Einstæður þriggja barna faðir missti allt í bruna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. október 2019 18:49 Eldur kom upp í svefnherbergi í Jórufelli í Breiðholti fyrir rúmri viku síðan og varð íbúðin alelda. Í íbúðinni bjó einstæður faðir, Árni Gunnlaugsson, með þrjá syni sína og voru tveir drengjanna heima þegar eldurinn kom upp. Árni er ekki með heimilistryggingu og með báðar hendur tómar. Árni var í vinnunni og fékk símtal frá elsta drengnum um að það væri eldur heima en svo náði hann ekkert í syni sína aftur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og fann þá ekki í fyrstu fyrir framan blokkina. Hann óttaðist hið versta. „Ég veit ekki hversu langur tími leið þar til ég rak augun í þá í mannmergðinni fyrir framan húsið og því verður náttúrulega aldrei með orðum lýst hversu létt mér varð,“ segir Árni og verður klökkur við að rifja upp þetta kvöld.Var að fikta með eld Elías og Gunnlaugur, fjórtán og sextán ára, voru einir heima. Eldurinn kom upp í herbergi Gunnlaugs. „Ég var að fikta með eld. Ég var að leika mér að kveikja í Haribo-umbúðum og það fór á dýnuna og eldurinn fór hratt um,“ segir Gunnlaugur. Það var eldri bróðir hans Elías Aron sem hringdi í pabba sinn og svo í Neyðarlínuna. Fyrst hélt hann að þetta væri eitthvað sem þeir gætu slökkt. „En svo kom ég inn í herbergið hans og sá að það var heilt bál á rúminu,“ segir Elías. Hann hafði mestar áhyggjur af fólkinu í blokkinni og hugsaði ekki eitt andartak um að bjarga hlutum úr íbúðinni. Sem betur fer komust allir heilir á húfi úr húsinu og engan sakaði. Feðgarnir gistu á farfuglaheimili fyrstu næturnar eftir brunann. Rauði krossinn greiddi fyrir tvær nætur en svo leyfði eigandi farfuglaheimilisins þeim að gista lengur eða þar til þeir fengu tóma íbúð í smáíbúðahverfinu að láni til að vera í. Það er ekkert í íbúðinni nema dýnur og sængur. „Það er allt farið. Allt,“ segir Árni. „Eins og segir í gömlu auglýsingunni „þú tryggir ekki eftir á.“ Það er allt ótryggt, engin heimilistrygging, þannig að það er allt farið. Við verðum bara að byrja upp á nýtt,“ segir Árni.Hafa stofnað söfnunarreikning En það er erfitt að byrja upp á nýtt með tvær hendur tómar og því hefur fjölskylda og vinir feðganna opnað söfnunarreikning. Fanney Gunnlaugsdóttir, systir Árna, segir róður Árna hafa verið nægilega þungan fyrir brunann. „Staðan hans er eins slæm og hægt er,“ segir hún. „Hann er einn með þrjá stráka og missti allt í brunanum. Þetta eru unglingsstrákar sem þurfa mikinn stuðning og ofboðslega mikilvægt að þeir fái öryggi sitt aftur.“ Þau sem vilja styrkja feðgana er bent á söfnunarreikning til stuðnings þeim. Reikningurinn er skráður á yngsta soninn í fjölskyldunni.Reikningsnúmerið er: 0331-22-003842 / kt. 090206-3380 Einnig er hægt að hafa samband við Árna í gegnum tölvupóst (arnihelgi1@hotmail.com) ef fólk vill styðja feðgana með húsgögnum, fatnaði, tölvum eða öðrum hlutum sem gagnast í daglegu lífi. Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Mikill eldur logaði í íbúð í Jórufelli Allt tiltækt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu eftir miðnætti eftir að tilkynning barst um að eldur logaði í íbúð á þriðju hæð, í blokk í Jórufelli. 29. september 2019 00:50 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Eldur kom upp í svefnherbergi í Jórufelli í Breiðholti fyrir rúmri viku síðan og varð íbúðin alelda. Í íbúðinni bjó einstæður faðir, Árni Gunnlaugsson, með þrjá syni sína og voru tveir drengjanna heima þegar eldurinn kom upp. Árni er ekki með heimilistryggingu og með báðar hendur tómar. Árni var í vinnunni og fékk símtal frá elsta drengnum um að það væri eldur heima en svo náði hann ekkert í syni sína aftur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og fann þá ekki í fyrstu fyrir framan blokkina. Hann óttaðist hið versta. „Ég veit ekki hversu langur tími leið þar til ég rak augun í þá í mannmergðinni fyrir framan húsið og því verður náttúrulega aldrei með orðum lýst hversu létt mér varð,“ segir Árni og verður klökkur við að rifja upp þetta kvöld.Var að fikta með eld Elías og Gunnlaugur, fjórtán og sextán ára, voru einir heima. Eldurinn kom upp í herbergi Gunnlaugs. „Ég var að fikta með eld. Ég var að leika mér að kveikja í Haribo-umbúðum og það fór á dýnuna og eldurinn fór hratt um,“ segir Gunnlaugur. Það var eldri bróðir hans Elías Aron sem hringdi í pabba sinn og svo í Neyðarlínuna. Fyrst hélt hann að þetta væri eitthvað sem þeir gætu slökkt. „En svo kom ég inn í herbergið hans og sá að það var heilt bál á rúminu,“ segir Elías. Hann hafði mestar áhyggjur af fólkinu í blokkinni og hugsaði ekki eitt andartak um að bjarga hlutum úr íbúðinni. Sem betur fer komust allir heilir á húfi úr húsinu og engan sakaði. Feðgarnir gistu á farfuglaheimili fyrstu næturnar eftir brunann. Rauði krossinn greiddi fyrir tvær nætur en svo leyfði eigandi farfuglaheimilisins þeim að gista lengur eða þar til þeir fengu tóma íbúð í smáíbúðahverfinu að láni til að vera í. Það er ekkert í íbúðinni nema dýnur og sængur. „Það er allt farið. Allt,“ segir Árni. „Eins og segir í gömlu auglýsingunni „þú tryggir ekki eftir á.“ Það er allt ótryggt, engin heimilistrygging, þannig að það er allt farið. Við verðum bara að byrja upp á nýtt,“ segir Árni.Hafa stofnað söfnunarreikning En það er erfitt að byrja upp á nýtt með tvær hendur tómar og því hefur fjölskylda og vinir feðganna opnað söfnunarreikning. Fanney Gunnlaugsdóttir, systir Árna, segir róður Árna hafa verið nægilega þungan fyrir brunann. „Staðan hans er eins slæm og hægt er,“ segir hún. „Hann er einn með þrjá stráka og missti allt í brunanum. Þetta eru unglingsstrákar sem þurfa mikinn stuðning og ofboðslega mikilvægt að þeir fái öryggi sitt aftur.“ Þau sem vilja styrkja feðgana er bent á söfnunarreikning til stuðnings þeim. Reikningurinn er skráður á yngsta soninn í fjölskyldunni.Reikningsnúmerið er: 0331-22-003842 / kt. 090206-3380 Einnig er hægt að hafa samband við Árna í gegnum tölvupóst (arnihelgi1@hotmail.com) ef fólk vill styðja feðgana með húsgögnum, fatnaði, tölvum eða öðrum hlutum sem gagnast í daglegu lífi.
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Mikill eldur logaði í íbúð í Jórufelli Allt tiltækt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu eftir miðnætti eftir að tilkynning barst um að eldur logaði í íbúð á þriðju hæð, í blokk í Jórufelli. 29. september 2019 00:50 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Mikill eldur logaði í íbúð í Jórufelli Allt tiltækt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu eftir miðnætti eftir að tilkynning barst um að eldur logaði í íbúð á þriðju hæð, í blokk í Jórufelli. 29. september 2019 00:50
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?