Ráðleggur fyrrverandi stjórnmálamönnum í Firðinum að láta lítið fyrir sér fara Jakob Bjarnar skrifar 7. október 2019 16:27 Mikil ólga er í Hafnarfirði vegna skipulagsmála. Rósa Guðbjartsdóttir og Ágúst Bjarni Garðarsson reyna hvað þau geta til að lægja öldur. fbl/ernir Ágúst Bjarni Garðarsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, telur kynningu á uppbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar helbert klúður. Mikil ólga og reiði er og hefur verið meðal Hafnfirðinga vegna skipulagsmála; deiliskipulags um miðbæinn, hjarta Hafnarfjarðar. Ágúst Bjarni gengst við því og segir umræðuna hafa snúist all hressilega í höndum bæjaryfirvalda á undanförnum dögum og vikum.Ólga vegna skipulagsmála í Hafnarfirði „Ég get ekki alveg sagt hvað raunverulega veldur, en get ímyndað mér að hugmynd arkitektastofa að uppbyggingu í miðbænum og þær myndir sem fylgdu með drögum að skýrslu starfshópsins hafi ýtt undir umræðuna og áhyggjur íbúa,“ segir Ágúst Bjarni í yfirlýsingu á Facebook.Þeir eru margir sem telja miðbæ Hafnarfjarðar grátt leikinn eftir skipulagsslys undanfarinna ára og sjá fyrir sér að nú eigi að bæta gráu ofan á svart.visir/vilhelmÍ Facebookhópnum Hafnarfjörður og Hafnfirðingar hefur geisað hörð umræða og bæjaryfirvöld eru sökuð um að hlusta ekki á bæjarbúa. Erlendur Sveinsson kvikmyndagerðarmaður hefur skrifað harðorða pistla við miklar undirtektir. Hann gerir grundvallar athugasemdir við framkomnar tillögur að nýju miðbæjarskipulagi og gerir þá kröfu um að „þeim verði kastað fyrir róða eins og þær leggja sig vegna þess að þær ganga freklega gegn lífsgæðum þorra allra Hafnfirðinga og utanbæjarfólks líka, Íslendinga og útlendinga.“Rósa reynir að lægja öldur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri hefur fundið sig knúna til að stinga niður penna og rita athugasemd í hópinn þess efnis að engin áform séu um byggði við Fjarðargötu eða á strandstígnum, hugmyndir sem hafa komið fram og valdið mikilli reiði.Erlendur Sveinsson kvikmyndagerðarmaður hefur gagnrýnt fyrirhugaðar framkvæmdir harðlega og hafa margir fylkt sér að baki hans.fbl/Sigtryggur Ari„Nokkurs misskilnings hefur gætt í umræðu í bænum að undanförnu, meðal annars á samfélagsmiðlum, um hugmyndir að húsabyggð á Fjarðargötu og á strandstígnum. Þar hafa fjölmargir lýst yfir óánægju sinni með þær. Ég vil því árétta að engin slík uppbygging er áformuð á þessu svæði. Mikilvægt er að rugla ekki saman hugmyndavinnu arkitekta um möguleika á breytingu og raunverulegri skipulagstillögu sem þarf að fara í langt skipulagsferli og fást síðan samþykkt í bæjarstjórn. Enginn þarf því að berjast gegn hugmyndavinnu sem ekki stendur til að setja í skipulag og því síður að framkvæma.“Varar fyrrverandi bæjarstjórnarmenn við Svo virðist sem Hafnfirðingar telji margir hverjir miðbæinn grátt leikinn eftir mikla uppbyggingu hárra húsa við strandlínuna, Norðurbakkann og í miðbænum sjálfum. Illa brenndir. Ágúst Bjarni reynir einnig að lægja öldur og segir kynningu og framsetningu á efni skýrslu og það að hafa látið hugmyndir arkítektastofu fylgja án ítarlegri skýringa hafi verið mistök. „Þau eru mín og okkar í starfshópnum, en það vandlifað og ratað í þessum málum, þegar sífellt er óskað eftir gögnum og upplýsingum. Svo lengi lærir sem lifir. Á þeim forsendum eru áhyggjurnar skiljanlegar, en algjörlega óþarfar.“ Hann bætir svo því við að hann telji að „fyrrum stjórnmálamenn hér í Hafnarfirði, sérstaklega þeir sem sátu í bæjarstjórn og jafnvel í meirihluta á árunum 1995-2010, ættu að láta lítið fyrir sér fara í allri umræðu um skipulagsmál í miðbæ Hafnarfjarðar.“ Hafnarfjörður Skipulag Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Ágúst Bjarni Garðarsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, telur kynningu á uppbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar helbert klúður. Mikil ólga og reiði er og hefur verið meðal Hafnfirðinga vegna skipulagsmála; deiliskipulags um miðbæinn, hjarta Hafnarfjarðar. Ágúst Bjarni gengst við því og segir umræðuna hafa snúist all hressilega í höndum bæjaryfirvalda á undanförnum dögum og vikum.Ólga vegna skipulagsmála í Hafnarfirði „Ég get ekki alveg sagt hvað raunverulega veldur, en get ímyndað mér að hugmynd arkitektastofa að uppbyggingu í miðbænum og þær myndir sem fylgdu með drögum að skýrslu starfshópsins hafi ýtt undir umræðuna og áhyggjur íbúa,“ segir Ágúst Bjarni í yfirlýsingu á Facebook.Þeir eru margir sem telja miðbæ Hafnarfjarðar grátt leikinn eftir skipulagsslys undanfarinna ára og sjá fyrir sér að nú eigi að bæta gráu ofan á svart.visir/vilhelmÍ Facebookhópnum Hafnarfjörður og Hafnfirðingar hefur geisað hörð umræða og bæjaryfirvöld eru sökuð um að hlusta ekki á bæjarbúa. Erlendur Sveinsson kvikmyndagerðarmaður hefur skrifað harðorða pistla við miklar undirtektir. Hann gerir grundvallar athugasemdir við framkomnar tillögur að nýju miðbæjarskipulagi og gerir þá kröfu um að „þeim verði kastað fyrir róða eins og þær leggja sig vegna þess að þær ganga freklega gegn lífsgæðum þorra allra Hafnfirðinga og utanbæjarfólks líka, Íslendinga og útlendinga.“Rósa reynir að lægja öldur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri hefur fundið sig knúna til að stinga niður penna og rita athugasemd í hópinn þess efnis að engin áform séu um byggði við Fjarðargötu eða á strandstígnum, hugmyndir sem hafa komið fram og valdið mikilli reiði.Erlendur Sveinsson kvikmyndagerðarmaður hefur gagnrýnt fyrirhugaðar framkvæmdir harðlega og hafa margir fylkt sér að baki hans.fbl/Sigtryggur Ari„Nokkurs misskilnings hefur gætt í umræðu í bænum að undanförnu, meðal annars á samfélagsmiðlum, um hugmyndir að húsabyggð á Fjarðargötu og á strandstígnum. Þar hafa fjölmargir lýst yfir óánægju sinni með þær. Ég vil því árétta að engin slík uppbygging er áformuð á þessu svæði. Mikilvægt er að rugla ekki saman hugmyndavinnu arkitekta um möguleika á breytingu og raunverulegri skipulagstillögu sem þarf að fara í langt skipulagsferli og fást síðan samþykkt í bæjarstjórn. Enginn þarf því að berjast gegn hugmyndavinnu sem ekki stendur til að setja í skipulag og því síður að framkvæma.“Varar fyrrverandi bæjarstjórnarmenn við Svo virðist sem Hafnfirðingar telji margir hverjir miðbæinn grátt leikinn eftir mikla uppbyggingu hárra húsa við strandlínuna, Norðurbakkann og í miðbænum sjálfum. Illa brenndir. Ágúst Bjarni reynir einnig að lægja öldur og segir kynningu og framsetningu á efni skýrslu og það að hafa látið hugmyndir arkítektastofu fylgja án ítarlegri skýringa hafi verið mistök. „Þau eru mín og okkar í starfshópnum, en það vandlifað og ratað í þessum málum, þegar sífellt er óskað eftir gögnum og upplýsingum. Svo lengi lærir sem lifir. Á þeim forsendum eru áhyggjurnar skiljanlegar, en algjörlega óþarfar.“ Hann bætir svo því við að hann telji að „fyrrum stjórnmálamenn hér í Hafnarfirði, sérstaklega þeir sem sátu í bæjarstjórn og jafnvel í meirihluta á árunum 1995-2010, ættu að láta lítið fyrir sér fara í allri umræðu um skipulagsmál í miðbæ Hafnarfjarðar.“
Hafnarfjörður Skipulag Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira