Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. október 2019 13:00 Fundargerð sem birtist fyir helgi á vef Rangársþings ytra frá fundi sem ekki hefur farið fram. Hún hefur nú verið fjarlægð af síðunni. Hópur sumarhúsa-og landeigenda í Landssveit hafa lýst yfir áhyggjum sínum og sent athugasemdir til sveitarstjórnar vegna auglýsts deiliskipulags á jörðunum Leyni 2 og Leyni 3 þar sem fyrirhugað er að reisa nokkur hundruð manna ferðaþjónustu þorp. Svæðið sé í fjarrbyggð vatnsverndarsvæðis og þá sé verið að reisa þéttbýli á stað sem skilgreindur sé sem dreifbýli. Ferðaþjónustufyrirtækið sem hyggst byggja á svæðinu heitir Eternal Resort og rekur t.d. Iceland Igloo Village og er í eigu malasískra fjárfesta. Haraldur Eiríksson formaður skipulags-og umferðanefndar Rangárþings ytra.Haraldur Eiríksson formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangársþings ytra segir að málið sé rétt að ahefjast og farið verði yfir allar athugasemdir varðandi það og verið sé að auglýsa nýtt deiliskipulag. „Áhyggjur sumarhúsaeigenda þarna uppfrá eru svo sem skiljanlegar breytingar geta vakið ugg hjá mörgum. Það er ekkert óeðlilegt við það. Málið er í eðlilegum fasa hjá skipulagsyfirvöldum hér í Rangárþingi ytra. Það komu athugasemdir frá á síðasta fundi nefndarinnar og þá var deiliskipulagið auglýst aftur ef ég man rétt,“ segir Haraldur. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village rekur 15 hjóhýsi á jörðinni Leyni og í fréttum í gær kom fram að þau væru tengd við fráveitu en hafi ekki leyfi til þess. Haraldur segir að gerðar hafi verið athugasemdir vegna þess.Fráveita er frá hjólhýsunum í óleyfi.„Stöðuleyfi fyrir hjólhýsunum voru ekki gefin með því fororði að þeir fengju að vera með fráveitu. Þannig að þarna er nú verið að fara svolítið fram úr sér. Þessir aðilar verða að sjálfsögðu beðnir um að aftengja þetta allt saman. Kannski þurfum við að vera meira vakandi fyrir að leiðbeina þeim meira. Þeir þekkja ekki lögin á sama hátt og hérlendir aðilar,“ segir Haraldur.Nokkru kúlushús eru risin á jörðinni Leyni í óleyfi.Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur ferðaþjónustufyrirtækið jafnframt reist nokkur kúluhús á svæðinu en leyfi er ekki enn þá komið frá skipulags-og umferðarnefnd. Þetta kemur Haraldi á óvart. „Við ætlum að taka það fyrir á fundi skipulags-og umferðarnefndar á morgun. Þessi aðili virðist vera að fara eitthvað framúrsér,“ segir Haraldur. Á morgun verður fundur í skipulags og umferðarnefnd og verður málið þá tekið fyrir. Fundargerð frá fundinum á morgun birtist hins vegar á heimasíðu Rangárþings ytra fyrir helgi samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum og er rituð af byggingafulltrúa. Þar kemur fram að skipulagsnefnd telji rétt að veitt verði stöðuleyfi fyrir kúluhús til eins árs. Haraldur hafði ekki vitnesku um að fundargerðin hefði birst og hefur hún verið fjarlægð af heimasíðunni. Rangárþing ytra Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Hópur sumarhúsa-og landeigenda í Landssveit hafa lýst yfir áhyggjum sínum og sent athugasemdir til sveitarstjórnar vegna auglýsts deiliskipulags á jörðunum Leyni 2 og Leyni 3 þar sem fyrirhugað er að reisa nokkur hundruð manna ferðaþjónustu þorp. Svæðið sé í fjarrbyggð vatnsverndarsvæðis og þá sé verið að reisa þéttbýli á stað sem skilgreindur sé sem dreifbýli. Ferðaþjónustufyrirtækið sem hyggst byggja á svæðinu heitir Eternal Resort og rekur t.d. Iceland Igloo Village og er í eigu malasískra fjárfesta. Haraldur Eiríksson formaður skipulags-og umferðanefndar Rangárþings ytra.Haraldur Eiríksson formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangársþings ytra segir að málið sé rétt að ahefjast og farið verði yfir allar athugasemdir varðandi það og verið sé að auglýsa nýtt deiliskipulag. „Áhyggjur sumarhúsaeigenda þarna uppfrá eru svo sem skiljanlegar breytingar geta vakið ugg hjá mörgum. Það er ekkert óeðlilegt við það. Málið er í eðlilegum fasa hjá skipulagsyfirvöldum hér í Rangárþingi ytra. Það komu athugasemdir frá á síðasta fundi nefndarinnar og þá var deiliskipulagið auglýst aftur ef ég man rétt,“ segir Haraldur. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village rekur 15 hjóhýsi á jörðinni Leyni og í fréttum í gær kom fram að þau væru tengd við fráveitu en hafi ekki leyfi til þess. Haraldur segir að gerðar hafi verið athugasemdir vegna þess.Fráveita er frá hjólhýsunum í óleyfi.„Stöðuleyfi fyrir hjólhýsunum voru ekki gefin með því fororði að þeir fengju að vera með fráveitu. Þannig að þarna er nú verið að fara svolítið fram úr sér. Þessir aðilar verða að sjálfsögðu beðnir um að aftengja þetta allt saman. Kannski þurfum við að vera meira vakandi fyrir að leiðbeina þeim meira. Þeir þekkja ekki lögin á sama hátt og hérlendir aðilar,“ segir Haraldur.Nokkru kúlushús eru risin á jörðinni Leyni í óleyfi.Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur ferðaþjónustufyrirtækið jafnframt reist nokkur kúluhús á svæðinu en leyfi er ekki enn þá komið frá skipulags-og umferðarnefnd. Þetta kemur Haraldi á óvart. „Við ætlum að taka það fyrir á fundi skipulags-og umferðarnefndar á morgun. Þessi aðili virðist vera að fara eitthvað framúrsér,“ segir Haraldur. Á morgun verður fundur í skipulags og umferðarnefnd og verður málið þá tekið fyrir. Fundargerð frá fundinum á morgun birtist hins vegar á heimasíðu Rangárþings ytra fyrir helgi samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum og er rituð af byggingafulltrúa. Þar kemur fram að skipulagsnefnd telji rétt að veitt verði stöðuleyfi fyrir kúluhús til eins árs. Haraldur hafði ekki vitnesku um að fundargerðin hefði birst og hefur hún verið fjarlægð af heimasíðunni.
Rangárþing ytra Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15