Erlent

Ráðist á opin­berar byggingar og verslanir í Hong Kong

Atli Ísleifsson skrifar
Frá mótmælunum fyrr í dag.
Frá mótmælunum fyrr í dag. Getty
Óeirðir voru á götum Hong Kong fyrr í dag þar sem fjöldi fólks kom saman til að mótmæla yfirvöldum. Var ráðist á og skemmdir unnar á opinberum byggingum, neðanjarðarlestarstöð og verslunum með tengsl við Kína.

BBC segir frá því að lögregla hafi notast við vatnsþrýstidælur, táragas og barefli í samskiptum sínum við mótmælendur. Þá var reynt að fjarlægja andlitsgrímur af mótmælendum sem handteknir voru. Vitað er að fjöldi fólks særðist í átökum dagsins.

Tugir þúsunda söfnuðust saman á götum Hong Kong, þrátt fyrir mikla rigningu í morgun. Er talið að bannið við að bera andlitsgrímur hafi ýtt við mörgum andstæðingum Kínastjórnar og Carrie Lam, æðsta embættismanni Hong Kong. Hæstiréttur Hong Kong staðfesti bannið fyrr í dag.

Mótmælin hafa haft mikil áhrif á daglegt líf íbúa Hong Kong, en óeirðirnar leiddu meðal annars til þess að neðanjarðarlestir hættu að ganga á föstudag, en þær hófust á ný að hluta fyrr í dag.

Mótmælendur telja að skipulega sé sótt að lýðræðislegum réttindum íbúa svæðisins.


Tengdar fréttir

Yfirvöld Hong Kong banna grímur

Carrie Lam æðsti embættismaður Hong Kong, sem er sjálfstjórnarhérað í Kína, beitti í morgun neyðarlögum frá tímum nýlendustjórnar Breta og bannaði almenningi að hylja andlit sín með grímum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×