla. Það er alls lags fólk að flytja til okkar, fólk sem er að koma að vinna hjá okkur, mikið náttúrulega í tengslum við ferðaþjónustu og ungt fólk er að flytja til baka eftir nám, já, það er bara bjart framundan“. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað með íbúðaverð á Hvolsvelli? „Það hefur náttúrulega hækkað talsvert á undanförnum árum, sem er bæði gott og slæmt en ég held að við séum á pari við það sem gengur og gerist á Suðurlandi“, segir Anton Kári og bætir við. „Það er gríðarlega skemmtilegt að vera sveitarstjóri í svona sveitarfélagi og ekki síður krefjandi þegar næg verkefni eru til staðar og gaman að vera til“. Fólk með börn flytur mikið á Hvolsvöll enda góðir skólar á staðnum og ýmis afþreying í boði fyrir barnafjölskyldur. Myndin var tekin á Kjötsúpuhátíð á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Íbúar á Hvolsvelli eru um 1950 í dag en Anton Kári vonast til að þeir verði orðnir um tvö þúsund fljótlega á nýju ári.
Húsnæðismál Rangárþing eystra Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira