Virði lóðanna meira en tvöfaldaðist á tveimur árum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. október 2019 19:00 Virði þriggja lóða sem byggingarfulltrúinn í Rangárþingi ytra keypti að Gaddstöðum fyrir tveimur árum hefur meira en tvöfaldast eftir að þeim var breytt í lóðir fyrir íbúðarhús. Mannvirkjastofnun hefur til umfjöllunar mál sem snúa að jörðinni Leyni og fær byggingafulltrúinn athugasemdir innan fárra daga. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village í eigu Eternal Resort hefur mánuðum saman verið með ferðaþjónusturekstur á jörðinni Leyni í Rangarþingi ytra án þess að hafa starfsleyfi. Í fréttum í gær kom fram að lögregla væri með málið á sínu borði. Fyrirtækið hefur tengt fjárveitu og aðveitu við hjólhýsi án leyfis og reist kúluhús á svæðinu án þess að hafa byggingarleyfi fyrir þeim.Mannvirkjastofnun með málið Mannvirkjastofnun barst ábending um málið í vikunni. Í svari frá stofnuninni kemur fram hún hafi sent bréf til byggingafulltrúa Rangárþings ytra og beðið um nánari skýringar, stofnunin sé nú að fara yfir málið og sendi byggingafulltrúa leiðbeiningar. Í fundargerð frá skipulags-og umferðarnefnd Rangárþings ytra í gær kom fram að Eternal Resort hefði einungis verið veitt stöðuleyfi til eins árs fyrir hjólhýsum og heilsárstjöldum. Hvort kúluhúsin flokkist sem heilsárstjöld eður ei er ekki ljóst en í lögum um mannvirki kemur fram að til mannvirkja teljast tímabundnar einingar ætlaðar til svefns eða daglegrar dvalar í fjóra mánuði eða lengur og fyrir þeim þarf því byggingarleyfi.Byggingafulltrúi keypti lóðir sem hafa tvöfaldast að virði Fréttastofu hafa borist ábendingar um að byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hafi keypt þrjár lóðir af sveitarfélaginu á Gaddstöðum í október 2017 fyrir um 2,9 milljónir króna. Hann er fundarritari á fundum skipulags-og umferðarnefndar sveitarfélagsins sem bókaði mánuði áður að lóðir að Gaddstöðum yrðu felldar úr frístundanotkun. Lóðunum hefur nú verið breytt í lóðir fyrir íbúðarhús og hefur virði þeirra meira en tvöfaldast í verðir samkvæmt lóðamati. Fasteignasalan sem sá um sölu lóðanna svaraði fréttastofu því að lóðirnar hefðu verið auglýstar sem sumarhúsalóðir árið 2015 á fasteignasíðum á vefnum. Þessar lóðir seldust flestar á árunum 2017 og 2018 og eru nú uppseldar. Ekki náðist í byggingarfulltrúann við vinnslu fréttarinnar. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00 Máli Iceland Igloo Village vísað til lögreglu Ferðaþjónustan Iceland Igloo Village hefur verið rekin ólöglega í Landsveit án starfsleyfis í sumar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í lok september og vísaði málinu til lögreglu í síðustu viku. 7. október 2019 19:59 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Virði þriggja lóða sem byggingarfulltrúinn í Rangárþingi ytra keypti að Gaddstöðum fyrir tveimur árum hefur meira en tvöfaldast eftir að þeim var breytt í lóðir fyrir íbúðarhús. Mannvirkjastofnun hefur til umfjöllunar mál sem snúa að jörðinni Leyni og fær byggingafulltrúinn athugasemdir innan fárra daga. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village í eigu Eternal Resort hefur mánuðum saman verið með ferðaþjónusturekstur á jörðinni Leyni í Rangarþingi ytra án þess að hafa starfsleyfi. Í fréttum í gær kom fram að lögregla væri með málið á sínu borði. Fyrirtækið hefur tengt fjárveitu og aðveitu við hjólhýsi án leyfis og reist kúluhús á svæðinu án þess að hafa byggingarleyfi fyrir þeim.Mannvirkjastofnun með málið Mannvirkjastofnun barst ábending um málið í vikunni. Í svari frá stofnuninni kemur fram hún hafi sent bréf til byggingafulltrúa Rangárþings ytra og beðið um nánari skýringar, stofnunin sé nú að fara yfir málið og sendi byggingafulltrúa leiðbeiningar. Í fundargerð frá skipulags-og umferðarnefnd Rangárþings ytra í gær kom fram að Eternal Resort hefði einungis verið veitt stöðuleyfi til eins árs fyrir hjólhýsum og heilsárstjöldum. Hvort kúluhúsin flokkist sem heilsárstjöld eður ei er ekki ljóst en í lögum um mannvirki kemur fram að til mannvirkja teljast tímabundnar einingar ætlaðar til svefns eða daglegrar dvalar í fjóra mánuði eða lengur og fyrir þeim þarf því byggingarleyfi.Byggingafulltrúi keypti lóðir sem hafa tvöfaldast að virði Fréttastofu hafa borist ábendingar um að byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hafi keypt þrjár lóðir af sveitarfélaginu á Gaddstöðum í október 2017 fyrir um 2,9 milljónir króna. Hann er fundarritari á fundum skipulags-og umferðarnefndar sveitarfélagsins sem bókaði mánuði áður að lóðir að Gaddstöðum yrðu felldar úr frístundanotkun. Lóðunum hefur nú verið breytt í lóðir fyrir íbúðarhús og hefur virði þeirra meira en tvöfaldast í verðir samkvæmt lóðamati. Fasteignasalan sem sá um sölu lóðanna svaraði fréttastofu því að lóðirnar hefðu verið auglýstar sem sumarhúsalóðir árið 2015 á fasteignasíðum á vefnum. Þessar lóðir seldust flestar á árunum 2017 og 2018 og eru nú uppseldar. Ekki náðist í byggingarfulltrúann við vinnslu fréttarinnar.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00 Máli Iceland Igloo Village vísað til lögreglu Ferðaþjónustan Iceland Igloo Village hefur verið rekin ólöglega í Landsveit án starfsleyfis í sumar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í lok september og vísaði málinu til lögreglu í síðustu viku. 7. október 2019 19:59 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00
Máli Iceland Igloo Village vísað til lögreglu Ferðaþjónustan Iceland Igloo Village hefur verið rekin ólöglega í Landsveit án starfsleyfis í sumar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í lok september og vísaði málinu til lögreglu í síðustu viku. 7. október 2019 19:59
Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00
Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15