Gunnhildur: Veit eiginlega ekki hvað gerðist Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 9. október 2019 22:08 Gunnhildur í baráttunni í kvöld vísir/vilhelm Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, var furðu brött eftir stórt tap gegn feiknasterku liði Vals, 110-75. „Æji, við vorum bara fljótar að missa hausinn. Í byrjun hélt ég að við værum að fara standa í þeim og við gerðum vel, svo fór þetta úr tveimur stigum í 17 og ég veit eiginlega ekki hvað gerðist eftir það,“ sagði hún, en Snæfell fór úr því að hafa nokkurra stiga forystu á fyrstu mínútunum í það að vera undir með 11 stigum í lok fyrsta leikhluta. „Við unnum þriðja leikhluta, það er allavega eitthvað jákvætt í þessu,“ sagði Gunnhildur og virtist ekkert vera að stressa sig á þessum fyrsta tapleik tímabilsins. Kristen McCarthy, bandarískur leikmaður Snæfells í fyrra og náin vinkona Gunnhildar, var ekki komin aftur til landsins þegar spurt var um hana, og er samkvæmt Gunnhildi að fara koma inn í nýju hlutverki. „Kristen kemur inn í þjálfarateymið,“ sagði hún um vinkonu sína sem fékk heilahristing á seinasta tímabili og hefur ekki spilað né æft síðan. „Hún er ekki einu sinni byrjuð að æfa að skjóta, búin að fá græna ljósið til að fara í flugvél. Það kæmi mér mjög á óvart ef að Kristen væri að fara spila með okkur í vetur,“ sagði Gunnhildur um Kristen McCarthy, sem var stundum kölluð Gunnarsdóttir vegna þess hve náin hún væri Gunnhildi og Berglindi. Fyrst að Berglind, systir Gunnhildar, er úti vegna skurðaðgerðar á öxl þá hafa ungar og efnilegar Snæfellsstelpur fengið góð tækifæri í síðasta leik og í þessum. Anna Soffía Lárúsdóttir átti frábæran fyrsta leik gegn Breiðablik en átti erfitt uppdráttar gegn Val. „Anna Soffía rokkaði lífið í síðasta leik og stundum er erfitt að reyna gera jafn vel í leik sem þessum. Hún fékk verðugt verkefni í dag að dekka Helenu og mér fannst hún standa sig vel,“ sagði Gunnhildur og bætti við að þær ungu í liðinu væru mjög duglegar og ættu margar mikið meira inni. Gunnhildur þurfti að spila eilítið takmarkaðar mínútur í dag vegna villuvandræða, en hún hafði fengið fjórar villur á sig snemma í þriðja leikhluta. „Kemur þetta eitthvað á óvart?“ spurði Gunnhildur létt í bragði en bætti við að hún yrði að vanda sig betur í næstu leikjum. „Ég verð bara að rífa mig í gang og passa mig að halda mér inni á vellinum,“ sagði hún að lokum áður en hún hélt inn í búningsklefa. Dominos-deild kvenna Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Sjá meira
Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, var furðu brött eftir stórt tap gegn feiknasterku liði Vals, 110-75. „Æji, við vorum bara fljótar að missa hausinn. Í byrjun hélt ég að við værum að fara standa í þeim og við gerðum vel, svo fór þetta úr tveimur stigum í 17 og ég veit eiginlega ekki hvað gerðist eftir það,“ sagði hún, en Snæfell fór úr því að hafa nokkurra stiga forystu á fyrstu mínútunum í það að vera undir með 11 stigum í lok fyrsta leikhluta. „Við unnum þriðja leikhluta, það er allavega eitthvað jákvætt í þessu,“ sagði Gunnhildur og virtist ekkert vera að stressa sig á þessum fyrsta tapleik tímabilsins. Kristen McCarthy, bandarískur leikmaður Snæfells í fyrra og náin vinkona Gunnhildar, var ekki komin aftur til landsins þegar spurt var um hana, og er samkvæmt Gunnhildi að fara koma inn í nýju hlutverki. „Kristen kemur inn í þjálfarateymið,“ sagði hún um vinkonu sína sem fékk heilahristing á seinasta tímabili og hefur ekki spilað né æft síðan. „Hún er ekki einu sinni byrjuð að æfa að skjóta, búin að fá græna ljósið til að fara í flugvél. Það kæmi mér mjög á óvart ef að Kristen væri að fara spila með okkur í vetur,“ sagði Gunnhildur um Kristen McCarthy, sem var stundum kölluð Gunnarsdóttir vegna þess hve náin hún væri Gunnhildi og Berglindi. Fyrst að Berglind, systir Gunnhildar, er úti vegna skurðaðgerðar á öxl þá hafa ungar og efnilegar Snæfellsstelpur fengið góð tækifæri í síðasta leik og í þessum. Anna Soffía Lárúsdóttir átti frábæran fyrsta leik gegn Breiðablik en átti erfitt uppdráttar gegn Val. „Anna Soffía rokkaði lífið í síðasta leik og stundum er erfitt að reyna gera jafn vel í leik sem þessum. Hún fékk verðugt verkefni í dag að dekka Helenu og mér fannst hún standa sig vel,“ sagði Gunnhildur og bætti við að þær ungu í liðinu væru mjög duglegar og ættu margar mikið meira inni. Gunnhildur þurfti að spila eilítið takmarkaðar mínútur í dag vegna villuvandræða, en hún hafði fengið fjórar villur á sig snemma í þriðja leikhluta. „Kemur þetta eitthvað á óvart?“ spurði Gunnhildur létt í bragði en bætti við að hún yrði að vanda sig betur í næstu leikjum. „Ég verð bara að rífa mig í gang og passa mig að halda mér inni á vellinum,“ sagði hún að lokum áður en hún hélt inn í búningsklefa.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga