Erlent

Varaði við því að herinn gæti gripið í taumana

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Lögreglumenn koma til móts við mótmælendur í Hong Kong í gær.
Lögreglumenn koma til móts við mótmælendur í Hong Kong í gær. Vísir/getty
Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, sem er sjálfstjórnarhérað í Kína, varaði við því í morgun að kínverski herinn gæti blandað sér í leikinn ef mótmælin í borginni aukast enn frekar.

Almenningur hefur krafist umbóta og aukins frelsis frá Kína og hafa mótmælin nú staðið nær sleitulaust um fjögurra mánaða skeið.

Lam segir að í stjórnarskrá Hong Kong sé gert ráð fyrir því að hægt sé að biðja um hjálp frá kínverska alþýðuhernum ef svo ber undir en hún segist ekki vilja gefa það upp á hvaða tímapunkti það yrði og vonast til að hægt sé að leysa deiluna án aðkomu hersins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×