Aðalfundur ÖBÍ: Katrín hefur tvö ár til að standa við orð sín Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2019 20:59 Frá aðalfundi ÖBÍ ÖBÍ Þuríður Harpa Sigurðardóttir var endurkjörin formaður Öryrkjabandalags Íslands til næstu tveggja ára á aðalfundi í dag. Þuríður Harpa var ein í framboði og var kjörin með lófataki. Á heimasíðu ÖBÍ segir að í þakkarræðu sinni sagði nýkjörinn formaður að framundan væri baráttan fyrir þeim sjálfsögðu réttindum að eiga mannsæmandi líf. Þar væri mikilvægast að hækka verulega örorkulífeyrinn, sem væri nú um 70 þúsund krónum lægri en lágmarkslaun. „Sú kjaragliðnun sem við neyðumst til að lifa með, í boði stjórnvalda, er algerlega óásættanleg,“ sagði Þuríður Harpa.Ný stjórn Örykjabandalagsins.ÖBÍBeðið eftir réttlæti Aðalfundargestir samþykktu jafnframt ályktun þar sem segir að enn eitt árið aukist gjáin milli örorkulífeyris og lágmarkslauna. „Það er ömurlegt að við Íslendingar höfum ákveðið að sumum okkar skuli haldið í sárafátækt lífið á enda. Þó forsætisráðherra vilji ekki biðja fátækt fólk að bíða eftir réttlætinu, bíður það enn. Aðalfundur Öryrkjabandalagsins skorar á þjóðina að beita sér fyrir því að biðinni ljúki nú þegar. Það veit enginn hver þarf næst að reiða sig á smánarlegan örorkulífeyri,“ segir í ályktuninni. Í greinargerð með ályktuninni er rifjað upp að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi í umræðu um stefnuræðu þáverandi forsætisráðherra [Bjarni Benediktsson, núverandi fjármálaráðherra] í september 2017 sagt að ekki eigi að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu. „Hún sagði ríkisstjórnina gera ráð fyrir að öryrkjar og aldraðir hokruðu áfram og byggju við skammarleg kjör. Katrín Jakobsdóttir hefur haft tvö ár til að standa við þessi orð sín. Fólk í fátækt bíður enn,“ segir í greinargerðinni með ályktun aðafundar ÖBÍ. Félagsmál Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Þuríður Harpa Sigurðardóttir var endurkjörin formaður Öryrkjabandalags Íslands til næstu tveggja ára á aðalfundi í dag. Þuríður Harpa var ein í framboði og var kjörin með lófataki. Á heimasíðu ÖBÍ segir að í þakkarræðu sinni sagði nýkjörinn formaður að framundan væri baráttan fyrir þeim sjálfsögðu réttindum að eiga mannsæmandi líf. Þar væri mikilvægast að hækka verulega örorkulífeyrinn, sem væri nú um 70 þúsund krónum lægri en lágmarkslaun. „Sú kjaragliðnun sem við neyðumst til að lifa með, í boði stjórnvalda, er algerlega óásættanleg,“ sagði Þuríður Harpa.Ný stjórn Örykjabandalagsins.ÖBÍBeðið eftir réttlæti Aðalfundargestir samþykktu jafnframt ályktun þar sem segir að enn eitt árið aukist gjáin milli örorkulífeyris og lágmarkslauna. „Það er ömurlegt að við Íslendingar höfum ákveðið að sumum okkar skuli haldið í sárafátækt lífið á enda. Þó forsætisráðherra vilji ekki biðja fátækt fólk að bíða eftir réttlætinu, bíður það enn. Aðalfundur Öryrkjabandalagsins skorar á þjóðina að beita sér fyrir því að biðinni ljúki nú þegar. Það veit enginn hver þarf næst að reiða sig á smánarlegan örorkulífeyri,“ segir í ályktuninni. Í greinargerð með ályktuninni er rifjað upp að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi í umræðu um stefnuræðu þáverandi forsætisráðherra [Bjarni Benediktsson, núverandi fjármálaráðherra] í september 2017 sagt að ekki eigi að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu. „Hún sagði ríkisstjórnina gera ráð fyrir að öryrkjar og aldraðir hokruðu áfram og byggju við skammarleg kjör. Katrín Jakobsdóttir hefur haft tvö ár til að standa við þessi orð sín. Fólk í fátækt bíður enn,“ segir í greinargerðinni með ályktun aðafundar ÖBÍ.
Félagsmál Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira