Sendiherra Kína segir aðgerðir yfirvalda gegn persónufrelsi tryggja öryggi almennings Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 6. október 2019 19:46 Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi. Vísir/Egill Sendiherra Kína á Íslandi segir ritskoðun stjórnvalda á netinu og aðrar aðgerðir gegn persónufrelsi hafa tryggt öryggi almennings. Hann segir þá sem ekki hafa komið til Kína hafa ranga ímynd af landinu. Stjórnvöld í Kína hafa lengi verið gagnrýnd fyrir aðgerðir sínar gegn einstaklingsfrelsi. Mótmælin í Hong Kong, sem upphaflega snerust um frumvarp um að heimila framsal á þessu sjálfstjórnarsvæði til meginlandsins, hafa verið í umræðunni undanfarna fjóra mánuði.Rúmlega þrjátíu ríki undirrituðu svo yfirlýsingu í september þar sem meðferð uyghur-múslima í Xinjiang-héraði Kína var fordæmd. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur ítrekað farið fram á að Kínverjar heimili óháða rannsókn á meintum ólögmætum handtökum og mannshvörfum en án árangurs. Stjórnvöld í Kína segja að uyghur-múslimarnir búi nú í endurmenntunarstöðvum þar sem unnið sé gegn öfgavæðingu. Einnig hefur lengi verið rætt um ritskoðun Kínverja á veraldarvefnum. Stjórnvöld hafa ritskoðað vefsíður, upplýsingar og jafnvel stök orð í því skyni að koma í veg fyrir mótmæli. Til dæmis var myllumerkið #metoo sett á bannlista. Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi, segir að þeir sem ekki hafa farið til Kína gætu haft ranga hugmynd um ástandið þar í landi. Mikilvægt sé að tryggja öryggi. „Kínverjar njóta frelsis í þjóðfélaginu, ástandið í Hong Kong og Xinjiang og netöryggi, kínverskar öryggissveitir hafa gripið til ýmissa ráðstafana til að tryggja öryggi almennings. Þetta er ástandið í Kína,“ segir Jin Zhijian. Hong Kong Kína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Sendiherra Kína á Íslandi segir ritskoðun stjórnvalda á netinu og aðrar aðgerðir gegn persónufrelsi hafa tryggt öryggi almennings. Hann segir þá sem ekki hafa komið til Kína hafa ranga ímynd af landinu. Stjórnvöld í Kína hafa lengi verið gagnrýnd fyrir aðgerðir sínar gegn einstaklingsfrelsi. Mótmælin í Hong Kong, sem upphaflega snerust um frumvarp um að heimila framsal á þessu sjálfstjórnarsvæði til meginlandsins, hafa verið í umræðunni undanfarna fjóra mánuði.Rúmlega þrjátíu ríki undirrituðu svo yfirlýsingu í september þar sem meðferð uyghur-múslima í Xinjiang-héraði Kína var fordæmd. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur ítrekað farið fram á að Kínverjar heimili óháða rannsókn á meintum ólögmætum handtökum og mannshvörfum en án árangurs. Stjórnvöld í Kína segja að uyghur-múslimarnir búi nú í endurmenntunarstöðvum þar sem unnið sé gegn öfgavæðingu. Einnig hefur lengi verið rætt um ritskoðun Kínverja á veraldarvefnum. Stjórnvöld hafa ritskoðað vefsíður, upplýsingar og jafnvel stök orð í því skyni að koma í veg fyrir mótmæli. Til dæmis var myllumerkið #metoo sett á bannlista. Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi, segir að þeir sem ekki hafa farið til Kína gætu haft ranga hugmynd um ástandið þar í landi. Mikilvægt sé að tryggja öryggi. „Kínverjar njóta frelsis í þjóðfélaginu, ástandið í Hong Kong og Xinjiang og netöryggi, kínverskar öryggissveitir hafa gripið til ýmissa ráðstafana til að tryggja öryggi almennings. Þetta er ástandið í Kína,“ segir Jin Zhijian.
Hong Kong Kína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira