Ræktendurnir í Þykkvabæ fengu skilorðsbundna dóma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2019 12:11 Umfangsmikil kannabisræktun var starfrækt í útihúsi við bóndabæinn í Þykkvabæ. Myndin er úr safni. Lögreglan Tveir karlmenn og ein kona fengu skilorðsbundna dóma í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild að kannabisræktun við bóndabæ nærri Þykkvabæ. Var þeim gefið að sök brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni með því að hafa í útihúsi við bóndabæ nærri Þykkvabæ, þar sem tvö þeirra eiga heima, haft í vörslum sínum, í sölu- og dreifingarskyni, samtals 206 kannabisplöntur, rúmlega 100 grömm af kannabisstönglum og rúmlega 800 grömm af maríhúana. Áttu þau að hafa um nokkurt skeið fram til dagsins 9. júní í sumar, þegar upp komst um athæfið, ræktað plönturnar. Fólkið játaði brot sín fyrir dómi og var því ekki aðalmeðferð í málinu. Karlmaður á sjötugsaldri og kona á sextugsaldri, sem búsett eru á bænum fengu tíu mánaða dóm annars vegar og átta mánaða dóm hins vegar. Báðir dómarnir eru skilorðsbundnir. Tæplega fertugur karlmaður var auk þess sem getið var að framan ákærður fyrir brot gegn lögum um bann við frammistöðubætandi efnum og lyfjum. Fundist á heimili hans í Seljahverfinu í Reykjavík 11 millilítrar af stungulyfinu nandrolon og sjö millilítrar af stungulyfingu testosteron. Var hann dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Þrír menn, sem sæta ákæru fyrir umfangsmikla amfetamínsframleiðslu í Borgarfirði, eru sömuleiðis ákærðir fyrir aðild sína að ræktuninni í Þykkvabæ. Það mál hefur verið skilið að og verður tekið til meðferðar sérstaklega.Í vikunni hafnaði Landsréttar kröfu verjenda mannanna um aðgang að upptökum og dagbókarfærslum lögreglu í málinu.Dóminn í heild má lesa hér. Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Dómsmál Rangárþing ytra Tengdar fréttir Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34 Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í Borgarfirði Þess er krafist að fjöldi tækja og tóla til fíkniefnaframleiðslu verði gerður upptækur í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 9. september 2019 11:45 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Tveir karlmenn og ein kona fengu skilorðsbundna dóma í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild að kannabisræktun við bóndabæ nærri Þykkvabæ. Var þeim gefið að sök brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni með því að hafa í útihúsi við bóndabæ nærri Þykkvabæ, þar sem tvö þeirra eiga heima, haft í vörslum sínum, í sölu- og dreifingarskyni, samtals 206 kannabisplöntur, rúmlega 100 grömm af kannabisstönglum og rúmlega 800 grömm af maríhúana. Áttu þau að hafa um nokkurt skeið fram til dagsins 9. júní í sumar, þegar upp komst um athæfið, ræktað plönturnar. Fólkið játaði brot sín fyrir dómi og var því ekki aðalmeðferð í málinu. Karlmaður á sjötugsaldri og kona á sextugsaldri, sem búsett eru á bænum fengu tíu mánaða dóm annars vegar og átta mánaða dóm hins vegar. Báðir dómarnir eru skilorðsbundnir. Tæplega fertugur karlmaður var auk þess sem getið var að framan ákærður fyrir brot gegn lögum um bann við frammistöðubætandi efnum og lyfjum. Fundist á heimili hans í Seljahverfinu í Reykjavík 11 millilítrar af stungulyfinu nandrolon og sjö millilítrar af stungulyfingu testosteron. Var hann dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Þrír menn, sem sæta ákæru fyrir umfangsmikla amfetamínsframleiðslu í Borgarfirði, eru sömuleiðis ákærðir fyrir aðild sína að ræktuninni í Þykkvabæ. Það mál hefur verið skilið að og verður tekið til meðferðar sérstaklega.Í vikunni hafnaði Landsréttar kröfu verjenda mannanna um aðgang að upptökum og dagbókarfærslum lögreglu í málinu.Dóminn í heild má lesa hér.
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Dómsmál Rangárþing ytra Tengdar fréttir Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34 Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í Borgarfirði Þess er krafist að fjöldi tækja og tóla til fíkniefnaframleiðslu verði gerður upptækur í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 9. september 2019 11:45 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34
Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í Borgarfirði Þess er krafist að fjöldi tækja og tóla til fíkniefnaframleiðslu verði gerður upptækur í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 9. september 2019 11:45