Rúnar Alex á von á barni með unnustu sinni á næstu dögum.
Á blaðamannafundi Erik Hamrén þar sem hópurinn var kynntur sagði Hamrén að ef barnið yrði komið fyrir sunnudag yrði Rúnar með. Ef ekki þá yrði hann áfram úti hjá unnustu sinni.
Í dag tilkynnti KSÍ svo að Ingvar Jónsson hefði verið kallaður inn í stað Rúnars.
Ingvar hefur spilað 8 A-landsliðsleiki fyrir Ísland.
Ísland mætir heimsmeisturum Frakka á föstudag og Andorra næsta mánudag.
Markvörðurinn Ingvar Jónsson hefur verið kallaður inn í leikmannahóp A landsliðs karla í stað Rúnars Alex Rúnarssonar fyrir leikina í undankeppni EM 2020 sem eru framundan - heimaleikir gegn Frakklandi og Andorra 11. og 14. október. Ingvar hefur leikið 8 A landsleiki. pic.twitter.com/2qXgdNBNTJ
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 7, 2019