Stjórnarandstöðuflokkar unnu kosningarnar í Kósovó Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2019 23:40 Albin Kurti er stofnandi og formaður vinstriflokksins Vetevendosje. epa Vinstriflokkurinn Vetevendosje virðist hafa fengið felst atkvæði í þingkosningunum sem fram fóru í Kósovó í dag. Flokkurinn mun þó þurfa að semja við aðra flokka við myndun nýrrar stjórnar. Þegar búið er að telja um 82 prósent atkvæða mælist Vetevendosje (í. Sjálfsákvörðunarréttur) með 26 prósent atkvæða. Annar stjórnarandstöðuflokkur, miðhægriflokkurinn Lýðræðisbandalagið, mælist með 25 prósent atkvæða. Formenn flokkanna tveggja sögðu í kosningabaráttunni að þeir hugðust starfa saman í ríkisstjórn, nái þeir nægilegum þingstyrk. Vilji þeir öruggan meirihluta gætu þeir þó neyðst til að leita á náðir einhverra smáflokka þjóðarbrota – Serba, Tyrkja eða Bosníumanna. Í frétt Reuters segir að kosningarnar í dag séu þær fjórðu frá því að Kósovóar lýstu yfir sjálfstæði árið 2008. Boðað var til kosninganna eftir afsögn forsætisráðherrans Ramush Haradinaj í júlí. Hann hafði þá verið boðaður til að mæta fyrir stríðsglæpadómstól. Stendur til að yfirheyra hann vegna þátttöku hans í stríðsátökum á Balkanstaga á árunum 1998 til 1999 þegar hann gegndi embætti eins hershöfðingja í frelsisher Kósovóa sem barðist fyrir sjálfstæði frá Serbíu. Mikil spenna er í samskiptum Serbíu og Kósovó og mun nýr forsætisráðherra standa frammi fyrir því að koma þeim í eðlilegt ástand. Fráfarandi stjórn sleit viðræðum við serbnesk stjórnvöld fyrir um ári og kom þá á 100 prósent toll á allar vörur frá Serbíu. Kosningaþátttakan í dag var rétt rúm 44 prósent. Kósovó Tengdar fréttir Ásakanir um stríðsglæpi í eldlínunni fyrir þingkosningar í Kósóvó Þingkosningar fara fram í Austur-Evrópuríkinu Kósóvó á morgun, 6. október. Boðað var kosninganna í júní þegar að sitjandi forsætisráðherra landsins, Ramush Haradinaj sagði af sér embætti eftir að hann hafði verið kallaður í yfirheyrslur vegna gruns um að hann hafi framið stríðsglæpi sem foringi í frelsisher Kósóvó á síðasta áratug síðustu aldar. 5. október 2019 14:56 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Vinstriflokkurinn Vetevendosje virðist hafa fengið felst atkvæði í þingkosningunum sem fram fóru í Kósovó í dag. Flokkurinn mun þó þurfa að semja við aðra flokka við myndun nýrrar stjórnar. Þegar búið er að telja um 82 prósent atkvæða mælist Vetevendosje (í. Sjálfsákvörðunarréttur) með 26 prósent atkvæða. Annar stjórnarandstöðuflokkur, miðhægriflokkurinn Lýðræðisbandalagið, mælist með 25 prósent atkvæða. Formenn flokkanna tveggja sögðu í kosningabaráttunni að þeir hugðust starfa saman í ríkisstjórn, nái þeir nægilegum þingstyrk. Vilji þeir öruggan meirihluta gætu þeir þó neyðst til að leita á náðir einhverra smáflokka þjóðarbrota – Serba, Tyrkja eða Bosníumanna. Í frétt Reuters segir að kosningarnar í dag séu þær fjórðu frá því að Kósovóar lýstu yfir sjálfstæði árið 2008. Boðað var til kosninganna eftir afsögn forsætisráðherrans Ramush Haradinaj í júlí. Hann hafði þá verið boðaður til að mæta fyrir stríðsglæpadómstól. Stendur til að yfirheyra hann vegna þátttöku hans í stríðsátökum á Balkanstaga á árunum 1998 til 1999 þegar hann gegndi embætti eins hershöfðingja í frelsisher Kósovóa sem barðist fyrir sjálfstæði frá Serbíu. Mikil spenna er í samskiptum Serbíu og Kósovó og mun nýr forsætisráðherra standa frammi fyrir því að koma þeim í eðlilegt ástand. Fráfarandi stjórn sleit viðræðum við serbnesk stjórnvöld fyrir um ári og kom þá á 100 prósent toll á allar vörur frá Serbíu. Kosningaþátttakan í dag var rétt rúm 44 prósent.
Kósovó Tengdar fréttir Ásakanir um stríðsglæpi í eldlínunni fyrir þingkosningar í Kósóvó Þingkosningar fara fram í Austur-Evrópuríkinu Kósóvó á morgun, 6. október. Boðað var kosninganna í júní þegar að sitjandi forsætisráðherra landsins, Ramush Haradinaj sagði af sér embætti eftir að hann hafði verið kallaður í yfirheyrslur vegna gruns um að hann hafi framið stríðsglæpi sem foringi í frelsisher Kósóvó á síðasta áratug síðustu aldar. 5. október 2019 14:56 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Ásakanir um stríðsglæpi í eldlínunni fyrir þingkosningar í Kósóvó Þingkosningar fara fram í Austur-Evrópuríkinu Kósóvó á morgun, 6. október. Boðað var kosninganna í júní þegar að sitjandi forsætisráðherra landsins, Ramush Haradinaj sagði af sér embætti eftir að hann hafði verið kallaður í yfirheyrslur vegna gruns um að hann hafi framið stríðsglæpi sem foringi í frelsisher Kósóvó á síðasta áratug síðustu aldar. 5. október 2019 14:56