Sameinast öll sveitarfélög í Árnessýslu? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. október 2019 19:15 Mikill áhugi er hjá Helga Sigurði Haraldssyni, forseta bæjarstjórnar í Árborg að sameina öll sveitarfélög í Árnessýslu í eitt. Fram að þessu hefur ekki verið mikill áhugi hjá sveitarfélögunum á svæðinu að sameinast Árborg en Helgi gerir ráð fyrir að nú verði sent erindi til þeirra á næstunni til að kanna áhuga á sameiningu. Bæjarfulltrúar í meirihlutanum í Sveitarfélaginu Árborg og formenn nefnda hittust á vinnufundi í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka í gær til skrafs og ráðagerða um málefni líðandi stundar hjá Árborg, auk þess að hlusta á erindi frá lögfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Eitt af þeim málum, sem er mikið í umræðunni þessa dagana hjá sveitarfélögum landsins er sameining sveitarfélaga en í nýrri þingsályktunartillögu samgöngu og sveitarstjórnaráðherra er gert ráð fyrir því að lágmarksíbúafjöldi íbúa sveitarfélaga verði þúsund manns árið 2026. Forseti bæjarstjórnar vill sjá öll sveitarfélög í Árnessýslu sameinast í eitt sveitarfélag. „Af því að ég tel bara að það verði svo flott og sterkt sveitarfélag. Við eigum að taka stór skref í sameiningu, ekki að vera sameina einhver sveitarfélög núna til að skríða yfir þetta þúsund íbúa lágmark“, segir Helgi og bætir við. „Fyrst og fremst snýst þetta um að menn séu tilbúnir að taka samtalið og skoða kosti og galla og ræða síðan við íbúana. Það að fara í samtalið er ekki það sama og að sameina“. Frá vinnufundi meirihluta bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar og formanna nefnda á Stað á Eyrarbakka í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En eru menn ekki til í samtalið?„Menn hafa ekki verið það fram að þessu en það má alveg velta því fyrir sér að kanna stöðuna núna eftir að þetta frumvarp kemur fram og búið að samþykkja það á auka aðalfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga að styðja þetta. Þannig að ég á alveg eins von á því að Sveitarfélagið Árborg eigi frumkvæðið að því að senda öðrum sveitarfélögum í Árnessýslu erindi og spyrja hvort þau vilja taka samtalið.“ Þau sveitarfélög sem Helgi er að tala um að sameinist er Sveitarfélagið Ölfus, Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Árborg, Flóahreppur, Grímsnes og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur og Skeiða og Gnúpverjahreppur. Einhverjir gárungar eru meira að segja komnir með nafn á nýtt sveitarfélag, Árnesþing.Hvenær sérðu fyrir þér ef allt gengur upp að Árnessýsla gæti orðið eitt sveitarfélag?„Ég myndi telja að þetta gæti orðið tveggja ára prósess þangað til að það verði hægt að kjósa um þetta.“En það myndu margir missa vinnuna við sameiningu, sveitarstjórar og bæjarstjórar. Hvað segir Helgi um það? „Í svona umræðu á ekki að vera að horfa á það, það snýst ekki um það.“ Helgi segir að Árborg munu væntanlega hafa frumkvæði að því á næstunni og senda sveitarfélögum erindi í Árnessýslu til að kanna hug þeirra með sameiningaviðræður. Myndin er frá fundinum á Eyrarbakka.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Árborg Bláskógabyggð Flóahreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Hrunamannahreppur Hveragerði Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarstjórnarmál Ölfus Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Mikill áhugi er hjá Helga Sigurði Haraldssyni, forseta bæjarstjórnar í Árborg að sameina öll sveitarfélög í Árnessýslu í eitt. Fram að þessu hefur ekki verið mikill áhugi hjá sveitarfélögunum á svæðinu að sameinast Árborg en Helgi gerir ráð fyrir að nú verði sent erindi til þeirra á næstunni til að kanna áhuga á sameiningu. Bæjarfulltrúar í meirihlutanum í Sveitarfélaginu Árborg og formenn nefnda hittust á vinnufundi í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka í gær til skrafs og ráðagerða um málefni líðandi stundar hjá Árborg, auk þess að hlusta á erindi frá lögfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Eitt af þeim málum, sem er mikið í umræðunni þessa dagana hjá sveitarfélögum landsins er sameining sveitarfélaga en í nýrri þingsályktunartillögu samgöngu og sveitarstjórnaráðherra er gert ráð fyrir því að lágmarksíbúafjöldi íbúa sveitarfélaga verði þúsund manns árið 2026. Forseti bæjarstjórnar vill sjá öll sveitarfélög í Árnessýslu sameinast í eitt sveitarfélag. „Af því að ég tel bara að það verði svo flott og sterkt sveitarfélag. Við eigum að taka stór skref í sameiningu, ekki að vera sameina einhver sveitarfélög núna til að skríða yfir þetta þúsund íbúa lágmark“, segir Helgi og bætir við. „Fyrst og fremst snýst þetta um að menn séu tilbúnir að taka samtalið og skoða kosti og galla og ræða síðan við íbúana. Það að fara í samtalið er ekki það sama og að sameina“. Frá vinnufundi meirihluta bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar og formanna nefnda á Stað á Eyrarbakka í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En eru menn ekki til í samtalið?„Menn hafa ekki verið það fram að þessu en það má alveg velta því fyrir sér að kanna stöðuna núna eftir að þetta frumvarp kemur fram og búið að samþykkja það á auka aðalfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga að styðja þetta. Þannig að ég á alveg eins von á því að Sveitarfélagið Árborg eigi frumkvæðið að því að senda öðrum sveitarfélögum í Árnessýslu erindi og spyrja hvort þau vilja taka samtalið.“ Þau sveitarfélög sem Helgi er að tala um að sameinist er Sveitarfélagið Ölfus, Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Árborg, Flóahreppur, Grímsnes og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur og Skeiða og Gnúpverjahreppur. Einhverjir gárungar eru meira að segja komnir með nafn á nýtt sveitarfélag, Árnesþing.Hvenær sérðu fyrir þér ef allt gengur upp að Árnessýsla gæti orðið eitt sveitarfélag?„Ég myndi telja að þetta gæti orðið tveggja ára prósess þangað til að það verði hægt að kjósa um þetta.“En það myndu margir missa vinnuna við sameiningu, sveitarstjórar og bæjarstjórar. Hvað segir Helgi um það? „Í svona umræðu á ekki að vera að horfa á það, það snýst ekki um það.“ Helgi segir að Árborg munu væntanlega hafa frumkvæði að því á næstunni og senda sveitarfélögum erindi í Árnessýslu til að kanna hug þeirra með sameiningaviðræður. Myndin er frá fundinum á Eyrarbakka.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Árborg Bláskógabyggð Flóahreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Hrunamannahreppur Hveragerði Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarstjórnarmál Ölfus Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira