Ræktendurnir í Þykkvabæ fengu skilorðsbundna dóma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2019 12:11 Umfangsmikil kannabisræktun var starfrækt í útihúsi við bóndabæinn í Þykkvabæ. Myndin er úr safni. Lögreglan Tveir karlmenn og ein kona fengu skilorðsbundna dóma í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild að kannabisræktun við bóndabæ nærri Þykkvabæ. Var þeim gefið að sök brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni með því að hafa í útihúsi við bóndabæ nærri Þykkvabæ, þar sem tvö þeirra eiga heima, haft í vörslum sínum, í sölu- og dreifingarskyni, samtals 206 kannabisplöntur, rúmlega 100 grömm af kannabisstönglum og rúmlega 800 grömm af maríhúana. Áttu þau að hafa um nokkurt skeið fram til dagsins 9. júní í sumar, þegar upp komst um athæfið, ræktað plönturnar. Fólkið játaði brot sín fyrir dómi og var því ekki aðalmeðferð í málinu. Karlmaður á sjötugsaldri og kona á sextugsaldri, sem búsett eru á bænum fengu tíu mánaða dóm annars vegar og átta mánaða dóm hins vegar. Báðir dómarnir eru skilorðsbundnir. Tæplega fertugur karlmaður var auk þess sem getið var að framan ákærður fyrir brot gegn lögum um bann við frammistöðubætandi efnum og lyfjum. Fundist á heimili hans í Seljahverfinu í Reykjavík 11 millilítrar af stungulyfinu nandrolon og sjö millilítrar af stungulyfingu testosteron. Var hann dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Þrír menn, sem sæta ákæru fyrir umfangsmikla amfetamínsframleiðslu í Borgarfirði, eru sömuleiðis ákærðir fyrir aðild sína að ræktuninni í Þykkvabæ. Það mál hefur verið skilið að og verður tekið til meðferðar sérstaklega.Í vikunni hafnaði Landsréttar kröfu verjenda mannanna um aðgang að upptökum og dagbókarfærslum lögreglu í málinu.Dóminn í heild má lesa hér. Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Dómsmál Rangárþing ytra Tengdar fréttir Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34 Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í Borgarfirði Þess er krafist að fjöldi tækja og tóla til fíkniefnaframleiðslu verði gerður upptækur í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 9. september 2019 11:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Tveir karlmenn og ein kona fengu skilorðsbundna dóma í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild að kannabisræktun við bóndabæ nærri Þykkvabæ. Var þeim gefið að sök brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni með því að hafa í útihúsi við bóndabæ nærri Þykkvabæ, þar sem tvö þeirra eiga heima, haft í vörslum sínum, í sölu- og dreifingarskyni, samtals 206 kannabisplöntur, rúmlega 100 grömm af kannabisstönglum og rúmlega 800 grömm af maríhúana. Áttu þau að hafa um nokkurt skeið fram til dagsins 9. júní í sumar, þegar upp komst um athæfið, ræktað plönturnar. Fólkið játaði brot sín fyrir dómi og var því ekki aðalmeðferð í málinu. Karlmaður á sjötugsaldri og kona á sextugsaldri, sem búsett eru á bænum fengu tíu mánaða dóm annars vegar og átta mánaða dóm hins vegar. Báðir dómarnir eru skilorðsbundnir. Tæplega fertugur karlmaður var auk þess sem getið var að framan ákærður fyrir brot gegn lögum um bann við frammistöðubætandi efnum og lyfjum. Fundist á heimili hans í Seljahverfinu í Reykjavík 11 millilítrar af stungulyfinu nandrolon og sjö millilítrar af stungulyfingu testosteron. Var hann dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Þrír menn, sem sæta ákæru fyrir umfangsmikla amfetamínsframleiðslu í Borgarfirði, eru sömuleiðis ákærðir fyrir aðild sína að ræktuninni í Þykkvabæ. Það mál hefur verið skilið að og verður tekið til meðferðar sérstaklega.Í vikunni hafnaði Landsréttar kröfu verjenda mannanna um aðgang að upptökum og dagbókarfærslum lögreglu í málinu.Dóminn í heild má lesa hér.
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Dómsmál Rangárþing ytra Tengdar fréttir Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34 Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í Borgarfirði Þess er krafist að fjöldi tækja og tóla til fíkniefnaframleiðslu verði gerður upptækur í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 9. september 2019 11:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34
Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í Borgarfirði Þess er krafist að fjöldi tækja og tóla til fíkniefnaframleiðslu verði gerður upptækur í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 9. september 2019 11:45