Lykilatriði að geta ropað almennilega Björn Þorfinnsson skrifar 20. september 2019 06:45 Magnús Már og Einar Örn eru spenntir fyrir hlaupinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Búist er við að 600 keppendur muni taka þátt í alþjóðlegu bjórhlaupi RVK Brewing á laugardaginn sem byrjar og endar í Nauthólsvík. Hlaupið fór fram í fyrsta sinn síðasta vetur og tókst vel til þrátt fyrir slagviðri. „Í fyrra voru um hundrað keppendur skráðir en síðan setti slæmt veður strik í reikninginn. Við vorum frekar seint á ferðinni, í október, en miðað við áhugann á því hlaupi sáum við að grundvöllur væri fyrir enn stærri viðburði í ár,“ segir Einar Örn Steindórsson, einn eigenda RVK Brewing sem stendur fyrir viðburðinum. Að hans sögn voru það ekki fastagestir brugghússins sem mættu til leiks heldur fyrst og fremst þaulreyndir hlauparar. „Það kom okkur talsvert á óvart. Þarna mætti grjóthart keppnisfólk til leiks og við reiknum með því sama í ár. Veðurspáin lítur vel út og því reiknum við líka með að bjórelskandi keppendur mæti til leiks og skokki vegalengdina. Þeir virðast vera viðkvæmari fyrir veðri heldur en keppnisfólkið,“ segir Einar Örn kíminn. RVK Brewing leggur mikið í hlaupið því bruggaður verður sérstakur bjór af tilefninu. „Hann heitir að sjálfsögðu Keppnis og er ferskur lager sem ætti að henta vel til þess að vökva fólk á hlaupum.“ Hlaupið gengur þannig fyrir sig að hlaupnir eru 1,6 kílómetrar og eru þrjár drykkjarstöðvar á leiðinni þar sem boðið er upp á íslenskar veigar. Ljúka verður einum bjór á hverri stöð til þess að mega halda hlaupinu áfram. Meðal skráðra til leiks í hlaupið er ríkjandi Íslandsmeistari kvenna í bjórhlaupi, Helga Jóna Jónasdóttir. Hún hyggst verja titilinn með kjafti og klóm en ekki síður gera atlögu að sigri í opnum flokki. „Ég er enn fúl yfir því að hafa ekki unnið í fyrra. Ég var fyrst að þriðju og síðustu drykkjarstöðinni en þá rakst ég á vegg og átti erfitt með að koma síðasta drykknum niður,“ segir Helga. Hún missti því tvo keppendur fram úr sér undir lokin og segir það hafa verið sárt. „Ég er búin að læra af reynslunni. Það kom mér á óvart hvað það var erfitt að spretta af stað eftir að hafa drukkið heilan bjór. Ég held að lykillinn sé að geta ropað almennilega,“ segir Helga og hlær. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
Búist er við að 600 keppendur muni taka þátt í alþjóðlegu bjórhlaupi RVK Brewing á laugardaginn sem byrjar og endar í Nauthólsvík. Hlaupið fór fram í fyrsta sinn síðasta vetur og tókst vel til þrátt fyrir slagviðri. „Í fyrra voru um hundrað keppendur skráðir en síðan setti slæmt veður strik í reikninginn. Við vorum frekar seint á ferðinni, í október, en miðað við áhugann á því hlaupi sáum við að grundvöllur væri fyrir enn stærri viðburði í ár,“ segir Einar Örn Steindórsson, einn eigenda RVK Brewing sem stendur fyrir viðburðinum. Að hans sögn voru það ekki fastagestir brugghússins sem mættu til leiks heldur fyrst og fremst þaulreyndir hlauparar. „Það kom okkur talsvert á óvart. Þarna mætti grjóthart keppnisfólk til leiks og við reiknum með því sama í ár. Veðurspáin lítur vel út og því reiknum við líka með að bjórelskandi keppendur mæti til leiks og skokki vegalengdina. Þeir virðast vera viðkvæmari fyrir veðri heldur en keppnisfólkið,“ segir Einar Örn kíminn. RVK Brewing leggur mikið í hlaupið því bruggaður verður sérstakur bjór af tilefninu. „Hann heitir að sjálfsögðu Keppnis og er ferskur lager sem ætti að henta vel til þess að vökva fólk á hlaupum.“ Hlaupið gengur þannig fyrir sig að hlaupnir eru 1,6 kílómetrar og eru þrjár drykkjarstöðvar á leiðinni þar sem boðið er upp á íslenskar veigar. Ljúka verður einum bjór á hverri stöð til þess að mega halda hlaupinu áfram. Meðal skráðra til leiks í hlaupið er ríkjandi Íslandsmeistari kvenna í bjórhlaupi, Helga Jóna Jónasdóttir. Hún hyggst verja titilinn með kjafti og klóm en ekki síður gera atlögu að sigri í opnum flokki. „Ég er enn fúl yfir því að hafa ekki unnið í fyrra. Ég var fyrst að þriðju og síðustu drykkjarstöðinni en þá rakst ég á vegg og átti erfitt með að koma síðasta drykknum niður,“ segir Helga. Hún missti því tvo keppendur fram úr sér undir lokin og segir það hafa verið sárt. „Ég er búin að læra af reynslunni. Það kom mér á óvart hvað það var erfitt að spretta af stað eftir að hafa drukkið heilan bjór. Ég held að lykillinn sé að geta ropað almennilega,“ segir Helga og hlær.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira