Losun frá flugi vex hraðar en spár gerðu ráð fyrir Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2019 10:21 Þrátt fyrir að sparneytni nýrra flugvéla hafi batnað hefur vaxandi eftirspurn og fjölgun flugferða meira en vegið upp á móti því. Vísir/EPA Vísbendingar eru um að losun gróðurhúsalofttegunda frá flugsamgöngum aukist nú helmingi hraðar en Alþjóðaflugmálastofnunin gerði ráð fyrir. Spár Sameinuðu þjóðanna gerðu þegar ráð fyrir að losun frá flugi þrefaldaðist fyrir miðja öldina. Flugsamgöngur valda um 2,5% af heildarlosun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Alþjóðaflugmálastofnunin spáði því að losun frá flugvélum næði um 900 milljónum tonna í fyrra og hún þrefaldaðist fyrir árið 2050. Aukningin er drifin áfram af miklum vexti í flugsamgöngum á heimsvísu, mikilli fjölgun lágfargjaldaflugfélaga og ferðaþjónustu fyrir vaxandi miðstétt. Ný rannsókn Alþjóðaráðsins um hreinar samgöngur þar sem hátt í fjörutíu milljónir flugferða um allan heim í fyrra voru greindar bendir til þess að losun frá flugi aukist ennþá hraðar en þessar spár gerðu ráð fyrir. Brandon Graver, aðalhöfundur rannsóknar, segir New York Times að aukin eftirspurn eftir flugferðum eyði út ávinningi af því að flugfélög hafi náð vaxandi eldsneytnissparneytni. „Loftslagsáskorunin fyrir fluggeirann er verri en nokkurn grunaði,“ segir hann. Niðurstöður hans benda til þess að flugferðir frá bandarískum flugvöllum losi nærri því fjórðung alls koltvísýrings sem losaður er í farþegaflugi í heiminum. Þar á eftir kemur Kína, Bretland, Japan og Þýskaland. Þróunarríki þar sem helmingur mannkyns býr stóðu fyrir um tíu prósentum af losun á heimsvísu. Losun frá flugi hefur verið utan við Parísarsamkomulagið. Samkvæmt samkomulagi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar ætla flugfélög að byrja að kolefnisjafna losun sína sjálfviljug frá og með næsta ári. Búist er við mótmæltum í Montreal í næstu viku þegar eftirlitsstofnanir með flugmálum funda þar. Fréttir af flugi Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Vísbendingar eru um að losun gróðurhúsalofttegunda frá flugsamgöngum aukist nú helmingi hraðar en Alþjóðaflugmálastofnunin gerði ráð fyrir. Spár Sameinuðu þjóðanna gerðu þegar ráð fyrir að losun frá flugi þrefaldaðist fyrir miðja öldina. Flugsamgöngur valda um 2,5% af heildarlosun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Alþjóðaflugmálastofnunin spáði því að losun frá flugvélum næði um 900 milljónum tonna í fyrra og hún þrefaldaðist fyrir árið 2050. Aukningin er drifin áfram af miklum vexti í flugsamgöngum á heimsvísu, mikilli fjölgun lágfargjaldaflugfélaga og ferðaþjónustu fyrir vaxandi miðstétt. Ný rannsókn Alþjóðaráðsins um hreinar samgöngur þar sem hátt í fjörutíu milljónir flugferða um allan heim í fyrra voru greindar bendir til þess að losun frá flugi aukist ennþá hraðar en þessar spár gerðu ráð fyrir. Brandon Graver, aðalhöfundur rannsóknar, segir New York Times að aukin eftirspurn eftir flugferðum eyði út ávinningi af því að flugfélög hafi náð vaxandi eldsneytnissparneytni. „Loftslagsáskorunin fyrir fluggeirann er verri en nokkurn grunaði,“ segir hann. Niðurstöður hans benda til þess að flugferðir frá bandarískum flugvöllum losi nærri því fjórðung alls koltvísýrings sem losaður er í farþegaflugi í heiminum. Þar á eftir kemur Kína, Bretland, Japan og Þýskaland. Þróunarríki þar sem helmingur mannkyns býr stóðu fyrir um tíu prósentum af losun á heimsvísu. Losun frá flugi hefur verið utan við Parísarsamkomulagið. Samkvæmt samkomulagi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar ætla flugfélög að byrja að kolefnisjafna losun sína sjálfviljug frá og með næsta ári. Búist er við mótmæltum í Montreal í næstu viku þegar eftirlitsstofnanir með flugmálum funda þar.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira