Helgi meðal stærstu hluthafa Iceland Seafood Hörður Ægisson skrifar 9. október 2019 08:15 Helgi Magnússon fjárfestir. Fréttablaðið/GVA Helgi Magnússon, fjárfestir og stjórnarformaður Bláa lónsins, er í hópi stærstu hluthafa Iceland Seafood International með 1,3 prósenta hlut. Félagið Hofgarðar, sem er í eigu Helga, á þannig samtals 30 milljónir hluta í sjávarútvegsfyrirtækinu að nafnvirði, sem er metinn á tæplega 300 milljónir króna miðað við núverandi gengi bréfa félagsins. Þetta kemur fram í yfirliti yfir stærstu hluthafa Iceland Seafood í lýsingu sem birtist í liðinni viku vegna áforma félagsins um að skrá fyrirtækið á aðalmarkað Kauphallarinnar samhliða því að selja í næstu viku í almennu útboði bréf í félaginu sem jafngildir rúmlega 9,6 prósenta hlut. Helgi, sem er fyrrverandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna og sat í stjórn Marels í fjórtán ár, hóf að fjárfesta í Iceland Seafood síðastliðið vor, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Ásamt því að vera stór hluthafi í Bláa lóninu hefur Helgi að undanförnu fjárfest meðal annars í Stoðum, Kviku banka auk þess sem hann keypti í júní síðastliðnum helmingshlut í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, og tók hann í kjölfarið sæti í stjórn félagsins. Stærstu hluthafar Iceland Seafood eru félögin Sjávarsýn, fjárfestingafélag Bjarna Ármannssonar, Nesfiskur, FISK-Seafood og Jakob Valgeir ehf. sem fara samanlagt með rúmlega 40 prósenta hlut auk þess að eiga í sameiningu félagið Solo Holding sem á 9,7 prósenta hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu. Heildarvelta samstæðunnar á fyrri árshelmingi þessa árs nam 232 milljónum evra, jafnvirði um 31 milljarðs króna, sem var 55 prósenta aukning frá fyrra ári. Aðlagaður hagnaður Iceland Seafood nam tæplega 5,5 milljónum evra á tímabilinu. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Iceland Seafood Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Sjá meira
Helgi Magnússon, fjárfestir og stjórnarformaður Bláa lónsins, er í hópi stærstu hluthafa Iceland Seafood International með 1,3 prósenta hlut. Félagið Hofgarðar, sem er í eigu Helga, á þannig samtals 30 milljónir hluta í sjávarútvegsfyrirtækinu að nafnvirði, sem er metinn á tæplega 300 milljónir króna miðað við núverandi gengi bréfa félagsins. Þetta kemur fram í yfirliti yfir stærstu hluthafa Iceland Seafood í lýsingu sem birtist í liðinni viku vegna áforma félagsins um að skrá fyrirtækið á aðalmarkað Kauphallarinnar samhliða því að selja í næstu viku í almennu útboði bréf í félaginu sem jafngildir rúmlega 9,6 prósenta hlut. Helgi, sem er fyrrverandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna og sat í stjórn Marels í fjórtán ár, hóf að fjárfesta í Iceland Seafood síðastliðið vor, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Ásamt því að vera stór hluthafi í Bláa lóninu hefur Helgi að undanförnu fjárfest meðal annars í Stoðum, Kviku banka auk þess sem hann keypti í júní síðastliðnum helmingshlut í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, og tók hann í kjölfarið sæti í stjórn félagsins. Stærstu hluthafar Iceland Seafood eru félögin Sjávarsýn, fjárfestingafélag Bjarna Ármannssonar, Nesfiskur, FISK-Seafood og Jakob Valgeir ehf. sem fara samanlagt með rúmlega 40 prósenta hlut auk þess að eiga í sameiningu félagið Solo Holding sem á 9,7 prósenta hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu. Heildarvelta samstæðunnar á fyrri árshelmingi þessa árs nam 232 milljónum evra, jafnvirði um 31 milljarðs króna, sem var 55 prósenta aukning frá fyrra ári. Aðlagaður hagnaður Iceland Seafood nam tæplega 5,5 milljónum evra á tímabilinu.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Iceland Seafood Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Sjá meira