Sókninni gegn EES hrundið Davíð Stefánsson skrifar 7. október 2019 07:00 Starfshópur sem utanríkisráðherra skipaði að beiðni þrettán þingmanna um mat á EES-samningnum skilaði skýrslu sinni í vikunni. Verkefnið var að leggja mat á ávinning Íslands af þátttökunni í EES-samstarfinu. Vandað var til verka hjá starfshópnum undir forystu Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra. Rætt var við 147 manns frá fjórum ríkjum, aðildin sett í sögulegt samhengi, og ítarlega farið yfir flesta þætti framkvæmdar EES-samningsins. Niðurstaða skýrslunnar er mjög eindregin: Aðild að innri markaði Evrópu hefur verið Íslandi mikið gæfuspor. Án EES-samningsins væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför í íslensku þjóðlífi. Með þátttöku í innri markaði Evrópu tók íslenskt þjóðfélag miklum stakkaskiptum. Í aldarfjórðung hefur fólki og fyrirtækjum verið tryggð jöfn staða, lagalegur grunnur og fyrirsjáanleiki. Stuðlað hefur verið að nýsköpun, samkeppnishæfni og velsæld. Átakanleg umræðan um þriðja orkupakkann sýndi að ýmsir stjórnmálamenn sáu eingöngu ásælni erlendra þjóða í stað tækifæra til samstarfs. Skýrslan segir aðkomu Íslendinga að fagstofnunum Evrópusambandsins ekki ögrun við þjóðina heldur tækifæri til aukinna áhrifa á mótun mála innan EES. Þar segir einnig að með fjölþjóðasamvinnu gætum við mun betur íslenskra hagsmuna en með gerð tvíhliða samninga. EES myndar ramma fyrir víðtæka lögbundna fjölþjóðlega samvinnu í Evrópu: „Einstakir tvíhliða samningar eru, þótt mikilvægir séu, aldrei jafngildir aðild að fjölþjóðlegu markaðsbandalagi. … Sameiginlegar leikreglur viðskipta með viðurkenndum gjaldmiðli skapa skilvirkni og stuðla að framþróun atvinnulífs.“ Þetta fer gegn þeirri furðulegu stefnu margra forystumanna íslenskra stjórnmála að alþjóðatengsl Íslands eigi að byggjast að mestu á tvíhliða samningum. Lítið fer nú fyrir öllum tækifærunum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þeir sem óskuðu eftir skýrslunni ráku flestir harða andstöðu gegn þriðja orkupakkanum. Þar lögðust allir á eitt: Morgunblaðið, hávær harðlínuöfl í Sjálfstæðisflokknum og Miðflokkurinn. Þar drógu talsmenn einangrunar og þjóðrembu í efa nauðsyn alþjóðasamvinnu og fundu sér stöðugt tilefni til að mótmæla alþjóðlegum skuldbindingum og Evrópusamvinnu. En þessi barátta hefur haft þveröfugar afleiðingar. Sókninni var hrundið og það staðfest sem kannanir hafa sýnt að drjúgur meirihluti Íslendinga telur hagsæld landsins byggjast að miklu leyti á alþjóðlegri samvinnu. Skipbrot æsingamannanna er algjört. Ef eitthvað er hefur stuðningur við aðild að innri markaði Evrópu aukist. Samsæriskenningar stóðust ekki rök sem byggðust á málefnalegri þekkingu og yfirvegun. Þar er skýrslan um EES sterkt framlag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Sjá meira
Starfshópur sem utanríkisráðherra skipaði að beiðni þrettán þingmanna um mat á EES-samningnum skilaði skýrslu sinni í vikunni. Verkefnið var að leggja mat á ávinning Íslands af þátttökunni í EES-samstarfinu. Vandað var til verka hjá starfshópnum undir forystu Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra. Rætt var við 147 manns frá fjórum ríkjum, aðildin sett í sögulegt samhengi, og ítarlega farið yfir flesta þætti framkvæmdar EES-samningsins. Niðurstaða skýrslunnar er mjög eindregin: Aðild að innri markaði Evrópu hefur verið Íslandi mikið gæfuspor. Án EES-samningsins væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför í íslensku þjóðlífi. Með þátttöku í innri markaði Evrópu tók íslenskt þjóðfélag miklum stakkaskiptum. Í aldarfjórðung hefur fólki og fyrirtækjum verið tryggð jöfn staða, lagalegur grunnur og fyrirsjáanleiki. Stuðlað hefur verið að nýsköpun, samkeppnishæfni og velsæld. Átakanleg umræðan um þriðja orkupakkann sýndi að ýmsir stjórnmálamenn sáu eingöngu ásælni erlendra þjóða í stað tækifæra til samstarfs. Skýrslan segir aðkomu Íslendinga að fagstofnunum Evrópusambandsins ekki ögrun við þjóðina heldur tækifæri til aukinna áhrifa á mótun mála innan EES. Þar segir einnig að með fjölþjóðasamvinnu gætum við mun betur íslenskra hagsmuna en með gerð tvíhliða samninga. EES myndar ramma fyrir víðtæka lögbundna fjölþjóðlega samvinnu í Evrópu: „Einstakir tvíhliða samningar eru, þótt mikilvægir séu, aldrei jafngildir aðild að fjölþjóðlegu markaðsbandalagi. … Sameiginlegar leikreglur viðskipta með viðurkenndum gjaldmiðli skapa skilvirkni og stuðla að framþróun atvinnulífs.“ Þetta fer gegn þeirri furðulegu stefnu margra forystumanna íslenskra stjórnmála að alþjóðatengsl Íslands eigi að byggjast að mestu á tvíhliða samningum. Lítið fer nú fyrir öllum tækifærunum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þeir sem óskuðu eftir skýrslunni ráku flestir harða andstöðu gegn þriðja orkupakkanum. Þar lögðust allir á eitt: Morgunblaðið, hávær harðlínuöfl í Sjálfstæðisflokknum og Miðflokkurinn. Þar drógu talsmenn einangrunar og þjóðrembu í efa nauðsyn alþjóðasamvinnu og fundu sér stöðugt tilefni til að mótmæla alþjóðlegum skuldbindingum og Evrópusamvinnu. En þessi barátta hefur haft þveröfugar afleiðingar. Sókninni var hrundið og það staðfest sem kannanir hafa sýnt að drjúgur meirihluti Íslendinga telur hagsæld landsins byggjast að miklu leyti á alþjóðlegri samvinnu. Skipbrot æsingamannanna er algjört. Ef eitthvað er hefur stuðningur við aðild að innri markaði Evrópu aukist. Samsæriskenningar stóðust ekki rök sem byggðust á málefnalegri þekkingu og yfirvegun. Þar er skýrslan um EES sterkt framlag.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar