Helgi meðal stærstu hluthafa Iceland Seafood Hörður Ægisson skrifar 9. október 2019 08:15 Helgi Magnússon fjárfestir. Fréttablaðið/GVA Helgi Magnússon, fjárfestir og stjórnarformaður Bláa lónsins, er í hópi stærstu hluthafa Iceland Seafood International með 1,3 prósenta hlut. Félagið Hofgarðar, sem er í eigu Helga, á þannig samtals 30 milljónir hluta í sjávarútvegsfyrirtækinu að nafnvirði, sem er metinn á tæplega 300 milljónir króna miðað við núverandi gengi bréfa félagsins. Þetta kemur fram í yfirliti yfir stærstu hluthafa Iceland Seafood í lýsingu sem birtist í liðinni viku vegna áforma félagsins um að skrá fyrirtækið á aðalmarkað Kauphallarinnar samhliða því að selja í næstu viku í almennu útboði bréf í félaginu sem jafngildir rúmlega 9,6 prósenta hlut. Helgi, sem er fyrrverandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna og sat í stjórn Marels í fjórtán ár, hóf að fjárfesta í Iceland Seafood síðastliðið vor, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Ásamt því að vera stór hluthafi í Bláa lóninu hefur Helgi að undanförnu fjárfest meðal annars í Stoðum, Kviku banka auk þess sem hann keypti í júní síðastliðnum helmingshlut í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, og tók hann í kjölfarið sæti í stjórn félagsins. Stærstu hluthafar Iceland Seafood eru félögin Sjávarsýn, fjárfestingafélag Bjarna Ármannssonar, Nesfiskur, FISK-Seafood og Jakob Valgeir ehf. sem fara samanlagt með rúmlega 40 prósenta hlut auk þess að eiga í sameiningu félagið Solo Holding sem á 9,7 prósenta hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu. Heildarvelta samstæðunnar á fyrri árshelmingi þessa árs nam 232 milljónum evra, jafnvirði um 31 milljarðs króna, sem var 55 prósenta aukning frá fyrra ári. Aðlagaður hagnaður Iceland Seafood nam tæplega 5,5 milljónum evra á tímabilinu. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Iceland Seafood Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Sjá meira
Helgi Magnússon, fjárfestir og stjórnarformaður Bláa lónsins, er í hópi stærstu hluthafa Iceland Seafood International með 1,3 prósenta hlut. Félagið Hofgarðar, sem er í eigu Helga, á þannig samtals 30 milljónir hluta í sjávarútvegsfyrirtækinu að nafnvirði, sem er metinn á tæplega 300 milljónir króna miðað við núverandi gengi bréfa félagsins. Þetta kemur fram í yfirliti yfir stærstu hluthafa Iceland Seafood í lýsingu sem birtist í liðinni viku vegna áforma félagsins um að skrá fyrirtækið á aðalmarkað Kauphallarinnar samhliða því að selja í næstu viku í almennu útboði bréf í félaginu sem jafngildir rúmlega 9,6 prósenta hlut. Helgi, sem er fyrrverandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna og sat í stjórn Marels í fjórtán ár, hóf að fjárfesta í Iceland Seafood síðastliðið vor, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Ásamt því að vera stór hluthafi í Bláa lóninu hefur Helgi að undanförnu fjárfest meðal annars í Stoðum, Kviku banka auk þess sem hann keypti í júní síðastliðnum helmingshlut í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, og tók hann í kjölfarið sæti í stjórn félagsins. Stærstu hluthafar Iceland Seafood eru félögin Sjávarsýn, fjárfestingafélag Bjarna Ármannssonar, Nesfiskur, FISK-Seafood og Jakob Valgeir ehf. sem fara samanlagt með rúmlega 40 prósenta hlut auk þess að eiga í sameiningu félagið Solo Holding sem á 9,7 prósenta hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu. Heildarvelta samstæðunnar á fyrri árshelmingi þessa árs nam 232 milljónum evra, jafnvirði um 31 milljarðs króna, sem var 55 prósenta aukning frá fyrra ári. Aðlagaður hagnaður Iceland Seafood nam tæplega 5,5 milljónum evra á tímabilinu.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Iceland Seafood Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Sjá meira