Gefur lítið fyrir hugmyndir um umhverfisskatt á flugmiða Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. október 2019 15:47 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. FBL/Anton brink Ísland á að vera í fararbroddi í nýum lausnum, ekki í nýjum álögum,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem gefur lítið fyrir hugmyndir um að leggja sérstakt umhverfisgjald á flugmiða. Danska ríkisútvarpið greindi frá því í gær að dönsk flugfélög og flugvellir skoði þann möguleika að leggja auka gjald á alla flugfarþega, eins konar loftslagsgjald, í þeim tilgangi að draga úr þeirri mengun sem flugsamgöngur hafa í för með sér. Gjaldið á að renna í sjóð sem nýtist í rannsóknir á grænum lausnum í flugsamgöngum. Tillagan hefur verið send samgönguráðherra og umhverfisráðherra Danmerkur en stjórnmálaflokkar hafa einnig lagt tillögur af svipuðum toga fyrir þingið. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra sagði í kvöldfréttum Rúv í gær að honum þætti þetta góð og áhugaverð hugmynd sem hann telji tilefni til að skoða. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur aftur á móti lítið fyrir þessa hugmynd í færslu á Facebook-síðu sinni. „Nei það er ekki góð hugmynd,“ skrifar Vilhjálmur í færslu með frétt um málið. „Það eru til aðrar lausnir en skattlagning og minna flug gæti þýtt aukna einangrun á Íslandi.“ Í samtali við Vísi segir Vilhjálmur að með því eigi hann meðal annars við að auknar álögur geti haft þveröfug áhrif en lagt er upp með þar sem slíkt geti dregið úr samkeppnishæfni. „Það sem ég er líka að benda á er að með því að hækka alltaf álögurnar á atvinnulífið þá hefur atvinnulífið minna svigrum til nýsköpunar og til að þróa nýjar umhverfisvænar lausnir,“ segir Vilhjálmur. Þá telji hann ástæðu til að ráðast af fullum krafti í orkuskiptin og það á stærri skala en oft hafi verið í umræðunni. Alltaf sé verið að tala um orkuskipti hvað varðar einkabílinn en minna um orkuskipti þegar kemur að flutninga- og frystiskipum eða flutningabílum. „Nýta græna orku á stærri skala,“ segir Vilhjálmur. Spurður hvort honum þyki ekki eðlilegt að þeir sem ferðist með flugi greiði vægt gjald til að mæta menguninni sem því fylgir segist Vilhjálmur ekki sammála því að það sé rétta leiðin. Íslensku flugfélögin þurfi að vera samkeppnishæf á alþjóðavettvangi og lítið svigrúm sé til að hækka gjöld miðað við þá stöðu sem sé uppi nú á alþjóðlegum samkeppnismarkaði í flugrekstri. Fréttir af flugi Umhverfismál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Ísland á að vera í fararbroddi í nýum lausnum, ekki í nýjum álögum,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem gefur lítið fyrir hugmyndir um að leggja sérstakt umhverfisgjald á flugmiða. Danska ríkisútvarpið greindi frá því í gær að dönsk flugfélög og flugvellir skoði þann möguleika að leggja auka gjald á alla flugfarþega, eins konar loftslagsgjald, í þeim tilgangi að draga úr þeirri mengun sem flugsamgöngur hafa í för með sér. Gjaldið á að renna í sjóð sem nýtist í rannsóknir á grænum lausnum í flugsamgöngum. Tillagan hefur verið send samgönguráðherra og umhverfisráðherra Danmerkur en stjórnmálaflokkar hafa einnig lagt tillögur af svipuðum toga fyrir þingið. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra sagði í kvöldfréttum Rúv í gær að honum þætti þetta góð og áhugaverð hugmynd sem hann telji tilefni til að skoða. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur aftur á móti lítið fyrir þessa hugmynd í færslu á Facebook-síðu sinni. „Nei það er ekki góð hugmynd,“ skrifar Vilhjálmur í færslu með frétt um málið. „Það eru til aðrar lausnir en skattlagning og minna flug gæti þýtt aukna einangrun á Íslandi.“ Í samtali við Vísi segir Vilhjálmur að með því eigi hann meðal annars við að auknar álögur geti haft þveröfug áhrif en lagt er upp með þar sem slíkt geti dregið úr samkeppnishæfni. „Það sem ég er líka að benda á er að með því að hækka alltaf álögurnar á atvinnulífið þá hefur atvinnulífið minna svigrum til nýsköpunar og til að þróa nýjar umhverfisvænar lausnir,“ segir Vilhjálmur. Þá telji hann ástæðu til að ráðast af fullum krafti í orkuskiptin og það á stærri skala en oft hafi verið í umræðunni. Alltaf sé verið að tala um orkuskipti hvað varðar einkabílinn en minna um orkuskipti þegar kemur að flutninga- og frystiskipum eða flutningabílum. „Nýta græna orku á stærri skala,“ segir Vilhjálmur. Spurður hvort honum þyki ekki eðlilegt að þeir sem ferðist með flugi greiði vægt gjald til að mæta menguninni sem því fylgir segist Vilhjálmur ekki sammála því að það sé rétta leiðin. Íslensku flugfélögin þurfi að vera samkeppnishæf á alþjóðavettvangi og lítið svigrúm sé til að hækka gjöld miðað við þá stöðu sem sé uppi nú á alþjóðlegum samkeppnismarkaði í flugrekstri.
Fréttir af flugi Umhverfismál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira