„Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. október 2019 18:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á Alþingi í kvöld. „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Frumvarpið mælir fyrir um heimild til sanngirnisbóta til þeirra fimm einstaklinga sem sýknaðir voru og eftir atvikum til fjölskyldna þeirra. Samhliða er kveðið á um að samningaviðræður um bætur haldi áfram undir handleiðslu forsætisráðherra. Bæði þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu lýstu efasemdnum um frumvarpið í umræðu um það sem nú stendur yfir á Alþingi.Sjá einnig: Frumvarp um sanngirnisbætur lagt fram á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafði kvatt sér hljóðs undir liðnum um fundarstjórn forseta áður en Katrín mælti fyrir frumvarpinu og lýsti þeirri skoðun sinni að hann teldi með öllu óeðlilegt að verið væri að taka málið fyrir á vettvangi Alþingis. „Ég get ekki fallist á þann málflutning,” sagði Katrín. Katrín sagði meðal annars að ríkisstjórnin hafi þegar beðið sakborninga og aðra sem átt hafi um sárt að binda vegna málsins afsökunar. Þetta frumvarp lúti aðeins að fjárhagslegum hliðum málsins og bótagreiðslum. Ríkisstjórnin hefur sætt talsverðri gagnrýni vegna málsins síðan greinagerð ríkislögmanns í máli Guðjóns Skarphéðinssonar, eins sakborninganna sem sýknaðir voru í endurupptöku málsins í fyrra, komst í kastljós fjölmiðla.Ríkislögmaður ætli að breyta málflutningi sínum Ekki hefur hingað til tekist að semja um bótagreiðslur á vettvangi sáttanefndar og því höfðaði Guðjón Skarphéðinsson bótamál fyrir dómstólum. Í greinagerð setts ríkislögmanns er bótakröfum hans, upp á rúman milljarð króna, hafnað og krafist sýknu. Fram kom í máli Katrínar á Alþingi í kvöld að ríkislögmaður ætli að breyta málflutningi sínum í málinu verði frumvarpið sem hún mælti fyrir í kvöld að lögum. Það sé eitt af því sem komið hafi út úr fundum hennar með settum ríkislögmanni í málinu. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar kveðst hvorki skilja upp né niður í frumvarpinu. Þegar séu til lög sem heimili bótagreiðslur til þeirra sem sýknaðir eru í sakamálum. „Af hverju að leggja þetta fram, af hverju er látið eins og þetta sé nauðsynleg lagasetning, ég bara átta mig alls ekki á því,” sagði Helga Vala. Í svari sínu sagði Katrín að lögfræðingar hennar í forsætisráðuneytinu hafi metið það svo að gera þyrfti slíka lagabreytingu, meðal annars til þess að sérstök heimild verði til staðar til að greiða bætur til aðstandenda þeirra sem látnir eru. „Það er ástæðan fyrir því að þetta kemur inn í formi lagafrumvarps,” sagði Katrín. Þá spurði Helga Vala einnig um stöðu Erlu Bolladóttur en mál hennar var ekki endurupptekið en hún hlaut á sínum tíma aðeins dóm fyrir rangar sakagiftir en ekki fyrir aðild að mannshvarfi eða manndrápi. Frumvarpið nær ekki til Erlu Bolladóttur þar sem hún er ekki í hópi þeirra sem sýknaðir voru. En það voru ekki aðeins þingmenn stjórnarandstöðunnar sem lýstu efasemdum um þá leið sem ríkisstjórnin hafi ákveðið að fara í málinu. „Er ekki eðlilegast að ljúka þessu máli fyrir dómstólum?” spurði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem kveðst hugsi yfir frumvarpinu. Katrín svaraði meðal annars á þá leið að „landslið lögfræðinga” sem hafi skoðað málið meti það sem svo að ekki dugi að ljúka því fyrir dómstólum. Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Sjá meira
„Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Frumvarpið mælir fyrir um heimild til sanngirnisbóta til þeirra fimm einstaklinga sem sýknaðir voru og eftir atvikum til fjölskyldna þeirra. Samhliða er kveðið á um að samningaviðræður um bætur haldi áfram undir handleiðslu forsætisráðherra. Bæði þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu lýstu efasemdnum um frumvarpið í umræðu um það sem nú stendur yfir á Alþingi.Sjá einnig: Frumvarp um sanngirnisbætur lagt fram á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafði kvatt sér hljóðs undir liðnum um fundarstjórn forseta áður en Katrín mælti fyrir frumvarpinu og lýsti þeirri skoðun sinni að hann teldi með öllu óeðlilegt að verið væri að taka málið fyrir á vettvangi Alþingis. „Ég get ekki fallist á þann málflutning,” sagði Katrín. Katrín sagði meðal annars að ríkisstjórnin hafi þegar beðið sakborninga og aðra sem átt hafi um sárt að binda vegna málsins afsökunar. Þetta frumvarp lúti aðeins að fjárhagslegum hliðum málsins og bótagreiðslum. Ríkisstjórnin hefur sætt talsverðri gagnrýni vegna málsins síðan greinagerð ríkislögmanns í máli Guðjóns Skarphéðinssonar, eins sakborninganna sem sýknaðir voru í endurupptöku málsins í fyrra, komst í kastljós fjölmiðla.Ríkislögmaður ætli að breyta málflutningi sínum Ekki hefur hingað til tekist að semja um bótagreiðslur á vettvangi sáttanefndar og því höfðaði Guðjón Skarphéðinsson bótamál fyrir dómstólum. Í greinagerð setts ríkislögmanns er bótakröfum hans, upp á rúman milljarð króna, hafnað og krafist sýknu. Fram kom í máli Katrínar á Alþingi í kvöld að ríkislögmaður ætli að breyta málflutningi sínum í málinu verði frumvarpið sem hún mælti fyrir í kvöld að lögum. Það sé eitt af því sem komið hafi út úr fundum hennar með settum ríkislögmanni í málinu. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar kveðst hvorki skilja upp né niður í frumvarpinu. Þegar séu til lög sem heimili bótagreiðslur til þeirra sem sýknaðir eru í sakamálum. „Af hverju að leggja þetta fram, af hverju er látið eins og þetta sé nauðsynleg lagasetning, ég bara átta mig alls ekki á því,” sagði Helga Vala. Í svari sínu sagði Katrín að lögfræðingar hennar í forsætisráðuneytinu hafi metið það svo að gera þyrfti slíka lagabreytingu, meðal annars til þess að sérstök heimild verði til staðar til að greiða bætur til aðstandenda þeirra sem látnir eru. „Það er ástæðan fyrir því að þetta kemur inn í formi lagafrumvarps,” sagði Katrín. Þá spurði Helga Vala einnig um stöðu Erlu Bolladóttur en mál hennar var ekki endurupptekið en hún hlaut á sínum tíma aðeins dóm fyrir rangar sakagiftir en ekki fyrir aðild að mannshvarfi eða manndrápi. Frumvarpið nær ekki til Erlu Bolladóttur þar sem hún er ekki í hópi þeirra sem sýknaðir voru. En það voru ekki aðeins þingmenn stjórnarandstöðunnar sem lýstu efasemdum um þá leið sem ríkisstjórnin hafi ákveðið að fara í málinu. „Er ekki eðlilegast að ljúka þessu máli fyrir dómstólum?” spurði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem kveðst hugsi yfir frumvarpinu. Katrín svaraði meðal annars á þá leið að „landslið lögfræðinga” sem hafi skoðað málið meti það sem svo að ekki dugi að ljúka því fyrir dómstólum.
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent